Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 244
|Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi sat fundinn undir lið 1 og kynnti jafnframt ársreikning Dalabyggðar 2023.|
**1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023**
|Rekstrartekjur Dalabyggðar á árinu 2023 námu 1.473 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.123 millj. kr.|
Álagningarhlutfall útsvars var 14,74% sem er lögbundið hámark. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,50% í A-flokk sem er lögbundið hámark, í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,50% en lögbundið hámark þess er 1,32%. Sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25% umfram framangreind hámörk.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 107 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 48 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2023 nam 1.017 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 921 millj. kr.
Ársreikningi vísað til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Til máls tók: Björn Bjarki.
[Dalabyggð Samstæða 2023_15.3.2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pqhbzynXAUmhGyGHgp4tvQ&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
[Dalabyggð sundurliðunarbók 2023.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=0LVmYIo9FkmpDZGfChaUzA&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**2. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti**
|Samþykkt samhljóða|
**3. 2208004 - Vegamál**
|Garðar bar upp svohljóðandi tillögu að bókun:|
Það má með sanni segja að það ríki neyðarástand í vegamálum í Dalabyggð. Staðan er þannig að það er sama í hvaða átt ekið er út úr Búðardal þessa dagana að það er ófremdarástand á nánast öllum leiðum. Okkur í Dalabyggð hefur orðið tíðrætt um Skógarströnd og Laxárdalsheiði og einnig vakið athygli á viðhaldsþörf á þjóðvegi 60 en nú er það hann, þjóðvegur 60, Vestfjarðarvegur, sem er í raun hruninn sem er ógnvænleg staða því þessi vegur, þessi leið, er í raun lífæð til okkar inn í Dali, inn á Vestfirði og Strandir.
Okkar mat er að nú þurfi að vinna markvisst af hálfu vegamálayfirvalda og ekki duga einhverjir „plástrar“ til að redda málum, það er neyðarástand og við því þarf að bregðast. Rétt er einnig að nefna, að fenginni reynslu og eftir samskipti undanfarið, að þessi staða má alls ekki verða til þess að aðrar nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir frestist vegna þess að áætlaðir fjármunir í þau færist í þjóðveg 60. Þetta má ekki verða annað en sérstakt átaksverkefni, umferð um þjóðveg 60 er alltaf að aukast og auk heimafólks og ferðamanna þá er þessi vegur afar dýrmæt lífæð fyrir verðmætan flutning afurða af Vestfjörðum.
Sveitarstjórn Dalabyggðar minnir enn og aftur á skýrslu með tillögum að forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð sem atvinnumálanefnd Dalabyggðar vann á árinu 2023 og sveitarstjórn Dalabyggðar staðfesti í kjölfarið.
Að endingu skorum við á alþingismenn kjördæmisins alla að leggjast með okkur á árarnar. Það er óásættanlegt að m.v. fyrirliggjandi drög að samgönguáætlun sé jafn lágu fjármagni skammtað inn á Vesturland og raun ber vitni. Þið eigið leik ágætu alþingismenn og nú er tækifæri til að sanna mikilvægi þess að landsbyggðarkjördæmi eigi öfluga talsmenn við það borð sem um ræðir !
Samþykkt samhljóða
[vg_slitlag1..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=29eQX9rSkm7IKQLO0sypg&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
[vg_slitlag2..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=N4OATgRDYEyZnqu_yDEuOQ&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
[vg_slitlag3..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=cEXEss8tzUm9QxhIjS1ZXQ&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
[stada_vega_12032024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=EoSrUZbnPE4j1FSEeDzjw&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
[stada_vega_10032024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=B_97MGKu9UumSvuP3Wk_Q&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
[frett_vef_vegagerdar_09032024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=RgITCJCy8UeNYSPHGW9Z7g&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
|Til máls tók Garðar.|
**4. 2402022 - Stefnumótun um landbúnað og fæðuöryggi**
|Oddviti bar upp svohljóðandi tillögu:|
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga að hefja sem fyrst vinnu við stefnumótun Sambandins um landbúnað, fæðuöryggi með áherslu á sjálfbæra landnýtingu og flokkun landbúnaðarlands sbr. undirmarkmið í kafla um byggðamál, atvinnu og innviði í Stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2022-2026. Í sveitarstjórnum víða um land situr fólk sem getur komið að liði í þeirri vinnu sem ráðast þarf í vegum Sambandins í þessu verkefni.
