Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 245
**1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023, síðari umræða**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Ársreikningur Dalabyggðar 2023 lagður fram til afgreiðslu að lokinni annarri umræðu.
Ársreikningur Dalabyggðar 2023 samþykktur samhljóða.
[Dalabyggð Samstæða 2023_11.4.2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=SbKZCN1fkEiHxbHA8vkJ_A&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
[Dalabyggð endurskoðunarskýrsla 2023_11.4.2024_síðari umræða.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=wjzwLeP3SkS_l51U45m3EQ&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
[Árseikningur 2023, minnisblað við seinni umræðu 11.apríl 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=1SkUxUKE6jjG9x9peZXw1&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**2. 2208004 - Vegamál**
|Til máls tóku: Eyjólfur, Garðar, Eyjólfur (annað sinn).|
Lagt til að sveitarstjórn Dalabyggðar taki undir bókun aðalfundar SSV um vegamál.
Samþykkt samhljóða.
**3. 2403027 - Leiðir að byggðafestu**
|Kynnt sveitarstjórn.|
[Leidir að byggðafestu-010324.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Q6wikYWUUOx1rK9Ln_PpQ1&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**4. 2205015 - Kosning í nefndir skv. A-hluta 48 gr. samþykkta Dalabyggðar**
|Tillaga um að Gyða Lúðvíksdóttir verði aðalmaður í menningarmálanefnd Dalabyggðar og Þuríður Jóney Sigurðardóttir komi inn sem varamaður.|
Samþykkt samhljóða.
**5. 2403033 - Aðalfundur veiðifélags Laxár í Hvammssveit 2024**
|Lagt til að Einar Jón Geirsson verði aðalmaður á aðalfund félagsins og Þuríður Jóney Sigurðardóttir varamaður.|
Samþykkt samhljóða.
[Fundarboð aðalfundur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=FI7Z9_wMykSlaMylEha5qQ&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**6. 2403022 - Breytingar á afgreiðslu Íslandspósts í Búðardal**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
[Dalabyggð, umsögn um breytingar á póstþjónustu í Búðardal, mars 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=IELc1hftECiEvyQcWUmg&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**7. 2301065 - Ljárskógarbyggð**
|Til máls tók: Guðlaug.|
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti bókun umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
[LSK_20240405_DS_Greinagerð_Útgáfa_3..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=EPpEs_u9RkOdbogB4PyNg1&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**8. 2404005 - Framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í landi Vörðufells og Kjarlaksstaða**
|Til máls tók: Guðlaug.|
Lagt til að sveitarstjórn veiti framkvæmdaleyfi til efnistökunar sbr. umsókn.
Samþykkt samhljóða.
[Umsókn um framkvæmdaleyfi - Dalabyggð..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=RGtOp5yJW0agfiZiXWbtg&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**9. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Lagt til að sveitarstjórn staðfesti framlagðar breytingar um breytt fyrirkomulag í sorphirðu.
Samþykkt samhljóða.
|Eyjólfur tók til máls og fór yfir fyrirkomulag varðandi afgreiðslu fundargerða sem lagðar eru fram til kynningar.|
**10. 2403001F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 129**
|Lagt fram til kynningar.|
**10.1. 2404001 - DalaAuður - staða mála**
Fræðslunefnd þakkar Lindu fyrir góða yfirferð.
**10.2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
Skólastjóri fór yfir stöðu mála.
Viðgerðum við sundlaug Auðarskóla/Dalabúðar er lokið og sundkennsla hafin.
Farið yfir stöðu starfsmannamála og er auglýsing um laus störf í loftinu núna, umsóknarfrestur til 15. apríl n.k.
Einnig var farið yfir dagskrá og skipulag skólastarfsins fram að vori.
**10.3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
Skólastjóri fór yfir stöðu mála.
Auglýsing um laus störf í leikskólanum er í loftinu núna og er umsóknarfrestur til 15. apríl.
Góður gangur er í framfylgni námsvísa og þeirra verkefna sem á dagskrá eru tengd því.
