Garðabær
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 4
|
|
|
|**1. 2403196 - Lambhagi 17 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja byggingarleyfisumsókn. Óskað er eftir því að heimila stækkun á bílskúr fram um 2 m ásamt því að gera mænisþak ofan á bílageymslu sem í dag er með flötu þaki.
|
Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi í Lambhaga er umsókninni vísað til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
Grenndarkynna skal íbúum að Lambhaga 11,12,13,16 og 18.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
|
|
|
|
|
|**2. 2206092 - Höfðabraut - Númer húsa**
|Lögð fram tillaga að breytingu á heitum og númerum húsa meðfram Höfðabraut á Álftanesi. Óskað var eftir umsögnum frá Húsnæðis- og mannvirkastofnun og frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Eftirfarandi stofnanir gerðu ekki athugasemd við tillöguna
|
Til einföldunar gerir tillagan ráð fyrir einu götuheiti frá gatnamótum við Suðurnesveg að Hliði og gert er ráð fyrir að gatan verði kennd við Hlið sem er við enda hennar; Hliðsvegur.
Kynna skal eigendum viðkomandi lóða tillöguna og gefa þeim færi á að gera athugasemdir.
|
|
|
|
|
|**3. 2403398 - Kjarrprýði 4 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús að Kjarrprýði 4.
|
Uppdrættir eru ekki í samræmi við ákvæði deiliskipulags. Hæðasetningar lands innan lóða skal laga að náttúrulegu landslagi eins og frekast er unnt og einnig skal hæð lóða við lóðarmörk, að opnum svæðum, falla að náttúrulegu landslagi.
Vísað til umfjöllunar í skipulagsnefnd.
|
|
|
|
|
|**4. 2401388 - Lækjarfit 6 - breyting á byggingarreit - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hraunsholts eystra sem nær til einbýlishúslóðarinnar Lækjarfit 6 að lokinni grenndarkynningu.
|
Gert er ráð fyrir að byggingareitur stækki til suðurs um 1,4 m, að lóð nr.8.
Engar athugasemdir bárust.
Tillagan skoðast því samþykkt í samræmi við 3.ml. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
|
|
|
|
|
|**5. 2404209 - Hörgslundur 8 - Fyrirspurn um samþykkta notkun fasteignar**
|Lögð fram fyrirspurn heilbrigðiseftirlits vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir nuddstofu í einbýlishúsinu að Hörgslundi 8. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við rekstur nuddstofu þar sem að ekki er líklegt er að sú starfsemi kalli umferð sem geti valdið óþægindum í íbúðarbyggð sbr. gr.5.3.2.8. í skipulagsreglugerð nr.90/2013.
|
|
|
|
|
|
|**6. 2306581 - Blikanes 27 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem gera ráð fyrir breytingum á einbýlishúsinu Blikanes 27. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
|
|
|
|
|
|
|**7. 2403297 - Blikanes 11 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Blikanes 11. Í umsókn er óskað eftir því að klæða húsið að utan og að breyta hluta af tvöföldum bílskúr í ljósmyndaherbergi.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti þar sem ákvæði aðalskipulags Arnarness kveður á um að á lóðum einbýlishúsa skal gera ráð fyrir bílageymslu fyrir einn eða tvo bíla.
|
|
|
|
|
|**8. 2402112 - Engimýri 6 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingar á einbýlishúsinu að Engimýri 6. M.a. er sótt um að fá leyfi fyrir þegar byggðum kjallara undir húsinu sem ætlað er að nýtist sem vinnuaðstaða og geymslur. Þar sem að deiliskipulag Hofsstaðamýrar telst ekki í gildi var fyrirhuguð framkvæmd grenndarkynnt íbúum Engimýri 3,4,5,7 8 og 10. til og með 23. apríl í samræmi 44.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Engar athugasemdir bárust.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við grenndarkynnt gögn.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**9. 2403256 - Smiðsbúð 7 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna tímabundins stöðuleyfis fyrir sýningarhúsi sem mun standa við hliðina á húsinu sem komið er og leyfi var veitt fyrir. Einnig er sótt um framlengingu á tímabundnu byggingarleyfi fyrir það hús sem fyrir er.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis fyrir tímabundna staðsetningu sýningarhúss innan byggingarreits en tryggja þarf að kröfum um brunavarnir vegna aðliggjandi húsa séu uppfylltar.
