Grindavíkurbær
Skipulagsnefnd - Fundur 129
**129. fundur skipulagsnefndar haldinn í bæjarstjórnarsal, miðvikudaginn 21. febrúar 2024 og hófst hann kl. 14:00.**
Fundinn sátu:
Lilja Ósk Sigmarsdóttir, formaður, Sverrir Auðunsson, varamaður, Hrannar Jón Emilsson, aðalmaður, Steinberg Reynisson, aðalmaður, og Unnar Á. Magnússon, aðalmaður.
Einnig sátu fundinn:
Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs, Hjörtur Már Gestsson, byggingarfulltrúi og Elísabet Bjarnadóttir, sérfræðingur skipulags- og umhverfissviðs.
Fundargerð ritaði: Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs.
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir heimild til að taka inn mál á dagskrá með afbrigðum sem síðasta mál: Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar - Ósk um umsögn á lýsingu fyrir miðsvæði Vatnsnes, nr. 2402041
Dagskrá:
**1. Jarðskjálftar, landris og eldgos í Grindavík 2024 - 2401118**
Guðjón Bragason sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Staðan í Grindavík vegna náttúruhamfara í Grindavík meðal annars m.t.t. byggingar- og skipulagsmála rædd.
**2. Uppbygging varnargarða til varnar Grindavíkur - 2402014**
Staðan á uppbyggingu varnargarða um Grindavík til umræðu.
Skipulagsnefnd lýsir yfir ánægju sinni með þær framkvæmdir sem þegar hafa átt sér stað við varnargarða. Nefndin hvetur til þess að lokið verði við gerð varnargarðanna sem fyrst.
**3. Tjón á mannvirkjum vegna náttúruhamfara í Grindavik - 2312003**
Rætt um þær ákvarðanir sem bæjarstjórn hefur tekið varðandi endurbyggingar- og viðgerðarskyldu á altjónshúsum, sbr. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 55/1992 um NTÍ. Einnig var rætt um það með hvaða hætti skipulagsnefnd sér fyrir sér að standa eigið að niðurrifi altjónshúsa.
Sviðsstjóra falið að vinna málið áfram.
**4. Niðurrif húsa undir hrauni - 2402032**
Guðjón Bragason sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Hrannar Jón Emilsson vék af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.
Minnisblað frá byggingarfulltrúa lagt fram, skipulagsnefnd er samþykk þeirri útfærslu sem þar er lýst.
Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**5. Óleyfisframkvæmdir í Grindavík - 2402023**
Guðjón Bragason sat fundinn undir dagskrárliðnum.
Rætt um stöðu skráninga á fasteignum og óleyfisframkvæmdir þeim tengdum.
Byggingarfulltrúa og skiplagsfulltrúa falið að vinna málið áfram meðal annars með því að leita álits hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Skipulagsstofnun.
**6. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar - Ósk um umsögn á lýsingu fyrir frístundabyggð í landi Hvamms og íbúðarbyggð í landi Seljavogar 2a - 2402031**
Lögð var fram skipulagslýsing á aðalskipulagsbreytingu fyrir tvö mál í Höfnum. Annars vegar að taka 0,34 ha af skilgreindu opnu svæði og 0,06 ha af svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Hvamms (samtals 0,4 ha) og breyta í frístundabyggð. Hins vegar að 0,8 ha af opnu svæði í landi Seljavogs 2a verði breytt í íbúðarbyggð.
Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**7. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar - Ósk um umsögn á lýsingu fyrir Keflavíkurborgir - 2402029**
Lögð var fram skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar og nýs deiliskipulags fyrir íbúðarbyggð í Keflavíkurborgum í Reykjanesbæ, dags. 10.11.2023.
Fyrirhugað er að stækka núverandi íbúðarsvæði um 24 ha og verði það alls 29 ha.
Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
Málinu er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
**8. Breyting á aðalskipulagi Reykjanesbæjar - Ósk um umsögn á lýsingu fyrir miðsvæði Vatnsnes - 2402041**
Lögð var fram lýsing á aðalskipulagsbreytingu á miðsvæði Vatnsness í Reykjanesbæ. Núgildandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 600 íbúðum á svæðinu sem er um 18,5 ha. Við breytinguna fjölgar íbúðum í 1250 og heildar byggingarmagn eykst í það sem nemur fjölda íbúða ásamt annarri þjónustu á svæðinu.
Skipulagsnefnd Grindavíkurbæjar gerir ekki athugasemd við lýsinguna
Málinu er vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.
Bæjarstjórn / 17. apríl 2024
[Fundur 564](/v/27184)
Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024
[Fundur 131](/v/27169)
Bæjarstjórn / 4. apríl 2024
[Fundur 562](/v/27168)
Bæjarstjórn / 10. apríl 2024
[Fundur 563](/v/27163)
Bæjarstjórn / 26. mars 2024
[Fundur 561](/v/27138)
Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024
[Fundur 129](/v/27135)
Bæjarstjórn / 19. mars 2024
[Fundur 560 ](/v/27114)
Bæjarstjórn / 12. mars 2024
[Fundur 559](/v/27096)
Bæjarstjórn / 20. febrúar 2024
[Fundur 556](/v/27040)
Bæjarstjórn / 13. febrúar 2024
[Fundur 555](/v/27026)
Bæjarstjórn / 8. febrúar 2024
[Fundur 554](/v/26997)
Bæjarstjórn / 30. janúar 2024
[Fundur 553](/v/26971)
Bæjarstjórn / 23. janúar 2024
[Fundur 552](/v/26943)
Bæjarstjórn / 16. janúar 2024
[Fundur 551](/v/26926)
Bæjarstjórn / 9. janúar 2024
[Fundur bæjarstjórnar nr. 550](/v/26907)
Bæjarstjórn / 29. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 549](/v/26890)
Bæjarstjórn / 27. desember 2023
[Fundur bæjarstjórnar nr. 548](/v/26885)
Bæjarráð / 5. desember 2023
[Fundur 1659](/v/26833)
Bæjarstjórn / 28. nóvember 2023
[Fundur 547](/v/26831)
Bæjarráð / 7. nóvember 2023
[Fundur 1658](/v/26747)
Bæjarstjórn / 31. október 2023
[Fundur 544](/v/26721)
Skipulagsnefnd / 16. október 2023
[Fundur 127](/v/26714)
Fræðslunefnd / 12. október 2023
[Fundur 136](/v/26713)
Fræðslunefnd / 21. september 2023
[Fundur 135](/v/26712)