Reykjavíkurborg
Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 47
**Íbúaráð Kjalarness**
Ár 2024, fimmtudagurinn, 11. apríl, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Egill Þór Jónsson. Fundinn sat einnig Ragnar Harðarson. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20.febrúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. USK23010259
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið vill koma á framfæri kröfu íbúa að farið sé eftir stífustu kröfum um eftirlit þannig að rekstraraðilar notist við nýjustu tækni í mengunarvörnum. Þá vill ráðið einnig koma á framfæri vöntun á heildaráætlun varðandi þauleldi á Kjalarnesi.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. apríl 2024, um framlengdan umsagnarfrest um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – skotæfingasvæðið á Álfsnesi. USK23030130
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 16.51**
Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon
Egill Þór Jónsson Guðfinna Ármannsdóttir
Hildur Guðbjörnsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. apríl 2024 **