Samþykkt samhljóða
|Til máls tók Eyjólfur|
**5. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga**
|Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða|
[Brekkuskógur Samningur landgræðsluskógur, yfirferð 15022024 Db..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=28BzHwnKgkSWJo4Xn5cSXg&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**6. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
|Sveitarstjórn samþykkir tillögu að erindisbréfi samhljóða.|
Oddviti gerði að tillögu að Ingibjörg Þóranna Steinudóttir verði fulltrúi sveitarstjórnar í starfshópnum og muni jafnframt gegna hlutverki formanns hópsins.
Samþykkt samljóða.
[Erindisbref starfshops ithrotta aeskulyds tomstunda 2024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=uBh1x8unDEuRrYgVe6SD3A&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**7. 2403018 - Framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur**
|Til máls tók: Guðlaug.|
Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
**8. 2312007 - Breyting á aðalskipulagi í Ólafsdal - skipulagslýsing**
|Til máls tók: Guðlaug.|
Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
**9. 2403020 - Breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu**
|Til máls tók: Guðlaug.|
Bókun nefndar samþykkt samhljóða.
**10. 2401030 - Upplýsingar um yfirkjörstjórn og fundir kjörstjórnar 2024**
|Samþykkt samhljóða.|
**11. 2402002F - Byggðarráð Dalabyggðar - 319**
|Samþykkt samhljóða.|
**11.1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023**
Byggðarráð tekur ársreikning til afgreiðslu 18. mars og stefnt að því að hann fari í framhaldi fyrir sveitarstjórn 19. mars.
**11.2. 2210026 - Uppbygging - uppbygging atvinnuhúsnæðis í Búðardal og möguleg uppbygging húsnæðis viðbragðsaðila**
**11.3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027**
Útboðsgögn eru í undirbúningi og stefnt að útboði í mars.
**11.4. 2301067 - Starfsmannamál**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
**11.5. 2402010 - Óbyggðanefnd**
Rætt um störf óbyggðanefndar á svæði 12 "eyjar og sker".
Byggðarráð hvetur landeigendur sem falla innan þess svæðis sem er til vinnslu núna til að gera kröfugerð um sínar eignir.
**11.6. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
**11.7. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
**11.8. 2110034 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu**
**11.9. 2102018 - Fóðuriðjan Ólafsdal ehf.**
**11.10. 2402013 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags**
**11.11. 2402016 - Beiðni um styrktarlínu Breiðfirðingur 2024**
Samþykkt að styrkja útgáfu Breiðfirðings 2024 um styrktarlínu upp á 18.000kr.-
**12. 2402004F - Byggðarráð Dalabyggðar - 320**
|Samþykkt samhljóða.|
**12.1. 2402012 - Ársreikningur Dalabyggðar 2023**
Haraldur fer yfir ársreikning Dalabyggðar fyrir árið 2023.
Byggðarráð þakkar Haraldi fyrir yfirferðina og undirritar ársreikning 2023.
Lagt til að vísa honum til fyrri umræðu í sveitarstjórn Dalabyggðar.
Samþykkt samhljóða.
**12.2. 2208004 - Vegamál**
Byggðarráð ítrekar óskir um beiðni um fund með Umhverfis- og samgöngumálanefnd Alþingis í ljósi þess að enn hafa litlar undirtektir fengist við erindi Dalabyggðar vegna ástands vegakerfis innan sveitarfélagsins og yfir í næstu héruð.
**12.3. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027**
Staða mála kynnt.
**12.4. 2401015 - Sorphirða í Dölum 2024**
Staða mála rædd.
Lagt til að bíða eftir umfjöllun umhverfis- og skipulagsnefndar.
Samþykkt samhljóða.
**12.5. 2403005 - Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskrar sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024**
Staða mála rædd.
