Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 129
|Linda Guðmundsdóttir sat fundinn undir lið 1.|
**1. 2404001 - DalaAuður - staða mála**
|Fræðslunefnd þakkar Lindu fyrir góða yfirferð.|
|Herdís Erna Gunnarsdóttir sat fundinn undir liðum 2 og 3.|
**2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
|Skólastjóri fór yfir stöðu mála. |
Viðgerðum við sundlaug Auðarskóla/Dalabúðar er lokið og sundkennsla hafin.
Farið yfir stöðu starfsmannamála og er auglýsing um laus störf í loftinu núna, umsóknarfrestur til 15. apríl n.k.
Einnig var farið yfir dagskrá og skipulag skólastarfsins fram að vori.
**3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
|Skólastjóri fór yfir stöðu mála.|
Auglýsing um laus störf í leikskólanum er í loftinu núna og er umsóknarfrestur til 15. apríl.
Góður gangur er í framfylgni námsvísa og þeirra verkefna sem á dagskrá eru tengd því.
Skólastjóri vakti athygli á að aðstoðarleikskólastjóri flytji erindi á ráðstefnu Ásgarðs sem haldinn verður í Hofi á Akureyri n.k. föstudag.
**4. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
|Formaður starfshópsins fór yfir stöðu mála.|
|Svanhvít Lilja Viðarsdóttir vék af fundi að loknum umræðum um lið 4.|
**5. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027**
|Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.|
**6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð**
|Formaður Undra kynnti að búið er að manna umsjón tómstundastarfs í Búðardal n.k. sumar, n.t.t. frá 4. júní til og með 28. júní.|
Fræðslunefnd fagnar þessu góða frumkvæði Íþróttafélagsins Undra.
**7. 2401041 - Ungmennaráð 2024**
|Fræðslunefnd leggur til að ungmennaráð fundi með sveitarstjórn á reglubundnum fundardegi sveitarstjórnar í júní, n.t.t. þann 13. júní.|
Tómstundafulltrúa falið að undirbúa fundinn í samráði við ungmennaráð.
**8. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB**