Reykjavíkurborg
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 73
**Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks**
Ár 2024, fimmtudaginn 4. apríl var 73. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Katarzyna Beata Kubis, Hlynur Þór Agnarsson, Þorkell Sigurlaugsson, Ingólfur Már Magnússon og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Unnur Þöll Benediktsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
**Þetta gerðist:**
Lagt fram bréf Þroskahjálpar, dags. 2. apríl 2024, um að Inga Guðrún Kristjánsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í aðgengis- og samráðsnefnd í stað Jónínu Rósu Hjartardóttur. Jafnframt að Inga Hanna Jóhannesdóttir taki sæti sem varafulltrúi Þroskahjálpar.
- 10.05 tekur Áslaug Inga Kristinsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
Fram fer kynning velferðarsviðs á rafrænni þjónustumiðstöð Reykjavíkur.
Styrmir Erlingsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu á samráðsgátt Reykjavíkur.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Lagt fram svar menningar- og íþróttasviðs við fyrirspurn aðgengis- og samráðsnefndar um leiðbeiningar fyrir blinda og sjónskerta varðandi nýtt skápakerfi í sundlaugum Reykjavíkur, sbr. 8. lið fundargerðar frá 1. febrúar 2024. MSS24010123
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 10.59**
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Hallgrímur Eymundsson
Áslaug Inga Kristinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Hlynur Þór Agnarsson Katarzyna Kubiś
Þorkell Sigurlaugsson Björgvin Björgvinsson
Unnur Þöll Benediktsdóttir
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar 4. apríl 2024**