Vesturbyggð
Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 64
= Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps #64 =
Fundur haldinn í Svörtuloftum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 3. maí 2022 og hófst hann kl. 16:30
====== Nefndarmenn ======
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Bjarnveig Guðbrandsdóttir (BG) aðalmaður
- Iða Marsibil Jónsdóttir (IMJ) formaður
- Lilja Magnúsdóttir (LM) aðalmaður
- Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) aðalmaður
====== Starfsmenn ======
- Ólafur Þór Ólafsson (ÓÞÓ) sveitarstjóri
- Rebekka Hilmarsdóttir (RH) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Iða Marsibil Jónsdóttir formaður
== Almenn mál ==
=== 1. Samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum ===
Rætt um samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum og bókun sveitarfélaganna 12. apríl sl. vegna umfjöllunar um ferjuna Baldur. Í kjölfarið óskuðu fulltrúar sveitarfélaganna eftir fundi með Vegagerðinni, Samgöngustofu, innviðaráðherra og formanni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Sá fundur fór fram 25. apríl 2022 og voru umræður þar um samgöngu- og vegakerfi á sunnanverðum Vestfjörðum gagnlegar en betur má en duga skal. Vegir á sunnanverðum Vestfjörðum koma illa undan vetri og segja má að þeir séu meira og minna ónýtir. Nauðsynlegt er að brugðist verði við alvarlegri stöðu vega á sunnanverðum Vestfjörðum hið fyrsta. Sveitarfélögin reikna með aðgerðum að hálfu Vegagerðarinnar þó verkefnið virðist vaxa stofnuninni í augum. Sveitarfélögin óska eftir að fá aðgerðaráætlun Vegagerðarinnar um hvernig brugðist verði við þessu alvarlegu ástandi á sunnanverðum Vestfjörðum.
=== 2. Brunavarnir í Vesturbyggð og á Tálknafirði ===
Sveitarstjóri Tálknafjarðahrepps fór yfir stöðuna við undirbúning mögulegrar stofnunar byggðasamlags fyrir brunavarnir á sunnanverðum Vestfjörðum.
=== 3. Almenningssamgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum ===
Rætt var um næstu skref í undirbúningi áframhaldandi reksturs almenningssamgangna á sunnanverðum Vestfjörðum.
=== 4. Framhaldsskólanám á sunnanverðum Vestfjörðum ===
Rætt um stöðu framhaldsskólanáms á sunnanverðum Vestfjörðum. Farið yfir fund framkvæmdastjóra sveitarfélaganna með mennta- og barnamálaráðherra 31. mars 2022 um framtíðarsýn framhaldsskólanáms á sunnanverðum Vestfjörðum.
=== 5. Strandsvæðaskipulag Vestfjarða ===
=== 6. Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2021 ===
Ársreikningur Minjasafns Egils Ólafssonar 2021 lagður fram. Inga Hlín Valdimarsdóttir, forstöðumaður safnsins og Margrét Magnúsdóttir, skoðunarmaður sátu fundinn undir þessum lið og fóru yfir ársreikninginn.
Tap safnsins á árinu 2021 nam 1.044.537 kr. sem skýrist af því að styrkir voru ekki greiddir út fyrr en á árinu 2022. Samkvæmt efnahagsreikningi nema eignir félagsins 22.682.755 kr. og bókfært eigið fé í árslok er 22.339.263 kr.
Nefndin staðfestir ársreikninginn samhljóða.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20**