Skólastjóri vakti athygli á að aðstoðarleikskólastjóri flytji erindi á ráðstefnu Ásgarðs sem haldinn verður í Hofi á Akureyri n.k. föstudag.
**10.4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
Formaður starfshópsins fór yfir stöðu mála.
**10.5. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027**
Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.
**10.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð**
Formaður Undra kynnti að búið er að manna umsjón tómstundastarfs í Búðardal n.k. sumar, n.t.t. frá 4. júní til og með 28. júní.
Fræðslunefnd fagnar þessu góða frumkvæði Íþróttafélagsins Undra.
**10.7. 2401041 - Ungmennaráð 2024**
Fræðslunefnd leggur til að ungmennaráð fundi með sveitarstjórn á reglubundnum fundardegi sveitarstjórnar í júní, n.t.t. þann 13. júní.
Tómstundafulltrúa falið að undirbúa fundinn í samráði við ungmennaráð.
**10.8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB**
**11. 2402006F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 69**
|Lagt fram til kynningar.|
**11.1. 2403032 - Notendaráð Dalabyggðar 2024**
Verkefnastjóri fjölskyldumála fór yfir hvernig málum er háttað varðandi notendaráð hjá öðrum sveitarfélögum.
Félagsmálanefnd óskar eftir tillögum frá verkefnastjóra um hvernig þessum mikilvæga þætti væri best fyrirkomið innan stjórnsýslu Dalabyggðar.
**11.2. 2402007 - Félagsmál 2024**
Samþykkt að fela verkefnastjóra að koma með drög að uppfærðum reglum og framsetningu þeirra á næsta fundi sem áætlað er að halda 6. júní n.k.
**12. 2403004F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 145**
|Lagt fram til kynningar.|
**12.1. 2301065 - Ljárskógarbyggð**
Framlagt til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi á Ljárskógaströnd skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga fyrir auglýsingu.
Deiliskipulagstillagan, dags. 5. apríl 2024, verður auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu á Ljárskógaströnd, sbr. mál 519/2023 í skipulagsgátt. Deiliskipulagstillaga þessi fjallar einungis um verslunar og þjónustulóðir (VÞ-18 OG VÞ-19) og felst í uppbyggingu gistiþjónustu í smáhýsum. Samanlagður fjöldi smáhýsa á hvorri lóð er 12 hús og fjöldi gistirýma er 44. Hámarksbyggingarmagn á hvorri lóð eru 800 fermetrar.
Umhverfis- og skipulagsnefnd getur ekki samþykkt núverandi útfærslu á svæði VÞ-19, þar sem byggingarreitur liggur yfir bæði vatnsveitu og háspennustreng, en leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagstillöguna, með fyrirvara um lagfæringar, til auglýsingar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga samhliða aðalskipulagsbreytingunni.
**12.2. 2207022 - Skógrækt í landi Ljárskóga**
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggð hefur kynnt sér matsáætlunina dags. 15. mars 2024 og bendir á eftirfarandi atriði:
Umfang fyrirhugaðrar skógræktar í landi Ljárskóga er umfram stærðarviðmið um skógrækt sem heimil er á landbúnaðarsvæðum (allt að 200 ha) og kallar framkvæmdin því á aðalskipulagsbreytingu þar sem landnotkun verði breytt í skógræktar- og landgræðslusvæði (SL).
Umhverfis- og skipulagsnefnd bendir á að mikilvægt er að huga að aðgengi sauðfjár að beitarlandi sem þinglýst er í skjölum.
Samkvæmt matsáætlun er þess vænst að hægt sé að hefja framkvæmdir við skógræktina sumarið 2025, en forsenda þess er að ofangreind aðalskipulagsbreyting um nýtt skógræktarsvæði hafi þá öðlast gildi.
Nefndin tekur undir umsögn Fiskistofu um að rétt væri að fjalla um möguleg umhverfisáhrif áburðarnotkunar á lífríki í vatni og fiskstofna.