|
|
|
|
|
|**10. 2403295 - Skerpluholt 11 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um það hvort heimilað yrði að breyta hæðarkótum íbúðarhúss að Skerpluholti 11.
|
Með vísan í umsögn gatnahönnuðar (Eflu) telur skipulagsstjóri að til greina komi að samþykkja að hæðarkóti lóðarinnar verði hækkaður um 40-50 cm. Í umsögn kemur fram að hækkun gólfkóta á húsin númer 11 hefi áhrif á lóð númer 13 og að æskilegt sé að gólfkóti þeirrar lóðar verði einnig hækkaður.
Lóðarhafa bent á að leita samráðs við lóðarhafa lóðar númer 13 og sækja síðan um deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir breytingu á hæðarkóta húsanna.
|
|
|
|
|
|**11. 2404037 - Skerpluholt 7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um staðsetningu smáhýsis utan byggingarreits norðvestanmegin á lóð.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við staðsetningu smáhýsisins á meðan að stærð þess og hæð er í samræmi við ákvæði deiliskipulags og samþykki eigenda Skerpluholts 5 liggur fyrir með skriflegum hætti. Sama gildir um útfærslu skjólveggjar umhverfis heitan pott.
|
|
|
|
|
|**12. 2402397 - Útholt 3 - bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu deiliskipulags Hnoðraholts sem gerir ráð fyrir tilfærslu á bílastæðum innan lóðar að lokinni grenndarkynningu.
|
Engar athugasemdir bárust.
Tillagan skoðast því samþykkt í samræmi við 3.ml. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.20/2017.
|
|
|
|
|
|**13. 2401557 - Útholt 14- Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti enda eru þeir í samræmi við deiliskipulag og breytingu sem hlotið hefur staðfestingu að loknu grenndarkynningarferli.
|
|
|
|
|
|**14. 2109212 - Kinnargata 92 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir fjölbýlishússins Kinnargata 92 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar dags.10.apríl 2024.
|
Heildarbyggingarmagn hússins eru 3.519 m2 en hámarks byggingarmagn er 3.410 m2 samkvæmt deiliskipulagi, þ.e. 109 fermetrar eru umfram heimilað byggingarmagn. Umfram rými er að mestu neðanjarðar og ákveðið var að breyta klæðningu og einangrun sem jók byggingarmagnið.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað umfram byggingarmagn varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**15. 2404301 - Grímsgata 6 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn um útfærslu á bílastæði fjölbýlishússins.
|
Með vísan í afgreiðslu sambærilegra mála um útfærslur á bílastæðum gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 sbr. 3.mgr.sömu greinar hvað útfærslu sem spurt er um varðar.
Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
|
|
|
|
|
|**16. 2404090 - Maríugata 17 - Fyrirspurn**
|Lögð fram fyrirspurn um staðsetningu 8,8 m2 smáhýsi við lóðarmörk að landi Garðabæjar. Fyrir hönd Garðabæjar gerir skipulagsstjóri ekki athugasemd við staðsetningu smáhýsis eins og hún er sett fram á meðfylgjandi teikningu.
|
|
|
|
|
|
|**17. 2102106 - Maríugata 37 - Umsókn um byggingarleyfi**
|Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi vegna lóðarhönnunar við Maríugötu 37.
|
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við lóðaruppdrætti.
|
|
|
|
|
|**18. 2404409 - Dýjagata 18 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn eigenda og framkvæmdaaðila Dýjagötu 18 um staðsetningu byggingarkrana og vinnubúða sem að hluta til eru utan lóðar við snúningsplan í botnlanga götunnar.
|
Skipulagsstjóri heimilar staðsetningu krana og vinnuskúrs utan lóðar fyrir hönd Garðabæjar með því skilyrði að hún verði kynnt eigendum Dýjagötu nr.15.
|
|