Hveragerðisbær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.Bréf frá nefnda og greiningasviði Alþingis frá 19. apríl 2024 ===
2404125
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 2.Bréf frá nefnda og greiningarsviði Alþingis frá 19. apríl 2024 ===
2404124
Í bréfinu óskar umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.
Lagt fram til kynningar.
=== 3.Bréf frá Landskjörstjórn frá 24. apríl 2024 ===
2404129
Í bréfinu eru upplýsingar frá Landkjörstjórn til sveitarfélaga vegna forsetakosninga 1. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 4.Bréf frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga frá 22. apríl 2024 ===
2404127
Með bréfinu er boðað til aukaaðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í Vestmannaeyjum þann 7. júní 2024.
Lagt fram til kynningar.
=== 5.Bréf frá Landskerfi bókasafna hf. frá 15. apríl 2024 ===
2404123
Með bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. þann 7. maí nk.
Bæjarráð samþykkir að forstöðumaður Bókasafns Hveragerðis fari sem fulltrúi Hveragerðisbæjar á aðalfund Landskerfis bókasafna hf.
=== 6.Viðauki við samstarfssamning milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna skólamála ===
2404138
Lagður fram viðauki við samstarfssamning milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna skólamála.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðaukann. Minnihlutinn sat hjá.
=== 7.Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - garðsláttur fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu 2024 ===
2404141
Lagt fram minnisblað forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra er varðar niðurgreiðslu garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu. Í minnisblaðinu er lagt til að breyting verði gerð á niðurgreiðslu í samræmi við hækkað verðlag á garðþjónustu þannig að niðurgreiðsla verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 8000 kr. fyrir hvert skipti.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja hækkun á niðurgreiðslu garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu í samræmi við tillögu í minnisblaði forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra.
=== 8.Verkfundargerð - Breiðamörk frá 3. apríl 2024 ===
2404121
Fundargerðin er staðfest.
=== 9.Verkfundargerð - Grunnskólinn í Hveragerði frá 16. apríl 2024 ===
2404122
Fundargerðin er staðfest.
=== 10.Fundargerð stjórnar Bergrisans frá 18. mars 2024 ===
2404126
Lagt fram til kynningar.
=== 11.Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 19. apríl 2024 ===
2404140
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 08:39.
Getum við bætt efni síðunnar?
Bæjarráð bauð Pétur G. Markan, bæjarstjóra, velkominn til starfa.