Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 372
= Bæjarstjórn #372 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 9. júní 2022 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Einar Helgason (EH) varamaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
====== Hljóðupptaka ======
== Almenn erindi ==
=== 1. Stjórnskipan Vesturbyggðar - skipan í ráð og nefndir 2022 ===
Lögð fram tillaga um að Jón Árnason skipi stöðu forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Samþykkt samhljóða
Jón tók við stjórn fundarins sem forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
Fyrir liggur tillaga um að Þórkatla Soffía Ólafsdóttir og Jón Árnason verði skipuð fulltrúar Nýrrar Sýnar í bæjarráði, Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir og Friðbjörn Steinar Ottósson sem varafulltrúa. Þá liggur fyrir tillaga um að fulltrúi D-lista og óháðra í bæjarráði verði Anna Vilborg Rúnarsdóttir og Guðrún Eggertsdóttir sem varafulltrúi.
Forseti leggur til að Þórkatla Soffía Ólafsdóttir skipi stöðu formanns bæjarráðs Vesturbyggðar og Jón Árnason varaformann bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða
Forseti tilnefnir Friðbjörn Steinar Ottósson sem fyrsta varaforseti bæjarstjórnar og D-listi og óháðir tilnefna Ásgeir Sveinsson sem annan varaforseta.
Samþykkt samhljóða
Fyrir liggur tillaga um að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla skv. 32. gr. samþykkta um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022 til að skipa í ráð og nefndir Vesturbyggðar.
Samþykkt samhljóða.
=== 2. Landsþing og landsþingsfulltrúar 2022 ===
Lagt fram erindi dags. 6. maí 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna landsþings sambandsins sem haldið verður á Akureyri dagana 28. - 30. september 2022.
Til máls tóku: Forseti
Lögð fram tillaga um að fulltrúar á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga verði:
Þórkatla Soffía Ólafsdóttir
Anna Vilborg Rúnarsdóttir
og til vara
Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir
Guðrún Eggertsdóttir
Samþykkt samhljóða
=== 3. Ráðning bæjarstjóra ===
Forseti leggur fram tillögu um að núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu bæjarstjóra. Bæjarstjórn felur bæjarráði umboð til að ganga frá ráðningu bæjarstjóra og staðfesta ráðningasamning í samræmi við 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022.
Til máls tók: Forseti
Samþykkt samhljóða.
=== 4. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2022 ===
Forseti lagði fram tillögu um sumarleyfi bæjarstjórnar 2022. Með vísan til 3. mgr. 8. gr. og 4. mgr. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbyggðar nr. 558/2022, er lagt til að sumarfrí bæjarstjórnar verði frá 10. júní til og með 16. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð Vestubyggðar heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Vesturbygðar. Næsti fundar bæjarstjórnar er 17. ágúst nk.
Til máls tóku: Forseti og ÁS.
Samþykkt samhljóða.
== Til kynningar ==
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 372. fundar fimmtudaginn 9. júní kl. 17:00. Fundurinn fór fram í Brellum, fundarsal bæjarstjórnar í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Patreksfirði. Ásgeir Sveinsson setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki. Guðrún Eggertsdóttir boðaði forföll, í hennar stað situr fundinn Maggý Hjördís Keransdóttir. Friðbjörn Steinar Ottósson boðaði forföll, í hans stað situr fundinn Einar Helgason.
Forseti bar undir fundinn að tekið verði fyrir afbrigði á dagskrá, bætt verði við dagskrá lið nr. 4 - Sumarleyfi bæjarstjórnar. Dagskrárliður nr. 4 í auglýstri dagskrá verður nr. 5.
Samþykkt samhljóða.