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur þegar lýst því yfir að vera reiðubúin að endurskoða gjaldskrár og annað er snýr að barnafjölskyldum en ítrekar nauðsyn þess að sjá hvað kemur út úr samningum við hið opinbera.
Sveitarstjóra falið að vinna minnisblað um aðgerðir Dalabyggðar sem þegar hafa verið framkvæmdar og áhrif þeirra á kjarasamninga.
**12.6. 2403010 - Umsagnarbeiðni, tækifærisleyfi, tímabundið áfengisleyfi**
Sýslumaðurinn á Vesturlandi óskar eftir umsögn um tækifærisleyfi vegna leiksýningar "Blessað barnalán" í Dalabúð 27. mars - 1. apríl.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfis vegna viðburðarins.
**12.7. 2302012 - Matvælastefna landbúnaðarmál**
Sveitarstjóra falið að vinna umsögn ef þurfa þykir og senda inn fyrir hönd Dalabyggðar.
**12.8. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
Sveitarstjóra og verkefnastjóra fjölskyldumála falið að kanna forsendur og þörf talmeinafræðings við Auðarskóla og vinna tillögu sem lögð verði fyrir fræðslunefnd í framhaldinu.
Samþykkt samhljóða.
**12.9. 2403011 - Stjórnendamælaborð sveitarfélaga**
Að svo stöddu telur byggðarráð að Dalabyggð eigi ekki að innleiða Stjórnendamælaborð sveitarfélaga.
Samþykkt samhljóða.
**12.10. 2310014 - Umsókn um lóð Vesturbraut**
Byggðarráð er tilbúið til frekara samtals og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
**12.11. 2403014 - Miðbraut 11**
Sveitarstjóra falið að ræða við fjármálaráðuneytið varðandi húsnæði FSRE að Miðbraut 11.
**12.12. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti**
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og boði til fundar hjá stjórn Dalaveitna ehf.
**12.13. 2204013 - Íþróttamannvirki í Búðardal **
Staða mála rædd.
**12.14. 2403016 - Skólavist utan lögheimilissveitarfélags**
**12.15. 2403021 - Styrkvegir 2024**
Tillaga að umsókn til styrkvega lögð fram.
Samþykkt samhljóða.
**12.16. 2403022 - Umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts**
Sveitarstjóra falið að útbúa umsögn Dalabyggðar vegna breytingar á afgreiðslu Íslandspósts.
**13. 2310004F - Félagsmálanefnd Dalabyggðar - 68**
|Samþykkt samhljóða.|
**13.1. 2402005 - Samráð gegn heimilisofbeldi á Vesturlandi**
Félagsmálanefnd Dalabyggðar fagnar samstarfi sem þessu.
**13.2. 2402006 - Fjárhagsaðstoð 2024**
Reglur um fjárhagsaðstoð ræddar en þær eru síðan 2010. Samþykkt að fela Jónu Björgu að koma tillögu að uppfærðum reglum um fjárhagsaðstoð Dalabyggðar á næsta fund félagsmálanefndar Dalabyggðar.
**13.3. 2402007 - Félagsmál 2024**
Verkstjóri heimaþjónustu fór yfir þjónustuna á árinu 2023 og lagði fram yfirlit.
Rætt um reglur um félagslega heimaþjónustu í Dalabyggð sem eru síðan 2017. Samþykkt að hefja endurskoðun þeirra og þeim Jónu Björgu og Sigríði falið að yfirfara þær fyrir næsta fund félagsmálanefndar. Einnig var rætt um þörf á að endurskoða eyðublöð tengd málaflokknum og var þeim Jónu Björgu og Sigríði falið að endurskoða framsetningu þeirra einnig.
**14. 2401005F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 45**
|Til máls tók: Garðar.|
Samþykkt samhljóða.
**14.1. 2402019 - Ferðaþjónusta í Dalabyggð 2024**
Rætt um markaðsverkefni sem eru í gangi og komandi sumar. Stefnt að samhristingi ferðaþjóna með vorinu.
Broadstone verkefnið er hafið og fyrstu upptökur í gangi, handbók ferðaþjóna fer í dreifingu í mars (eftir yfirlestur).
**14.2. 2401038 - Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi - skýrsla**
Atvinnumálanefnd leggur drög að forgangsröðun vegna farsímasambands í Dalabyggð.
