Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 13. (2114)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarráð Garðabæjar**
|
|**13. (2114). fundur**
|
|
|09.04.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson varamaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2308538 - Ársreikningur Garðabæjar 2023.**
|Davíð Búi Halldórsson, löggiltur endurskoðandi, starfmaður Enor og Þorbjörg Kolbeinsdóttir, deildarstjóri bókhalds, mættu á fund bæjarráðs.
|
Davíð Búi Halldórsson, gerði grein fyrir rekstri bæjarins á árinu 2023, efnahagsreikningi í árslok og skýringum í ársreikningi. Fjallað var um lykiltölur og helstu niðurstöður.
Bæjarráð samþykkir framlagðan ársreikning Garðabæjar 2023 samkvæmt 3.mgr. 61.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur er undirritaður af bæjastjóra og bæjarráði og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Fyrri umræða í bæjarstjórn er fyrirhuguð á fundi bæjarstjórnar 18. apríl 2024 og síðari umræða á fundi bæjarstjórnar 2. maí 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404085 - Tillaga að samþykkt um prókúruhafa sveitarfélagsins.**
|Lögð fram eftirfarandi tillaga bæjarstjóra, varðandi prókúruhafa sveitarfélagsins.
|
„Samkvæmt 4. mgr. 55. gr sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er bæjarstjóri prókúruhafi sveitarfélagsins. Bæjarstjóri leggur til að bæjarstjórn samþykki ákvörðun hans um að fela jafnframt Lúðvík Erni Steinarssyni, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og Lúðvík Hjalta Jónssyni, fjármálastjóra prókúru fyrir sveitarfélagið samkvæmt heimild í áðurnefndu lagaákvæði. Jafnframt er felld úr gildi prókúra Guðjóns Erlings Friðrikssonar, fyrrverandi bæjarritara.“
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402174 - Skerpluholt 5 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Gauta Gunnarssyni, kt. 290980-3219, leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús með innbyggðum bílskúr.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2402098 - Steinprýði 8 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Birni Sigurðssyni, kt. 110580-3209, leyfi til að byggja steinsteypt einbýlishús.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2403203 - Opnun tilboða í leiksvæði og stíga í Urriðaholti.**
|Eftirfarandi tilboð bárust í leiksvæði og stíga í Urriðaholti.
|
Krafla ehf., kr. 151.949.500.
Garðyrkjuþjónusta Íslands ehf., kr. 168.952.800.
Fagurverk ehf., kr. 138.631.900.
Garðyrkjuþjónustan ehf., kr. 149.996.363.
Gott verk ehf., kr. 129.979.000.
Það er til lausn ehf., kr. 153.300.000.
Mostak ehf., kr. 185.000.000.
Garðasmíði ehf., kr. 142.059.184.
Jóhann Helgi & Co., kr. 167.338.100
Alma Verk ehf., kr. 186.007.300.
Stéttafélagið ehf., kr. 166.932.100.
Kostnaðaráætlun kr. 133.148.160.
Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Góðs verks ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106.gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2401342 - Erindi frá Framkvæmdasýslunni vegna verðmats á lóð við Gesthúsavör 6.**
|Lagt fram erindi frá Framkvæmdasýslunni varðandi verðamt á lóð við Gesthúsavör 6, að fjárhæð kr. 25.000.000.
|
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2307075 - Bréf Veitna ohf. varðandi lóð fyrir smádreifistöð við lóð Olís, dags. 26. mars 2024.**
|Í bréfinu er þess farið á leit að skipulagsnefnd falli frá því skilyrði að mannvirkið sé víkjandi.
|
Bréfinu er vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2305091 - Bréf Samkeppniseftirlitsins varðandi málslok vegna kvörtunar Fimleikafélags Hafnarfjarðar, dags 15. mars 2024.**
|Lagt fram erindi Samkeppniseftirlitsins þar sem fram kemur að meðferð kvörtunar Fimleikafélags Hafnarfjarðar vegna samnings Garðabæjar og Knattspyrnusambands Íslands um leigu á Miðgarði, sé lokið. Samkeppniseftirlitið vekur athygli á áliti eftirlitsins í máli nr. 1/2012, þar sem kemur fram að gæta skuli að samkeppnissjónarmiðum við útleigu og sölu húsnæðis á vegum hins opinbera.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2403495 - Bréf Golfklúbbsins Odds til Vegagerðarinnar varðandi ástand Elliðavatnsvegar (Flóttamannavegur), dags. 25. mars 2024.**
|Í erindi Golfklúbbsins Odds er Vegagerðin hvött til að tryggja öryggi í kringum golfvelli í umsjón golfklúbbsins. Bæjarráð tekur undir erindi golfklúbbsins og áréttar sjónarmið bæjarins sem fram komu í umsögn hans vegna samgönguáætlunar fyrir árin 2024-2038, þar sem lögð er áhersla á að öryggi við Flóttamannaveginn verði tryggð.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2403501 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2404053 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi fyrir Jazzþorpið á Garðatorgi.**
|Í umsókninni er farið fram á tímabundið áfengisleyfi fyrir Jazzþorpið á Garðatorgi dagana 3.-5 maí.
|
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2404083 - Tilkynning frá Kópavogsbæ varðandi breytingu á deiliskipulagi á útivistarsvæði í Kópavogsdal, dags. 5. apríl 2024.**
|Bæjarráð vísar tilkynningunni til umfjöllunar skipulagsnefndar.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2403225 - Opnun tilboða í framkvæmdir vegna stofnæðar vatnsveitu við Vífilsstaði.**
|Eftirfarandi tilboð bárust í stofnæð vatnsveitu við Vífilstaði, jarðvinnu, lagnir og frágang.
|
SS Verktak ehf., kr. 65.995.000.
Stjörnugarðar ehf., kr. 44.704.450.
Alma verk ehf., kr. 74.756.475.
Fagurverk ehf., kr. 57.786.100.
Grafa og grjót ehf., kr. 44.887.500.
Óskatak ehf., kr. 71.969.000.
Urð og grjót ehf., kr. 44.470.000.
Verktækni ehf., kr. 65.286.000.
Ekran ehf., kr. 82.566.000.
Stéttafélagið ehf., kr. 56.560.000
Kostnaðaráætlun kr. 61.217.000.
Afgreiðslu frestað.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2404061 - Bréf Menntamálaráðuneytisins varðandi undanþágu í lausráðningar starfsmanna til kennslustarfa, dags. 2 apríl 2024.**
|Lagt fram.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)