Grindavíkurbær
Bæjarstjórn - Fundur 560
**560. fundur bæjarstjórnar Grindavíkur haldinn í Tollhúsi við Tryggvagötu, þriðjudaginn 19. mars 2024 og hófst hann kl. 14:00.**
Fundinn sátu:
Ásrún Helga Kristinsdóttir, forseti, Birgitta H. Ramsay Káradóttir, aðalmaður,
Hjálmar Hallgrímsson, aðalmaður, Helga Dís Jakobsdóttir, aðalmaður,
Hallfríður G Hólmgrímsdóttir, aðalmaður, Birgitta Rán Friðfinnsdóttir, aðalmaður og Gunnar Már Gunnarsson, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Fannar Jónasson, bæjarstjóri og Guðjón Bragason, lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Jón Þórisson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá:
**1. Starfsmannamál - 2401106**
Til máls tóku: Ásrún, Guðjón, Hallfríður, Hjálmar, Helga Dís, Birgitta Hrund, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, bæjarstjóri, Birgitta Rán og Gunnar Már.
Minnisblað Guðjóns Bragasonar, dags. 15. mars sl., um hæfi bæjarfulltrúa lagt fram.
Bókun
Bæjarstjórn Grindavíkur kappkostar við að taka vel ígrundaðar ákvarðanir byggðar á þeim upplýsingum og gögnum sem liggja fyrir við afgreiðslu mála.
Skyldur sveitarstjórnar með samkomulagi okkar við ríkið felur meðal annars í sér endurmat á starfsmannahaldi með tilliti til breyttra þjónustuþarfa og munum við meta það þegar gögn liggja fyrir.
Ákvarðanir verða teknar þegar fram hafa komið upplýsingar um íbúaþróun sem hafa óneitanlega áhrif á þjónustuþörf og tekjur sveitarfélagsins til að standa undir rekstri, auk þess teljum við mikilvægt að veigamiklar ákvarðanir sem hafa áhrif á uppbyggingu Grindavíkur séu teknar í samræmi við raunstöðu.
Niðurstöður fagráðs er varða farsæld barna í samræmi við kosti og galla safn- grunnskóla og leikskóla þurfa að liggja fyrir áður en ákvörðun er tekin varðandi áframhald þess starfs.
Bæjarstjórn Grindavíkur
Guðjón vék af fundi kl. 15:00
**2. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118**
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, bæjarstjóri, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjálmar, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og Gunnar Már.
Lagt fram umræðuskjal um "Aðgerðaáætlun fyrir næstu mánuði í Grindavík", dags. 12. mars 2024.
Lagðir fram eftirfarandi áherslupunktar bæjarstjórnar:
- Bæjarstjórn Grindavíkur óskar eftir að stjórnvöld framlengi sértækan húsnæðisstyrk til og með 31. desember 2024 í samræmi við viðmið Fasteignafélagsins Þórkötlu um uppkaup á íbúðarhúsnæði.
- Bæjarstjórn Grindavíkur óskar eftir að stjórnvöld klári að leysa málefni er varða íbúa sem hafa lífeyrissjóðslán á sínum fasteignum í Grindavík.
- Bæjarstjórn Grindavíkur ítrekar einnig samstöðuyfirlýsingu sem send hefur verið út, þar sem óskað er aðgerða til frekari stuðnings og geri hluta íbúa Grindavíkur kleift að hjálpa sér sjálfir upp að því marki sem mögulegt er líkt og fyrstu kaupendur. Að stjórnvöld veiti helmingsafslátt af stimpilgjöldum, leyfi skattfrjálsa úttekt séreignarsparnaðar auk aðgengi að hlutdeildarlánum.
**3. Jarðkönnun í Grindavík vegna náttúruhamfara - 2402008**
Gestir fundarins undir þessum dagskrárlið: Hallgrímur Örn Arngrímsson, frá Verkís, Sólberg S. Bjarnason, frá almannavörnum og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hallgrímur, Hallfríður, Birgitta Hrund, Helga Dís, Hjálmar, Sólberg og bæjarstjóri.
Staðan á jarðkönnunarverkefninu kynnt.
**4. Tjón á mannvirkjum vegna náttúruhamfara í Grindavik - 2312003**
Til máls tók: Ásrún.
Málinu er frestað til næsta fundar.
**5. Ósk um viðauka - 2403113**
Sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri félagsþjónustu- og fræðslusviðs og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Lögð fram beiðni um viðauka til að rjúfa félagslega einangrun eldri borgara að fjárhæð 543.000 kr.