Nefndin þakkar Þorsteini fyrir komuna.
**14.3. 2402009 - Þróunarverkefni í Dalabyggð 2024**
Staða verkefna rædd.
**14.4. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024**
Lagt fram til kynningar.
**15. 2402007F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 128**
|Til máls tók: Ingibjörg.|
Samþykkt samhljóða.
**15.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
Skólastjóri fer yfir dagskrá skólaársins og tillögur að breytingum.
M.a. rætt um fyrirkomulag skíðaferðar.
Miðað við óbreytta stöðu verður fækkun í grunnskóla næsta skólaár.
Unnið er að skipulagi stoðþjónustu og farsældar fyrir börn, m.a. hafa verið sett á stofn lausnateymi.
Skólapúlsinn - starfsmenn á dagskrá núna og foreldrar næsta ár.
Munum þurfa að auglýsa eftir starfsfólki á bæði leikskóla- og grunnskóladeild skólans.
Foreldrahús kemur með fyrirlestur 12. mars.
Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að gert verði ráð fyrir stöðu talmeinafræðings í fjárhagsáætlun/viðauka fyrir starfsemi Auðarskóla. Tillaga nefndarinnar er að fenginn verði talmeinafræðingur í 100% stöðu við skólann frá og með haustinu 2024.
**15.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
Skólareglur Auðarskóla eru í rýniferli hjá starfsfólki leikskóladeildar.
Að öll óbreyttu fækkar börnum á leikskóladeild Auðarskóla á næsta ári.
Námsvísar eru að virka vel.
Komið fjármagn frá Slysavarnadeild Dalasýslu til að bæta leikskólalóð, verður farið í það með vorinu.
**15.3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að erindisbréfi.
Nefndin tilnefnir Guðrúnu B. Blöndal fulltrúa fræðslunefndar í starfshópnum.
**15.4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027**
Vinna við útboðsgögn er á lokametrum í samstarfi við Ríkiskaup og stefnt að því að auglýsing fari í loftið á næstu dögum.
**15.5. 2304010 - Félagsmiðstöðin ungmenna**
Engin umsókn hefur borist vegna auglýsingar enn sem komið er.
**15.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð**
Staðan kynnt.
**15.7. 2401041 - Ungmennaráð 2024**
Fræðslunefnd staðfestir fundargerð ungmennaráðs Dalabyggðar.
**15.8. 2403009 - Erindi vegna námskeiðs um einhverfu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla**
Erindi tekið til umfjöllunar og nefndin sammála um að þörf er á slíkri fræðslu.
Skólastjóra falið að vinna málið áfram.
**16. 2402005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 144**
|Samþykkt samhljóða.|
**16.1. 2308002 - Deiluskipulag í Búðardal 2023**
Þau Björn Guðbrandsson og Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir frá Arkís sátu fundinn undir lið 1. Einnig sat Kristján Ingi Arnarsson fundinn undir lið 1.Lagðar voru fram hugmyndir að deiliskipulagi í norðurhluta Búðardals og ræddar.
**16.2. 2403018 - Framkvæmdaleyfi vegna Steinadalsvegar, Vestfjarðarvegur - Ólafsdalur**
Fyrirhuguð framkvæmd tekur til 7,1 km kafla og liggur um lönd Ólafsdals, Lindarholts, Litla-Holts og Stóra-Holts. Framkvæmdin felur í sér breikkun og styrkingu vegarins, nýlögn ræsa ásamt lögn bundins slitlags. Áætlað er að verkinu ljúki 1. ágúst 2025. Ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 21. apríl 2023 er að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Vegagerðin mun taka efni úr áreyrum Ólafsdalsár og liggur fyrir umsögn Hafrannsóknarstofnunar um efnistökuna þar sem mælt er með efnisflutningum utan hágöngutíma bleikju í júlí og ágúst og ábendingar um verklag m.a. að þess skuli gætt að olíur eða mengandi efni úr vinnuvélum berist ekki út í umhverfið og að takmarka umferð faratækja um farveginn eins og kostur er.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi til veglagningar og efnistöku til hennar, sbr. umsókn og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a) Efnistaka úr áreyrum Ólafsdalsár fylgi verklagi og varúðarráðstöfunum sem fram koma í umsögn Hafrannsóknarstofnunar (fylgiskjali 4 í umsókn).
b) Vandlega verði gengið frá eftir jarðvinnu og efnistöku og leitast við að afmá ummerki.
