Suðurnesjabær
Framkvæmda- og skipulagsráð
= Framkvæmda- og skipulagsráð =
Dagskrá
Gísli Pálsson og Jón Ragnar Ástþórsson boðuðu forföll og sátu boðaðir varamenn, Anton Kristinn Guðmundsson og Jónína Magnúsdóttir, fundinn í þeirra stað.
=== 1.Vatnsnes - Breyting á aðalskipulagi ===
2402058
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar.
=== 2.Hafnir - Hvammur og Selvogur - Breyting á aðalskipulagi ===
2402053
Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjanesbæjar lögð fram til umsagnar.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar aðalskipulagsbreytingar.
=== 3.Gerðatún Efra - Reitur við Melbraut, Heiðarbraut og Valbraut - Tillaga að deiliskipulagi ===
2202043
Ný uppfærð tillaga að deiliskipulagi svæðisins lögð fram með breyttum húsagerðum og færri íbúðum.
Ráðið leggur til að gerð verði verkefnislýsing á skipulagsverkefninu í samræmi við 1. mgr. 40 gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 í samræmi við framlagða skipulagstillögu. Verkefnislýsingin verði sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.
=== 4.Suðurnesjabær - Umhverfismál ===
2302086
Þrjú umhverfismál lögð fram til umfjöllunar:
1. Umhverfisdagar í Suðurnesjabæ
2. Stofnun Umhverfisráðs
3. Tillaga um skógrækt í Suðurnesjabæ skv. meðfylgjandi minnisblaði.
1. Umhverfisdagar í Suðurnesjabæ
2. Stofnun Umhverfisráðs
3. Tillaga um skógrækt í Suðurnesjabæ skv. meðfylgjandi minnisblaði.
1. Umhverfisdagar í Suðurnesjabæ
Ráðið leggur til að fyrirkomulagi umhverfisdaga verði breytt og felur umhverfisfulltrúa að vinna frekari tillögu að útfærslu fyrir næsta fund ráðsins.
2. Umhverfisráð
Lagt er til að leitað verði til áhugasamra íbúa til samráðs og spjalls um umhverfismál samhliða umhverfisdögum.
3. Skógrækt
Umhverfisfulltrúa falið að afmarka skógræktarsvæði ofan Byggðavegar og undirbúa ræktun á því svæði í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands í samræmi við tillögu af minnisblaði hans sem lá fyrir fundinum.
Ráðið leggur til að fyrirkomulagi umhverfisdaga verði breytt og felur umhverfisfulltrúa að vinna frekari tillögu að útfærslu fyrir næsta fund ráðsins.
2. Umhverfisráð
Lagt er til að leitað verði til áhugasamra íbúa til samráðs og spjalls um umhverfismál samhliða umhverfisdögum.
3. Skógrækt
Umhverfisfulltrúa falið að afmarka skógræktarsvæði ofan Byggðavegar og undirbúa ræktun á því svæði í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands í samræmi við tillögu af minnisblaði hans sem lá fyrir fundinum.
=== 5.Ástand varnargarðs við Hafnargötu 3 ===
2403001
Erindi frá Samherja fiskeldi um sjóvarnargarð tekið til afgreiðslu.
Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar þakkar ábendinguna og góðar skýringar á alvarleika málsins. Suðurnesjabær hefur óskað eftir að gögn fyrir þetta verk verði unnið samhliða gögnum fyrir næsta sjóvarnarverkefni Vegagerðarinnar í sveitarfélaginu og boðið út samhliða því. Þegar fyrir liggur frekari kostnaðargreining verður sótt um fjárheimild í verkefnið og það framkvæmt eins fljótt og mögulegt er.
=== 6.Fálkavöllur 2 - Varaaflstöð - Umsókn um stöðuleyfi ===
2403051
Icelandair sækir um tímabundið stöðuleyfi skv. meðfylgjandi gögnum fyrir varaaflstöð að Fálkavöllum 2 sem varúðarráðsöfun vegna hugsanlegs rafmagnsleysis vegna náttúruhamfara.
Samþykkt. Samþykki skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar liggur fyrir. Byggingarfulltrúa falið að veita stöðuleyfi til eins árs.
=== 7.FLE austan flugstöðvar - Neyðar olíukyndistöð - Umsókn um stöðuleyfi ===
2403050
Isavia sækir um tímabundið stöðuleyfi skv. meðfylgjandi gögnum fyrir olíukyndistöð austan við Flugstöð sem varúðarráðsöfun vegna hugsanlegs hitaveituleysis vegna náttúruhamfara.
Samþykkt. Samþykki skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar liggur fyrir. Byggingarfulltrúa falið að veita stöðuleyfi til eins árs.
=== 8.Flutningur einingarhúsa úr Grindavík - umsókn um lóð í Teiga og Klapparhverfi ===
2403037
Kimar ehf. óska eftir lóð fyrir nýtt 5 íbúða eininga raðhús sem yrði flutt af grunni úr Grindavík á nýja lóð.
Lóðir í 2. áfanga Teiga- og Klapparhverfis verða ekki byggingahæfar fyrr en á vormánuðum. Núgildandi úthlutunarreglur um lóðir í Suðurnesjabæ gera ráð fyrir því að almennt séu allar lóðir auglýstar til umsókna sem eru til úthlutunar. Ráðið getur því ekki orðið við þeirri ósk að ráðstafa sérstaklega lóðum til almennra byggingaraðila nema Suðurnesjabær felli úr gildi eða breyti núverandi reglum um úthlutun lóða.
=== 9.Sjávarbraut 3 - umsókn um lóð ===
2403021
Þrjár umsóknir eru um atvinnu- og íbúðahúsalóðina Sjávarbraut 3
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
=== 10.Dynhóll 5 - umsókn um lóð ===
2403016
10 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Dynhól 5
Dregið var á milli umsækjenda og úthlutun fengu Sebastian Dzierzchowski og Natalia Dzierzchowska.
=== 11.Brimklöpp 1 - umsókn um lóð ===
2402076
10 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Brimklöpp 1
Dregið var á milli umsækjenda og úthlutun fékk Kristinn Ingi Kristjánsson.
=== 12.Skagabraut 13 - umsókn um lóð ===
2403019
8 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Skagabraut 13
Dregið var á milli umsækjenda og úthlutun fékk Arnar Þór Sigurjónsson.
=== 13.Skagabraut 37 - umsókn um lóð ===
2403015
8 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Skagabraut 37
Dregið var á milli umsækjenda og úthlutun fékk Elvar Freyr Arnarsson.
=== 14.Þinghóll 2 - umsókn um lóð ===
2403020
7 umsóknir eru um einbýlishúsalóðina Þinghóll 2
Dregið var á milli umsækjenda og úthlutun fékk Auður Gísladóttir.
=== 15.Suðurnesjabær - Möguleigir þéttingarreitir fyrir íbúðarhúsnæði ===
2403036
Möguleigir þéttingareitir fyrir íbúðahúsnæði lagðir fram til skoðunar og umræðu.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Ráðið þakkar tillögunar og felur skipulags- og umhverfissviði að vinna tillögurnar frekar.
Fundi slitið - kl. 18:45.