Dalabyggð

Fræðslunefnd Dalabyggðar - 128

11.03.2024 - Slóð - Skjáskot

    **1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**

|Skólastjóri fer yfir dagskrá skólaársins og tillögur að breytingum.| M.a. rætt um fyrirkomulag skíðaferðar. Miðað við óbreytta stöðu verður fækkun í grunnskóla næsta skólaár. Unnið er að skipulagi stoðþjónustu og farsældar fyrir börn, m.a. hafa verið sett á stofn lausnateymi. Skólapúlsinn - starfsmenn á dagskrá núna og foreldrar næsta ár. Munum þurfa að auglýsa eftir starfsfólki á bæði leikskóla- og grunnskóladeild skólans. Foreldrahús kemur með fyrirlestur 12. mars. Fræðslunefnd leggur til við byggðarráð að gert verði ráð fyrir stöðu talmeinafræðings í fjárhagsáætlun/viðauka fyrir starfsemi Auðarskóla. Tillaga nefndarinnar er að fenginn verði talmeinafræðingur í 100% stöðu við skólann frá og með haustinu 2024. 2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024 |Skólareglur Auðarskóla eru í rýniferli hjá starfsfólki leikskóladeildar. | Að öll óbreyttu fækkar börnum á leikskóladeild Auðarskóla á næsta ári. Námsvísar eru að virka vel. Komið fjármagn frá Slysavarnadeild Dalasýslu til að bæta leikskólalóð, verður farið í það með vorinu. 3. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024 |Nefndin gerir ekki athugasemd við drög að erindisbréfi. | Nefndin tilnefnir Guðrúnu B. Blöndal fulltrúa fræðslunefndar í starfshópnum. [Erindisbrefstarfshopsithrottaaeskulydstomstunda2024.pdf]( displaydocument.aspx? itemid=uBh1x8unDEuRrYgVe6SD3A&meetingid=KtZtXrSxJ0S7jYzCubxvA1) 4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027 |Vinna við útboðsgögn er á lokametrum í samstarfi við Ríkiskaup og stefnt að því að auglýsing fari í loftið á næstu dögum.| |Jón Egill Jónsson situr fundinn undir dagskrárliðum 5, 6, og 7.| 5. 2304010 - Félagsmiðstöðin ungmenna |Engin umsókn hefur borist vegna auglýsingar enn sem komið er.| |Jón Egill Jónsson situr fundinn undir dagskrárliðum 5, 6, og 7.| 6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð |Staðan kynnt.| |Jón Egill Jónsson situr fundinn undir dagskrárliðum 5, 6, og 7.| 7. 2401041 - Ungmennaráð 2024 |Fræðslunefnd staðfestir fundargerð ungmennaráðs Dalabyggðar.| [1. fundargerð 2024 staðfest í tölvupósti.pdf]( displaydocument.aspx? itemid=pEBVJKB2x0GxoyRBybgpkw&meetingid=KtZtXrSxJ0S7jYzCubx_vA1) 8. 2403009 - Erindi vegna námskeiðs um einhverfu fyrir nemendur og starfsfólk Auðarskóla |Erindi tekið til umfjöllunar og nefndin sammála um að þörf er á slíkri fræðslu.| Skólastjóra falið að vinna málið áfram.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in