Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 131
**131. fundur skipulagsnefndar haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn TEAMS, miðvikudaginn 10. apríl 2024 og hófst hann kl. 16:00.**
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Ásrún Helga Kristinsdóttir, varaformaður,
Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður,
Unnar Á. Magnússon, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs,
Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi, Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Dagskrá:
**1. Staðarhraun 8 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2403046**
Guðbjörg Rós Guðnadóttir sækir um skráningu á óleyfisframkvæmdum við Staðarhraun 8. skv. meðfylgjandi uppdráttum frá Braga Magnússyni dagsettum 8.02.2024.
Helstu breytingar frá samþykktum teikningum er að búið er að lengja bílgeymslu og innrétta hana sem íbúðarrými. Einnig er búið að byggja yfir pall sem var milli þvottarhús og herbergis í norðurhlið hússins.
Samkvæmt kortasjá sveitarfélagsins má sjá að framkvæmdir við lengingu á bílskúr til norðurs (inn í lóð) var unnin í kringum árið 2002 og yfirbygging á palli var unnin á milli áranna 2010 til 2012.
Grenndaráhrif stækkunar yfir pall á norðurhlið húss eru engin að mati skipulagsnefndar. Vegna tómlætis nágranna og byggingaryfirvalda metur skipulagsnefnd það sem svo að ekki þurfi að grenndarkynna stækkun á bílskúr, enda hafi viðbyggingin staðið óáreitt í 22 ár.
Vegna framangreinds þá gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við stækkun fasteignarinnar. Umsókn um breytta notkun á húsnæðinu þarf að berast skipulagsnefnd sérstaklega. Erindinu er vísað til byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
**2. Selsvellir 17 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, - 2403015**
Hjörtur Pálsson sækir um fyrir hönd Hávarðar Gunnarssonar um byggingarleyfi vegna skráningar á óleyfisframkvæmd við Selsvelli 17. Um er að ræða framkvæmd við 11.8 m2 stækkun húss undir þakskyggni að aftan.
Framkvæmdin er í samræmi við gildandi hverfisskipulag og er því vísað beint til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
**3. Borgarhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi - 2101037**
Bogi Rafn Einarsson óskar eftir breytingu á byggingarleyfi við Borgarhraun 3. Breytingin snýr að því að eldri bílskúr verður ekki rifinn samhliða stækkun á húsi.
Grenndaráhrif breytingar á byggingarleyfi fyrir Borgarahraun 3 eru engin enda hefur bílskúrinn staðið þarna síðan árið 1959.
Vegna framangreinds þá gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við umsóknina og vísar henni til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20.
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024
[Fundur 129](/v/27135)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)
Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024
[Fundur 556](/v/27040)
Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024
[Fundur 555](/v/27026)
Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024
[Fundur 554](/v/26997)
Bæjarstjórn / 30. janúar 2024
[Fundur 553](/v/26971)
Bæjarstjórn / 23. janúar 2024
[Fundur 552](/v/26943)
Bæjarstjórn / 16. janúar 2024
[Fundur 551](/v/26926)
Bæjarstjórn / 9. janúar 2024
[Fundur bæjarstjórnar nr. 550](/v/26907)
Bæjarstjórn / 29. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 549](/v/26890)
Bæjarstjórn / 27. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 548](/v/26885)
Bæjarráð / 5. desember 2023
[Fundur 1659](/v/26833)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023
[Fundur 547](/v/26831)
Bæjarráð / 7. nóvember 2023
[Fundur 1658](/v/26747)
Bæjarstjórn / 31. október 2023
[Fundur 544](/v/26721)
Skipulagsnefnd / 16. október 2023
[Fundur 127](/v/26714)
Fræðslunefnd / 12. október 2023
[Fundur 136](/v/26713)
Fræðslunefnd / 21. september 2023
[Fundur 135](/v/26712)