Vesturbyggð
Bæjarráð - 980
= Bæjarráð #980 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 26. mars 2024 og hófst hann kl. 12:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Sameiginleg bakvakt í barnavernd á Vestfjörðum ===
Á fundi framkvæmdaráðs velferðarþjónustu Vestfjarða sem haldinn var 19. mars s.l. voru lagðar fram tillögur sviðs- og félagsmálastjóra á Vestfjörðum um sameiginlega bakvakt barnaverndarþjónustu með eftirfarandi bókun:
"Framkvæmdaráð leggur til við aðildarsveitarstjórnir samningsins að þær samþykki tillöguna."
Vísað er til 11. gr. samnings um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem segir m.a. að framkvæmdaráð sé rekstrarráð velferðarþjónustu Vestfjarða og hafi umsagnar- og tillögurétt er varðar rekstur og fjárhag málaflokka sem undir samninginn heyra.
Lagt er til að bæjarráð taki vel í beiðnina og feli sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna bakvaktanna.
Bæjarráð tekur vel í tillöguna og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2024 og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
=== 2. Styktarsjóður EBÍ 2024 ===
Lagt fram bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands, dags. 21. mars 2024, þar sem vakin er athygli á styrktarsjóði EBÍ 2024. Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálaum í aðildarsveitarfélögum.
Bæjarstjóra falið að undirbúa umsókn um styrk.
=== 3. Vesturbyggð - Örútboð á raforku ===
Lagðar fyrir niðurstöður örútboðs á raforku.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðandi í raforkuútboði með fyrirvara um að hæfisskilyrði séu uppfyllt.
=== 4. Umsagnarbeiðni - Breyting á rekstrarleyfi - Flak - verbúðunum við Eyrargötu ===
Lögð fyrir beiðni Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 18.mars sl. um umsögn SogS veitingar um breytingu á rekstrarleyfi.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við breytingu á rekstrarleyfinu. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Kubb ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemina og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.
== Til kynningar ==
=== 5. Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024 ===
Lagðar fram til kynningar 945. og 946. fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.
=== 6. 69. fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, 10. apríl 2024 ===
Lagt fram til kynningar fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga, dags. 11. mars 2024, vegna 69. fjórðungsþings Vestfirðinga að vori, sem haldið verður 10. apríl 2024 á Ísafirði.
=== 7. Til samráðs -Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024-2027 ===
Lagður fram tölvupóstur frá forsætisráðuneytinu dags. 11. mars sl. með ósk um umsögn um drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2024 - 2027
=== 8. Til samráðs - drög að frumvarpi um breytingu á lögum um opinber innkaup ===
Lagður fram tölvupóstur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu dags. 11. mars sl. með ósk um umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um opinber innkaup.
=== 9. Til samráðs -kosningar, kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga ===
Lagður fram tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu dags. 13. mars sl. með ósk um umsögn um kosningar-kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga.
=== 10. Mál nr. 125 um hagkvæmniathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar ===
Lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 15. mars sl. með ósk um umsögn um hagkvæmniathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar.
=== 11. Ákall eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. ===
Lagður fram tölvupóstur frá starfshópi á vegum umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu dags. 20. mars sl. með ákalli eftir sjónarmiðum vegna endurskoðunar laga um verndar- og orkunýtingaráætlun.
=== 12. Sveitarstjórnarkosningar 2024 ===
Sveitarstjórnarkosningarnar hafa verið auglýstar og þar með boðaðar 4. maí n.k. með auglýsingu í Stjórnartíðindum 21. mars sl. Framboðsfrestur er til 12 á hádegi föstudaginn 29. mars n.k.
Enn fremur hefur Þjóðskrá Íslands verið upplýst um boðaða íbúakosningu fyrir heimastjórnir sem haldnar verða sama dag, 4. maí n.k. Reglur um um heimastjórnarkosningar í Sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa verið birtar í B deild Stjórnartíðinda.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00**