Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Ársreikningur Suðurnesjabæjar 2023 ===
2403091
Lögð fram drög að ársreikningi Suðurnesjabæjar fyrir árið 2023. Kjartan Ingvarsson sérfræðingur fjármála sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
=== 2.Viðverustefna Suðurnesjabæjar ===
2403096
Tillaga um viðverustefnu vegna starfsfólks Suðurnesjabæjar. Haukur Arnarson mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Afgreiðsla:
Viðverustefna og verklagsregla um fjarvinnu samþykktar samhljóða.
Viðverustefna og verklagsregla um fjarvinnu samþykktar samhljóða.
=== 3.Leikskóli við Byggðaveg - rekstur ===
2306034
Minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs vegna viðauka #4 við samning við Skóla ehf um rekstur leikskólans Grænuborg.
Afgreiðsla:
Viðauki við samning við Skóla ehf samþykktur samhljóða.
Viðauki við samning við Skóla ehf samþykktur samhljóða.
=== 4.Íþróttamannvirki ===
1901070
Skýrslur og gögn varðandi tjón á gólfi íþróttasalar í Íþróttamiðstöðinni í Garði. Einnig framhald á umfjöllun um gervigrasvöll frá 138. fundi bæjarráðs.
Afgreiðsla:
Skýrsla um tjón á gólfi íþróttasalar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að samráðsteymi um uppbyggingu-og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkja, sem samþykkt var að skipa á 67. fundi bæjarstjórnar, verði falið að vinna tillögu um staðsetningu gervigrasvallar og skili tillögu til bæjarráðs fyrir 20. maí 2024. Bæjarráð leggur áherslu á að knattspyrnufélögin taki fullan þátt og ábyrgð við vinnu að tillögu um staðsetningu vallarins. Jafnframt vinni samráðsteymið að framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja og í samstarfi við íþróttafélögin að framtíðarsýn um starfsemi þeirra.
Skýrsla um tjón á gólfi íþróttasalar lögð fram.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að samráðsteymi um uppbyggingu-og viðhaldsáætlun íþróttamannvirkja, sem samþykkt var að skipa á 67. fundi bæjarstjórnar, verði falið að vinna tillögu um staðsetningu gervigrasvallar og skili tillögu til bæjarráðs fyrir 20. maí 2024. Bæjarráð leggur áherslu á að knattspyrnufélögin taki fullan þátt og ábyrgð við vinnu að tillögu um staðsetningu vallarins. Jafnframt vinni samráðsteymið að framtíðarsýn um uppbyggingu íþróttamannvirkja og í samstarfi við íþróttafélögin að framtíðarsýn um starfsemi þeirra.
=== 5.Erindi frá Jóni Norðfjörð ===
2403084
Erindi frá Jóni Norðfjörð til bæjarstjórnar og bæjarstjóra dags. 20.03.2024.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu eins og kostur er.
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að svara erindinu eins og kostur er.
=== 6.Erindi frá fjáreigendum í syðra beitarhólfi ===
2203044
Erindi dags. 04.03.2024 varðandi skerðingu á beitarlandi vegna íbúðabyggðar í Skerjahverfi.
Afgreiðsla:
Lagt fram, málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
Lagt fram, málinu frestað til næsta fundar bæjarráðs.
=== 7.Aldraðir þjónusta og áherslur í nærumhvefi ===
2402088
Kynning á vinnu á síðasta kjörtímabili um þjónustu við aldraða í Suðurnesjabæ.
Afgreiðsla:
Bæjarráð óskar eftir samantekt um þjónustu og þjónustuþörf við aldraða í Suðurnesjabæ.
Bæjarráð óskar eftir samantekt um þjónustu og þjónustuþörf við aldraða í Suðurnesjabæ.
=== 8.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál ===
2309116
Fundargerð 2. fundar verkefnishóps um könnunarviðræður dags. 27.02.2024.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
Lagt fram.
=== 9.Bláa Lónið aðalfundarboð ===
2303015
Fundarboð aðalfundar Bláa Lónsins hf. dags. 05.04.2024.
Fundi slitið - kl. 18:20.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til fyrri umræðu í bæjarstjórn.