Reykjavíkurborg
Fjölmenningarráð - Fundur nr. 70
**Fjölmenningarráð**
Ár 2024, miðvikudaginn 20. mars var haldinn 70. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.02. Fundinn sátu Helgi Áss Grétarsson, Þorvaldur Daníelsson og Milan Chang. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Jeta Ejupi Abdullahu. Einnig sat eftirfarandi starfsmaður fundinn: Elísabet Pétursdóttir.
[Joanna Marcinkowska ]ritaði fundargerð. **Þetta gerðist:**
Fram fer umræða um viðhorf gagnvart fólki af erlendum uppruna í Reykjavík.
- Kl. 15.08 tekur Monika Bereza sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fjölmenningarráð leggur svohljóðandi bókun:
Fjölmenningarráð þakkar fyrir umræðu um aukningu í neikvæðum viðhorfum til fólks af erlendum uppruna og gagnlegt var að fá umræðu um ýmis grundvallaratriði sem tengjast aukinni skautun í samfélaginu. Finna þarf leiðir til að auka fræðslu og skilning svo að samhygð og inngilding sé ávallt höfð að leiðarljósi í málefnum þeirra sem eru af erlendu bergi brotin.
Óskar Dýrmundur Ólafsson og Fahim Khoshkhoo taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24030082
Fram fer kynning á verkefninu úttekt um menningar- og kynþáttafordóma hjá starfstöðum Reykjavíkurborgar. MSS22060212
Fylgigögn
Fram fer umræða um Fjölmenningarþing 2024 sem verður haldið þann 4. maí n.k. MSS23010211
Fylgigögn
**Fundi slitið kl. 16.29**
Helgi Áss Grétarsson Þorvaldur Daníelsson
Milan Chang Monika Gabriela Bereza
Jeta Ejupi Abdullahu
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð fjölmenningarráðs frá 20. mars 2024**