Reykjavíkurborg
Stafrænt ráð - Fundur nr. 35
**Stafrænt ráð**
Ár 2024, miðvikudaginn 10. apríl, var haldinn 35. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 13:30. Eftirtalin voru komin til fundar í fundarherberginu Hofi: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt og Sæþór Fannberg Sæþórsson.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
**Þetta gerðist:**
Fram fer kynning á viljayfirlýsingu um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum. MSS24030089.
Auður Sveinsdóttir, Baldur Kristjánsson og Fjóla María Ágústsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagt fram 12 mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir árið 2023. ÞON22080032.
María Björk Hermannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagt fram erindisbréf fyrir kynjaða starfs- og fjárhagsáætlun þjónustu- og nýsköpunarsviðs 2024-2026. ÞON22080047.
Fylgigögn
Lögð fram trúnaðarmerkt heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. mars 2024. ÞON23080004.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Ágústa Rós Árnadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram trúnaðarmerkt heimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. mars 2024. ÞON21050045.
Vísað til meðferðar borgarráðs.
Ásgrímur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lagðar fram verklagsreglur þjónustu- og nýsköpunarsviðs fyrir stafrænt ráð. ÞON23090021.
Eva Pandora Baldursdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fram fer kynning á Rótinni. ÞON24040002.
Björgvin Harri Bjarnason og Magnús Ívar Guðfinnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Framlagningu á fundargerðum verkefnaráðs er frestað. ÞON20060042.
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fartölvur sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur keypt á undanförnum tveimur árum. MSS24020088.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um notkun Reykjavíkurborgar á Workplace, Google Workspace, Webex og Torginu. MSS24020087.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um uppsagnir, niðurlagningu starfa og andrúmsloft á þjónustu- og nýsköpunarsviði. MSS24020089.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. mars 2024, við Fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað vegna náms, námskeiða og námsferða hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. MSS24030047.
Fylgigögn
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 22. mars 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs um gagnastefnu og fyrirkomulag gagnamála. MSS24030049.
Fylgigögn
Fram fer umræða um starfið milli funda. ÞON23090021
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska eftir því að þjónustu- og nýsköpunarsvið skilil yfirliti yfir þær tæknilausnir sem teknar hafa verið í notkun frá júní 2022, hvaða svið nýta viðkomandi tæknilausn og hver var kostnaðurinn við innleiðingu og kaup og aðlögun eða smíði viðkomandi tæknilausnar. Ennfremur er þess óskað að gerð verði grein fyrir því á hvaða svið kostnaðurinn sem varð til við innleiðingu viðkomandi tæknilausnar var færður. Einnig er óskað er eftir að gert sé grein fyrir kostnaðinum eftir árum.
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 15:10**
Alexandra Briem Aðalsteinn Haukur Sverrisson
Andrea Helgadóttir Björn Gíslason
Friðjón R. Friðjónsson Kristinn Jón Ólafsson
Skúli Helgason
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð stafræns ráðs frá 10. apríl 2024**