Vesturbyggð
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 5
= Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #5 =
Fundur haldinn í fjarfundi, 4. mars 2024 og hófst hann kl. 12:30
====== Nefndarmenn ======
- Guðrún Eggertsdóttir (GE) aðalmaður
- Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
- Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
- Jón Árnason (JÁ) formaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) varaformaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) embættismaður
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) embættismaður
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) embættismaður
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar
== Almenn erindi ==
=== 1. Samþykktir sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar ===
Lagðar fyrir til seinni umræðu samþykktir sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykkir samþykktir sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar og felur Gerði Björk Sveinsdóttur verkefnastjóra um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að senda til innviðaráðuneytisins ásamt frekari gögnum í samræmi við fundargerð þessa, til staðfestingar.
=== 2. Samantekt yfir samþykktir, reglur og gjaldskrár ===
Lögð fyrir saman tekt um samþykktir, reglur og gjaldskrár Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps felur Gerði Björk Sveinsdóttur verkefnastjóra um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að senda til innviðaráðuneytisins samantekt um samþykktir, reglur og gjaldskrár sveitarfélaganna ásamt frekari gögnum í samræmi við fundargerð þessa. Undirbúningsstjórn mun vinna málið áfram og senda endanlegt skjal til vinnslu nýrrar sveitarstjórnar í framhaldi af sveitarstjórnarkosningum
=== 3. Reglur um kosningu í heimastjórn ===
Lögð fyrir drög að reglum um kosningu í heimastjórn.
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps staðfestir reglurnar með áorðnum breytingum og felur Gerði Björk Sveinsdóttur verkefnastjóra um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að senda til innviðaráðuneytisins ásamt frekari gögnum í samræmi við fundargerð þessa, til staðfestingar.
Vísað áfram til bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps til staðfestingar
=== 4. Erindi til innviðaráðuneytis þar sem óskað er eftir staðfestingu sameiningar ===
Lögð fyrir drög að bréfi til innviðaráðuneytisins þar sem óskað er eftir staðfestingu sameiningar.
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps felur Gerði Björk Sveinsdóttur verkefnastjóra um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar að senda bréfið til innviðaráðuneytisins ásamt viðeigandi gögnum í samræmi við fundargerð þessa.
=== 5. Nafn á nýtt sveitarfélag ===
Lagar fyrir tillögur að nafni á sameinað sveitarfélag Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps ásamt samantekt á rökum og minnisblaði menningar- og ferðamálafulltrúa sem hélt utanum um tillögurnar.
Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps samþykkir að senda innsendar tillögur til örnefnanefndar til umsagnar og munu þær umsagnir liggja fyrir, fyrir nýja sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20**