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara um réttar magntölur.
**16.3. 2312007 - Breyting á aðalskipulagi í Ólafsdal - skipulagslýsing**
Markmið aðalskipulagsbreytingar er að auka svigrúm fyrir gististarfsemi í Ólafsdal með því að breyta núverandi afþreyingar- og ferðamannasvæði AF10 við Ólafsdalsskóla í verslunar- og þjónustusvæði þar sem gert verði ráð fyrir gististarfsemi fyrir allt að 100 gesti samtímis auk starfsmanna. Á breytingarsvæðinu verður áfram í gildi óbreytt stefna um hverfisvernd, sbr. HV7, sem kveður m.a. á um öll uppbygging skuli vera í sátt við menningarlandslag og stuðla að varðveislu minjaheildar. Fornleifaskráning Ólafsdals hefur verið unnin.
Gerð verður breyting á gildandi deiliskipulaginu fyrir Ólafsdal samþykkt 2017 með þremur síðari breytingum til samræmis við aðalskipulagsbreytinguna.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna til kynningar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsinguna og senda til umsagnar.
**16.4. 2403019 - Skógrækt á Skógum -tilkynning til ákvörðunar um matskyldu**
Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að nægjanlega sé gerð grein fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, líklegum áhrifum á umhverfisþætti og mótvægisaðgerðum í tilkynningu Lands og skógar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum framkvæmda skv. lögum nr. 111/2021 að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka laganna.
**16.5. 2403020 - Breyting á deiliskipulagi Sælingsdalstungu**
Breytingartillagan felst í sameiningu lóða 52-57 í eina lóð ? lóð 52. Á henni má byggja eitt hús allt að 350 fm auk allt að 150 fm aukahús (skemmu, geymslu, gestahús). Byggingarheimild á öðrum frístundahúsalóðum verði allt að 250 fm í stað 145 fm áður. Einnig er gerð breyting á aðkomuvegi inn að frístundabyggðinni ? í stað nýs vegar verði núverandi vegslóði uppbyggður og nýttur sem aðkomuvegur. Umhverfisáhrif breytingartillögu eru metin óveruleg. Færsla aðkomuvegar hefur minna jarðrask í för með sér og fækkun lóða og breytingar á skilmálum eru eru ekki talin hafa umtalsverð áhrif í för með sér.
Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingartillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
**16.6. 2403008 - Umsókn um niðurrif mannvirkja Sámsstaðaland**
Erindið var sent nefndinni milli funda og leitað samþykkis. Húsið var rifið í kjölfar þess samþykkis.
**16.7. 2402018 - Umsókn um flutningsleyfi á frístundahúsi til Lauga 16**
Nefndin leggur til að flutningur verði heimilaður.
**16.8. 2402014 - Umsókn um skráningu nýrrar landeigna í fasteignaskrá**
Nefndin leggur til að erindip verði samþykkt.
**16.9. 2402015 - Umsókn um stöðuleyfi - vindmælingamastur að Engihlíð**
Nefndin samþykkir stöðuleyfi til tveggja ára og felur skipulagsfulltrúa að leita umsagnar flugmálayfirvalda.
**16.10. 2403024 - Umsókn um byggingarleyfi - Gróðurhús**
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara endanlega staðsetningu og samþykki Minjastofnunar.
**16.11. 2403025 - Umsókn um byggingarleyfi - Skemma**
Nefndin samþykkir erindið með fyrirvara endanlega staðsetningu og samþykki Minjastofnunar.
**16.12. 2403012 - Ræktun landgræðsluskóga**
Nefndin leggur til að samningurinn verði samþykktur.
**16.13. 2401015 - Sorphirða og umhverfisdagar 2024**
Nefndin er samþykk tillögunum sem koma fram í minnisblaði um móttöku og flokkun úrgangs og fela sveitarstjóra og umsjónarmanni framkvæmda að útfæra þær áfram. Nefndin samþykkir tillögur um hreinsunarátak.
