Hvalfjarðarsveit
Fjölskyldu- og frístundanefnd 54. fundur
= Fjölskyldu- og frístundanefnd =
Dagskrá
=== 1.Trúnaðarmál ===
2010017
Trúnaðarmál tekin fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Tekið var eitt trúnaðarmál fyrir í Fjölskyldu- og frístundanefnd. Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók.
=== 2.Sundlaugin að Hlöðum ===
2403002
Ákvörðun fyrir sumarið 2024.
Engar umsóknir bárust um rekstraraðila sundlaugarinnar að Hlöðum. Fjölskyldu- og frístundanefnd leggur til við sveitastjórn að greina kosti og galla þess að sveitarfélagið sjái um rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum.
Málinu vísað til sveitastjórnar.
Málinu vísað til sveitastjórnar.
=== 3.Forvarnir ===
1910041
Úthlutun úr forvarnarsjóði 2024.
Fjölskyldu og frístundanefnd samþykkir að setja 65.000 kr. í forvarnarverkefni í samvinnu við Heiðarskóla. Fræðsluerindið var frá Indíönu Rós kynfræðing og var fyrir unglingastig og foreldra.
=== 4.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80-2002 (endurgreiðslur). ===
2402001
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. ===
2402032
Erindi frá Velferðarnefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
=== 6.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76-2003 (greiðsla meðlags). ===
2402021
Erindi frá Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Íþrótta- og tómstundastarf 2024 ===
2403004
Umræður um íþrótta- og tómstundastarf 2024.
Lagt fram til kynningar. Frístunda- og menningafulltrúa falið að vinna málið áfram samkvæmt umræðum á fundinum.
=== 8.Fundargerðir Ungmennaráðs ===
2310003
15. fundargerð Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
=== 9.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu ===
2403001
Gæða- og eftirlitstofnun velferðarmála (GEV) hefur stofnað til frumkvæðisathugunar á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu. Athugun þessi er eitt af fyrstu skrefum stofnunarinnar í að sinna ytra eftirliti með stoð- og stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
=== 10.Samningur um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar ===
2308004
Kynntar breytingar á samning um barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar og Hvalfjarðarsveitar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:54.