Hvalfjarðarsveit
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd 70. fundur
= Mannvirkja- og framkvæmdanefnd =
Dagskrá
=== 1.Kosning varaformanns ===
2404064
Kosning varaformanns Mannvirkja- og framkvæmdanefndar.
Helga Harðardóttir varaformaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar hefur fengið tímabundna lausn í eitt ár frá störfum í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd.
Helga Harðardóttir varaformaður Mannvirkja- og framkvæmdanefndar hefur fengið tímabundna lausn í eitt ár frá störfum í Mannvirkja- og framkvæmdanefnd.
=== 2.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda. ===
2001042
Framlögð er fundargerð opnun tilboða í 1. áfanga byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi Tilboðsfjárhæð
Langeldur ehf. 1.000.000.000 kr. 120,8%
K16 ehf. 866.823.000 kr. 104.7%
Sjammi ehf. 965.863.492 kr. 116.6%
Sjammi ehf-Frávikstilboð. 964.288.304 kr. 116.5%
Alefli ehf. 871.076.367 kr. 105.2%
Flotgólf ehf. 949.972.390 kr. 114.7%
Kostnaðaráætlun. 828.026.034 kr. 100.0%
Eftirfarandi tilboð bárust:
Bjóðandi Tilboðsfjárhæð
Langeldur ehf. 1.000.000.000 kr. 120,8%
K16 ehf. 866.823.000 kr. 104.7%
Sjammi ehf. 965.863.492 kr. 116.6%
Sjammi ehf-Frávikstilboð. 964.288.304 kr. 116.5%
Alefli ehf. 871.076.367 kr. 105.2%
Flotgólf ehf. 949.972.390 kr. 114.7%
Kostnaðaráætlun. 828.026.034 kr. 100.0%
Tilboðin hafa verið yfirfarin af verkfræðistofunni COWI, Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samnings við lægstbjóðanda að undangengnum biðtíma og háð staðfestingu á hæfi bjóðanda í samræmi við kröfur útboðs.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði veitt heimild til að hefja lokað útboð til þriggja verkfræðistofa í verkefnastjórn, byggingarstjórn og eftirlit á byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði veitt heimild til að hefja lokað útboð til þriggja verkfræðistofa í verkefnastjórn, byggingarstjórn og eftirlit á byggingu íþróttahúss við Heiðarborg.
=== 3.Skýjaborg - Leiksvæði ===
2404063
Úttekt á leiktækjum Skýjaborgar.
Mannvirkja- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra framkvæmda og eigna að vinna málið áfram.
=== 4.Hlíðarbær - leiksvæði ===
2402004
Undirbúningsvinna vegna leiksvæðis Hlíðarbæ.
Verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að undirbúa og hefja framkvæmdir í samræmi við umræður á fundinum.
=== 5.Umhverfismál í Melahverfi. ===
2104058
Erindi frá Sigurði Arnari Sigurðssyni.
Erindið fram lagt.
=== 6.Hljóðvist í skólum. ===
2403034
Erindi frá Umboðsmanni barna.
Lagt fram til kynningar.
=== 7.Viðhalds- og framkvæmdaáætlun 2024-2027 ===
2309051
Verkefnastjóri framkvæmda og eigna fer yfir stöðu viðhalds- og framkvæmdaáætlunar 2024.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 17:15.
Samþykkt samhljóða.