Einnig bendir nefndin á að vélvædd flekking sé óæskileg á stórum hluta svæðisins vegna landfræðilegra aðstæðna og viðkvæms gróðurs. Jafnframt fer stórfelld afmörkun með girðingum ekki vel saman með beitarnýtingu.
Að öðru leyti gerir umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar ekki athugasemdir við matsáætlunina. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun umsögnina.
**12.3. 2404005 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku**
Efnistakan er í samræmi við aðalskipulag, sbr. efnistökusvæði E5 Vörðufell og E53 Grund, í kafla 17.7 Efnistöku- og efnislosunarsvæði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til efnistökunar, sbr. umsókn.
**12.4. 2401015 - Sorphirða og umhverfisdagar 2024**
Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak."
**12.5. 2404004 - Umsókn um byggingarleyfi að Vesturbraut 12**
Nefndin felur byggingarfulltrúa að leiðbeina umsækjanda um öflun nauðsynlegra gagna og samþykkja leyfi í kjölfar þess.
Jafnframt bendir nefndin á að byggingarreglugerð kveður á um tiltekinn fjölda salerna á tiltekinn fjölda sæta, til að rekstarleyfi fáist. Áformin þarf að bera formlega undir meðeigendur hússins og lóðarinnar og fá þeirra samþykki á byggingarleyfisumsókn.
**12.6. 2209007 - Hreinsistöð - umsókn umbyggingarleyfi**
Nefndin samþykkir erindið og leggur til að veitt verði leyfi að undangenginni grenndarkynningu til þeirra sem gerðu athugasemdir við fyrri tillögu.
**13. 2402001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 37**
|Til máls tók: Einar um dagskrárlið 1 og 3.|
Lagt fram til kynningar.
**13.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024**
Kominn er nokkur tímarammi fyrir dagskránna, hún hefjist á föstudagskvöldinu og standi fram á miðjan sunnudag.
Grjót sem nýtt hafa verið fyrir keppni Vestfjarðavíkingsins verða lánuð að Eiríksstöðum fyrir eldhátíðina þar.
Tónleikar verða í Dalíu á föstudagskvöldinu, MS heldur upp á afmæli sitt á laugardeginum og málþing um Hrein Friðfinnsson listamann á sunnudeginum ásamt ýmsu öðru.
Svör eru farin að berast frá félögum og öðrum rekstraraðilum varðandi aðra dagskrárliði og þeim verður raðað inn á dagskránna. M.a. á eftir að finna tíma fyrir erindi Jackson Crawford.
**13.2. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm**
Nefndin tekur jákvætt í erindið. Verkefnastjóra falið að hafa milligöngu um nánari upplýsingar um sýninguna, eignarhald og umfang hennar.
**13.3. 2403013 - 17. júní 2024**
Lagt til að ræðumaður og fjallkona verði líkt og fyrri ár en hátíðardagskrá þess utan verði íburðarmeiri í ljósi 30 ára afmæli Dalabyggðar og 80 ára afmælis lýðveldisins.
Hátíðardagskrá verði í Dalabúð, tónlistaratriði og veitingar. Haft verður samband við félög og félagsskap í héraði um þátttöku í dagskránni.
**13.4. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024**
**14. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024**
|Lagt fram til kynningar.|
[stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 946.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=plA9F73b06AUuH5LHsbCA&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**15. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024**
|Lagt fram til kynningar.|
[Fundur-221..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=gLwXNgZ_LUOctZ7ORpysOg1&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**16. 2403034 - Aðalfundur veiðifélags Laxdæla 2024**
|Lagt fram til kynningar.|
[Aðalfundarboð 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=X97xG8p_2EunB_1YU3NfBQ&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**17. 2401011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2024**
|Lagt fram til kynningar.|
[Fundargerð aðalfundar.20.03.2024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=6QdsQM1U8kKaRr6pG3Rsw&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)
**19. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Lagt fram til kynningar.
[Skýrsla sveitarstjóra á fundi 245.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=C35mbrqRkyFwWEginNCig1&meetingid=aG5Sb3JyI0Wfs0IEKPpHA1)