Suðurnesjabær
Hafnarráð
= Hafnarráð =
Dagskrá
=== 1.Sandgerðishöfn - rekstur og starfsemi ===
2206131
Yfirferð um rekstur og starfsemi Sandgerðishafnar 2024.
Frá áramótum hafa verið góðar gæftir og sjóveður með ágætum, landað hefur verið um 3.600 tonna afla það sem af er ári, sem er 1.200 tonnum meira en á sama tíma 2023.
=== 2.Sandgerðishöfn - flotbryggja ===
2311047
Endurbætur á flotbryggju vegna fjölgunar smábáta í viðlegu, meðal annars vegna báta frá Grindavík.
Framkvæmdum við endurbætur á flotbryggju 3 er lokið. Leitað hefur verið til Vegagerðarinnar um kostnaðarþátttöku.
=== 3.Sandgerðishöfn - pallvog ===
2403069
Gögn vegna pallvogar sem þörf er á að koma upp við hlið bílavogar.
Hafnarráð telur mikilvægt að koma upp pallvog við hlið bílavogar, bæði til hagræðis vegna vigtunar á litlu magni hverju sinni og ekki síður til að minnka álag og slit á bílavog. Kostnaður er áætlaður 1,5 mkr. og samþykkti hafnarráð að leita leiða til að koma upp pallvog.
=== 4.Hafnasamband Íslands hafnasambandsþing ===
2008045
Erindi frá Hafnasambandi Íslands, boðun á hafnasambandsþing á Akureyri 24.-25.október 2024.
Samþykkt að formaður hafnarráðs og hafnarstjóri verði fulltrúar Sandgerðishafnar á hafnasambandsþingi, auk verkefnastjóra sem verði áheyrnarfulltrúi.
Fundi slitið - kl. 17:20.