**17. 2401002F - Stjórn Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns - 70**
|Til máls tók: Þuríður.|
Bókun úr fundargerð:
Í ljósi þess að HVE hefur nú tekið við rekstri Silfurtúns þá leggur stjórn Silfurtúns til við sveitarstjórn Dalabyggðar að hún verði lögð niður hér með og að ef koma upp mál tengd fasteigninni/rekstri/gjafasjóði að þá verði það hlutverk eftirleiðis á herðum byggðarráðs Dalabyggðar. Um leið vill stjórn óska heimilisfólki og starfsmönnum heimilisins farsældar á komandi tímum.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerð samþykkt samhljóða.
**17.1. 2301013 - Málefni Silfurtúns**
Í gjafasjóði heimilisins standa nú kr. 2.279.740,- sem runnið hafa í gjafasjóð heimilisins á undan förnum árum og eru í raun eyrnamerktir til uppbyggingar í þágu heimilismanna. Stjórn Silfurtúns leggur til að þessir fjármunir verði áfram vistaðir í bókum Dalabyggðar, með forræði á höndum byggðarráðs, en tilgangur þeirra áfram skýr þ.e. í þágu heimilismanna á Silfurtúni. Samþykkt að formaður stjórnar upplýsi núverandi stjórnendur Silfurtúns um tilurð þessara fjármuna.
Framlagður til kynningar samningur um húseignina sem HVE leigir nú af Dalabyggð. Unnið er að undirbúningi að umsókn í Framkvæmdasjóð aldraðra vegna endurbóta á árinu.
Í ljósi þess að HVE hefur nú tekið við rekstri Silfurtúns þá leggur stjórn Silfurtúns til við sveitarstjórn Dalabyggðar að hún verði lögð niður hér með og að ef koma upp mál tengd fasteigninni/rekstri/gjafasjóði að þá verði það hlutverk eftirleiðis á herðum byggðarráðs Dalabyggðar. Um leið vill stjórn óska heimilisfólki og starfsmönnum heimilisins farsældar á komandi tímum.
**18. 2403002F - Dalaveitur ehf - 47**
**18.1. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti**
Stjórn Dalaveitna ehf. samþykkir framkomið tilboð og lýsir ánægju með að farið verði í lagningu ljósleiðara í Búðardal og að verklok þar verði á árinu 2025.
Stjórn Dalaveitna ehf. felur sveitarstjóra að undirrita samninginn f.h Dalaveitna ehf.
**20. 2301007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2023**
[Fundur-219..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=9CXj9zowMU2DCeGJucFCnA1&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**21. 2401007 - Fundargerðir Breiðafjarðarnefndar 2024**
[Fundur-220..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ykN4gHAJXUmqBbNVfGqbtQ1&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**22. 2402011 - Fundir Leigufélagið Bríet ehf 2024**
[Fundargerð 9.2.2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=1PxKs4CkNkiE4VoecebjPQ&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**23. 2401005 - Fundargerðir Fjárfestingafélagsins Hvamms 2024**
[Fjárfestingafélagið Hvammur ehf 2024-02-06.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=e7PaBRP5_0qxU4PCfNzZ8Q&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**25. 2401011 - Fundargerðir Sorpurðunar Vesturlands 2024**
[Fundarboð aðalfundar SV 20.mars 2024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=KtbXWQUu00KpaRjrsA0crg&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**26. 2401002 - Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2024**
[179 fundur stjórnar SSV - fundargerð..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=iyzrh6yTI0u6uHawP9V6ug&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**27. 2403002 - Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Tillaga að vísa bréfinu til menningarmálanefndar og að skipulag hátíðarhalda 17. júní taki mið af þessum tímamótum.
Samþykkt samhljóða.
[Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=448oYWO9ESrnLzKjYK31w&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)
**28. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra 2024**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
[Skýrsla sveitarstjóra á fundi 244.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=jo7CcqkLv0yeUReJI5g9AQ1&meetingid=naQY6ZdrGU2qd40iw5hDQ1)