Dalabyggð

Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 37

26.03.2024 - Slóð - Skjáskot

    **1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024**

|Kominn er nokkur tímarammi fyrir dagskránna, hún hefjist á föstudagskvöldinu og standi fram á miðjan sunnudag. | Grjót sem nýtt hafa verið fyrir keppni Vestfjarðavíkingsins verða lánuð að Eiríksstöðum fyrir eldhátíðina þar. Tónleikar verða í Dalíu á föstudagskvöldinu, MS heldur upp á afmæli sitt á laugardeginum og málþing um Hrein Friðfinnsson listamann á sunnudeginum ásamt ýmsu öðru. Svör eru farin að berast frá félögum og öðrum rekstraraðilum varðandi aðra dagskrárliði og þeim verður raðað inn á dagskránna. M.a. á eftir að finna tíma fyrir erindi Jackson Crawford. 2. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm |Nefndin tekur jákvætt í erindið. Verkefnastjóra falið að hafa milligöngu um nánari upplýsingar um sýninguna, eignarhald og umfang hennar.| |Dagskrárliðir 3 og 4 eru afgreiddir saman þar sem þeir snúa að sama máli, hátíðarhöldum 17. júní 2024.| 3. 2403013 - 17. júní 2024 |Lagt til að ræðumaður og fjallkona verði líkt og fyrri ár en hátíðardagskrá þess utan verði íburðarmeiri í ljósi 30 ára afmæli Dalabyggðar og 80 ára afmælis lýðveldisins.| Hátíðardagskrá verði í Dalabúð, tónlistaratriði og veitingar. Haft verður samband við félög og félagsskap í héraði um þátttöku í dagskránni.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in