Reykjavíkurborg
Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 45
**Íbúaráð Laugardals**
Ár 2024, mánudagurinn, 8. apríl, var haldinn 45. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Þorleifur Örn Gunnarsson, Birna Hafstein, Lilja Sigrún Jónsdóttir og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sátu einnig Kristófer Nökkvi Sigurðsson og Árni Jónsson.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Laugardals ódags., um að Lilja Sigrún Jónsdóttir taki sæti sem aðalfulltrúi í íbúaráði Laugardals, í stað Þórunnar Steindórsdóttur. Jafnframt að Harpa Fönn Sigurjónsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í stað Lilju Sigrúnar.
MSS22080029
Fylgigögn
Lögð fram tilnefning foreldrafélags Vogaskóla dags. 13. mars 2024, um að Petrína Guðrún Hjálmarsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í íbúaráði Laugardals í stað Vigdísar Másdóttur. MSS22080029
Fylgigögn
Fram fer kynning skóla- og frístundasviðs á Aðgerðaáætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. SFS22080225
- Kl. 16.50 tók Grétar Már Axelsson sæti á fundinum.
Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Saga Stephensen og Ólafur Þór Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20. mars 2024, um samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs að vísa tillögu íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um lækkun hámarkshraða á Suðurlandsbraut, til umsagnar íbúaráðs Laugardals. MSS23090113
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Laugardals að vinna drög að umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og í samræmi við umræðu fundarins.
Fylgigögn
Lagt fram bréf Skipulagstofnunar dags. 20. mars 2024, um álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun Sundabrautar. Jafnframt er lagt fram bréf Skipulagsgáttar dags. 20. mars 2024, um að úrvinnslu sé lokið að afstöðnu umsagnarferli. USK23090007
Fylgigögn
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
**Fundi slitið kl. 18.04**
Þorleifur Örn Gunnarsson Birna Hafstein
Lilja Sigrún Jónsdóttir Grétar Már Axelsson
Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 8. apríl 2024**