Vesturbyggð
Skipulags og umhverfisráð - 117
= Skipulags og umhverfisráð #117 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 17. apríl 2024 og hófst hann kl. 16:00
====== Nefndarmenn ======
- Barði Sæmundsson (BS) aðalmaður
- Friðbjörg Matthíasdóttir (FM) aðalmaður
- Jóhann Pétur Ágústsson (JPÁ) formaður
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) varamaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingafulltrúi
- Óskar Örn Gunnarsson (ÓÖG) skipulagsfulltrúi
====== Fundargerð ritaði ======
- Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi
== Almenn erindi ==
=== 1. Gæludýragrafreitur Patreksfirði ===
Erindi frá Páli Haukssyni, dags. 12. mars 2024. Í erindinu er vakin athygli á vöntun á svæði fyrir gæludýragrafreit, í erindinu er bent á svæði í Drengjaholti neðan við gamla knattspyrnuvöllinn sem hentugt svæði undir grafreitinn.
Skipulags- og umhverfisráð tekur sem fyrr jákvætt í erindið og þakkar bréfritara. Ráðið leggur til að skoðaður verði reitur milli spennistöðvar og trjálunds ofan Drengjaholts. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og byggingarfulltrúa að skoða aðstæður og vinna að málinu áfram.
=== 2. Deiliskipulag hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði - Óveruleg breyting. ===
Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnar- og þjónustusvæðis á Patreksfirði, dags. 11. apríl 2024. Tillagan felur í sér að sameiningu lóða við Bjarkargötu 10 og 12 í eina lóð. Á lóðinni verður heimilt að reisa eitt hús að hámarki 322 m2 með hámarkshæð 5,9 m. Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulaginu.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan fái málsmeðferð skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum Urðargötu 15, 17, 19 og 21, Bjarkargötu 7, 8, 11.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:06**
Óskar Örn Gunnarsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.