Bæjarstjórn samþykkir erindið og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að bæta þessu inn í viðauka sem er í vinnslu vegna náttúruhamfara 14. janúar sl.
**6. Dagskrá í tilefni 50 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar - 2309114**
Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Til máls tóku: Ásrún, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Hallfríður, Birgitta Hrund, Birgitta Rán, Gunnar Már, Helga Dís og Hjálmar.
Heiðursviðurkenningar í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkurbæjar
Grindavíkurbær mun fagna 50 ára kaupstaðarafmæli sínu þann 10. apríl nk. Í tilefni af kaupstaðarafmælinu hyggst bæjarstjórn heiðra einstaklinga sem skilað hafa umfangsmiklu og mikilvægu framlagi til samfélagsins og verið öðrum til fyrirmyndar. Miðað skal við að framlag þeirra sé verulega umfram venjubundin störf sem tengst hafa atvinnu eða starfsævi viðkomandi.
Bæjarstjórn felur sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs að vinna málið áfram.
**7. Fundur umboðsmanns barna með börnum úr Grindavík - 2403112**
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Hallfríður, bæjarstjóri, Birgitta Hrund og Birgitta Rán.
Lagt fram bréf umboðsmanns barna dags. 13. mars 2024 varðandi helstu áherslumál barnanna á fundi umboðsmanns barna með börnum úr Grindavík sem haldinn var í Laugardalshöll þann 7. mars sl.
Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar lýsir yfir ánægju með framkvæmd þingsins og framlagi grindvískra barna.
**8. Forsetakosningar 2024 - 2401215**
Til máls tóku: Ásrún og Hjálmar.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að kjörstaður Grindavíkurbæjar vegna forsetakosninga þann 1. júní 2024 verði að Skógarbraut 945 262 Reykjanesbæ.
**9. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerð 72. fundar stjórnar Reykjanes GEO park, dags. 22. maí 2023, er lögð fram til kynningar.
**10. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerð 74. fundar stjórnar Reykjanes GEO park, dags. 9. júlí 2023, er lögð fram til kynningar.
**11. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerð 75. fundar stjórnar Reykjanes GEO park, dags. 16. ágúst 2023, er lögð fram til kynningar.
**12. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018**
Til máls tóku: Ásrún, Hallfríður og bæjarstjóri.
Fundargerð 76. fundar stjórnar Reykjanes GEO park, dags. 29. september 2023, er lögð fram til kynningar.
**13. Fundargerðir - Reykjanes Geopark 2023 - 2303018**
Til máls tóku: Ásrún og bæjarstjóri.
Fundargerð 77. fundar stjórnar Reykjanes GEO park, dags. 16. febrúar 2024, er lögð fram til kynningar.
**14. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049**
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, bæjarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Fundargerð 797. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 10. janúar 2023, er lögð fram til kynningar.
**15. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049**
Til máls tóku: Ásrún, Helga Dís, Hallfríður og Birgitta Hrund.
Fundargerð 798. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 14. febrúar 2024, er lögð fram til kynningar.
**16. Fundargerðir - Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023 - 2302049**
Til máls tók: Ásrún.
Fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, dags. 6. mars 2024, er lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024
[Fundur 129](/v/27135)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)
Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024
[Fundur 556](/v/27040)
Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024
[Fundur 555](/v/27026)
Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024
[Fundur 554](/v/26997)
Bæjarstjórn / 30. janúar 2024
[Fundur 553](/v/26971)
Bæjarstjórn / 23. janúar 2024
[Fundur 552](/v/26943)
Bæjarstjórn / 16. janúar 2024
[Fundur 551](/v/26926)
Bæjarstjórn / 9. janúar 2024
[Fundur bæjarstjórnar nr. 550](/v/26907)
Bæjarstjórn / 29. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 549](/v/26890)
Bæjarstjórn / 27. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 548](/v/26885)
Bæjarráð / 5. desember 2023
[Fundur 1659](/v/26833)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023
[Fundur 547](/v/26831)
Bæjarráð / 7. nóvember 2023
[Fundur 1658](/v/26747)
Bæjarstjórn / 31. október 2023
[Fundur 544](/v/26721)
Skipulagsnefnd / 16. október 2023
[Fundur 127](/v/26714)
Fræðslunefnd / 12. október 2023
[Fundur 136](/v/26713)
Fræðslunefnd / 21. september 2023
[Fundur 135](/v/26712)