Garðabær
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar - 27
|
|**Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar**
|10.04.2024 kl. 08:00 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Rós Gísladóttir aðalmaður, Laufey Jóhannsdóttir aðalmaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Gunnar Richardson tómstundafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2404116 - Íþróttaþing Garðabæjar**
|Rætt var um að ÍTG boði til íþrótta- og tómstundaþings í Garðabæ til að ræða helstu mál á þeim vettvangi. Umræður fóru fram um umræðuefni og fyrirkomulag. Stefnt verður að því að halda þingið næsta haust.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404120 - Þarfagreining varðandi aðstöðu fyrir félags- og tómstundastarf ungs fólks í Garðabæ**
|Umræður fóru fram um bókun bæjarstjórnar og ungmennaráðs Garðabæjar frá sameiginlegum fundi þeirra 21. mars sl. Íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúa var falið að draga saman gögn úr fyrri vinnu um hugmyndir að Ungmennahúsi. Formanni ÍTG var falið að fylgja verkefninu áfram og hefja samvinnu við ungmennaráð.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2404011 - Stjörnuhlaup 2024**
|ÍTG tók fyrir drög að framlengingu samnings við hlaupahóp Stjörnunnar um stuðning við Stjörnuhlaupið.
|
ÍTG leggur til við bæjarráð að gera samning til næstu þriggja ára, 2024-2026, með fastri árlegri upphæð, kr. 1.000.000,-"
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2404035 - Þór Þórhallsson - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Þórs Þórhallssonar vegna Granada 2024 WSPS World Championships í skotfimi fatlaðra á vegum ÍF 30. maí til 7. júní 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2404022 - Snæfríður Sól Ingvarsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk kr. 20.000 til Snæfríðar Sólar Ingvadóttur vegna Dance world cup 2024 30. júní í Prag, Tékklandi.
|
|
|
|
|
|
||Önnur mál:
|
a) Íþrótta-, forvarna- og tómstundafulltrúi upplýsti nefndina um vinnu sem hefur átt sér stað varðandi sumarfrístund í Garðabæ árið 2024. Hann hefur haft samband við íþrótta- og tómstundafélög í bænum og óskað eftir upplýsingum um framboð á sumarnámskeiðum. Flest félög hafa svarað en enn er beðið eftir upplýsingum frá nokkrum. Starfsfólk Garðabæjar vinnur að því að kortleggja framboð á sumarfrístundastarfi í bænum sumarið 2024 með það fyrir augum að tryggja að þjónusturof verði ekki og að eitthvað sé í boði fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í hverri viku í sumarfríi grunnskólanna.
b) næsti fundur ÍTG verður 8. maí og síðasti fundur vetrarins er færður fram um viku til 5. júní.
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
|