Fjarðabyggð
Stjórn menningarstofu - 3
**1. 2402252 - Umsókn um leigu ( Skrúður )**
|Framlögð umsókn frá Jóhanni Kr. Stefánssyni um leigu á herbergjum í Skrúði á Fáskrúðsfirði vegna reksturs nuddstofu á vegum Tonghan Nongkran.|
Stjórn þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni.
**2. 2403209 - Styrktarsjóður EBÍ 2024**
|Fram lagt erindi frá Styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.|
Stjórnin samþykkir að sótt verði um styrk til hönnunar lóðar og húsa Íslenska Stríðsárasafnsins en stuðst verði við hugmyndir úr skýrslu námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands.
[Bréf-Styrktarsjóður 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=tuTQ0zGu4Eivi0Xsk3M3zA&meetingid=KZXmJ6zHECsKi9TjdvVlw1
&filename=Bréf-Styrktarsjóður 2024.pdf)
**3. 2403042 - 80 ára afmæli lýðveldisins**
|Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu bréfi afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskránna með miðlun og hvatningu um þátttöku eins og hentar best á hverjum stað. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi um lýðveldisköku.|
Stjórnin felur upplýsingafulltrúa að setja sig í samband við afmælisnefndina um útfærsluna og tengsl hennar við 17. júní hátíðarhöldin í Fjarðabyggð.
[Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 - Til sveitastjórna landsins.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ETUSXO8UMkmE4ncuJx_xfw&meetingid=KZXmJ6zHECsKi9TjdvVlw1
&filename=Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 - Til sveitastjórna landsins.pdf)
**4. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins**
|Framlagðir minnispunktar og glærur frá íbúafundi sem haldinn var í Grunnskóla Reyðarfjarðar þann 19. mars sl. Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun fyrir endurgerð tveggja bragga sem eyðilögðust í september 2022.|
Stjórn samþykkir að kannað verði með bjóðendur í hönnun lóðarinnar með hliðsjón af húsagerð og frumhönnun húsakosts. Frágangur muna Hinriks Steinssonar og forvarslu þeirra þarf að ljúka á árinu og felur stjórn formanni ásamt starfsmönnum að ganga í það verkefni.
[Glærukynning 19032024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=d04C76ftgkmZUwM3tk_SKQ&meetingid=KZXmJ6zHECsKi9TjdvVlw1
&filename=Glærukynning 19032024.pdf)
[Áfangastaðurinn Búðarárfoss - Hugmyndir - Drög.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Ye5seJJjXkOwhSNuJpbk1w&meetingid=KZXmJ6zHECsKi9TjdvVlw1
&filename=Áfangastaðurinn Búðarárfoss - Hugmyndir - Drög.pdf)
[Lokaskýrsla HÍ Íslenska stríðsárasafnið.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=FPxwOL4Jfk6YdzHYR8w4UA&meetingid=KZXmJ6zHECsKi9TjdvVlw1
&filename=Lokaskýrsla HÍ Íslenska stríðsárasafnið.pdf)
**5. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024**
|Umræða um stöðu safnanna og rekstur þeirra sumarið 2024 ásamt verkefnum menningarstofu. |
Sviðsstjóra og forstöðumanni falið að leggja upp fyrir stjórn á næsta fundi útfærslu á sumrinu.
**6. 2401039 - Verkefni menningarstofu 2024**
|Forstöðumaður fór yfir dagskrá sumarsins hjá menningarstofu.|
[Menningarstofa Verkefni_Yfirlit SM 2024_4.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=52_9g4HC70aY84DeYtngnw&meetingid=KZXmJ6zHECsKi9TjdvVlw1
&filename=Menningarstofa Verkefni_Yfirlit SM 2024_4.pdf)
**7. 2404023 - 17. júní 2024**
|17. júní hátíðarhöld eru samkvæmt fyrirkomulagi á dreifingu viðburðarins á Stöðvarfirði í ár.|
Stjórn felur upplýsingafulltrúa að hefja viðræður við aðila á staðnum um hátíðarhöldin.