Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Erindi frá fjáreigendum í syðra beitarhólfi ===
2203044
Erindi dags. 04.03.2024 varðandi skerðingu á beitarlandi vegna íbúðabyggðar í Skerjahverfi. Einar Friðrik Brynjarsson deildarstjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa erindinu til umsagnar í framkvæmda- og skipulagsráði.
=== 2.Sumarfrístund ===
2403039
Minnisblað varðandi tillögur um sumarfrístund fyrir elstu börn leikskóla.
Afgreiðsla:
Tillaga um sumarfrístund samþykkt samhljóða.
=== 3.Atvinnutengt nám ===
2403038
Tillögur að starfsreglum fyrir atvinnutengt nám í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða starfsreglur fyrir atvinnutengt nám í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð samþykkir samhljóða starfsreglur fyrir atvinnutengt nám í Suðurnesjabæ.
=== 4.Starfsnámsskólar ===
2401019
Erindi frá mennta-og barnamálaráðuneyti varðandi samning um stækkun Fjölbrautaskóla Suðurnesja fyrir verknám.
Afgreiðsla:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með stækkun verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Bæjarráð bendir á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni í verkefnið á yfirstandandi fjárhagsári. Óskað er eftir því að kostnaðar- og greiðsluáætlun verkefnisins berist tímanlega fyrir fjárhagsáætlunarvinnu næsta árs.
=== 5.Garðskagi ehf. ===
2301025
Minnisblað varðandi rekstrarfyrirkomulag á Garðskaga kynnt.
Afgreiðsla:
Tillögur sem koma fram í minnisblaði samþykktar samhljóða og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að fylgja þeim eftir.
Fundi slitið - kl. 17:36.
Áður en gengið er til dagskrár vill bæjarráð Suðurnesjabæjar senda nágrönnum sínum í Grindavíkurbæ kærar hamingjuóskir vegna 50 ára kaupstaðarafmælis Grindavíkurbæjar.