Vopnafjarðarhreppur
Hreppsráð - 27
== Fundur nr. 27 ==
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
AÓS
Aðalbjörg Ósk SigmundsdóttirNefndarmaður
BA
Bjartur AðalbjörnssonNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirRitari
VOH
Valdimar O. Hermannsson
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, fimmtudaginn 2. maí 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00.
Framlengja þarf yfirdráttarheimild sveitarfélagsins hjá Landsbankanum að upphæð 50 m.kr.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir að framlengja yfirdráttarheimildina. **
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni frá Minjasafninu á Bustarfelli um viðbótar fjárveitingu, eins og síðastliðin tvö ár, að upphæð 1 m.kr. Jafnframt er óskað eftir viðræðum um framtíðarskipulag á rekstri safnsins.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir viðbótar fjárveitingu og vísar viðræðum um framtíðarskipulag reksturs til umsagnar í menningar- og atvinnumálanefnd. Hreppsráð felur einnig formanni hreppsráðs að boða safnstjóra á fund með hreppsráði.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja drög að reglum um netaveiði í sjó fyrir landi Vopnafjarðarhrepps, ásamt minnisblaði frá lögfræðistofunni Magna Lögmenn. Einnig liggur fyrir hvatning frá Fiskistofu og Hafrannsóknarstofnun um tímabundið bann við netaveiðum vegna slæms ástands á bleikjustofni.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir að málið verði unnið áfram og vísar ákvörðun til sveitarstjórnar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur framkvæmdaáætlun frá hestamannafélaginu Glófaxa vegna fyrri samskipta.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir að vísa framkvæmdaáætlun til fjárhagsáætlunarvinnu.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða
Fyrir liggur beiðni frá Snætindur ehf. vegna Saga Kayak um leyfi fyrir kajak ferðum á Nýpslónum til þess að auka fjölbreytni kajak ferða sem boðið verður upp á.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð fagnar framtakinu og aukinni fjölbreytni í afþreyingu í Vopnafjarðarhreppi og samþykkir erindið.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá Rögnvaldi Þorgrímssyni um aðstöðu og staðsetningu fyrir sjálfsafgreiðslu fiskisölu í miðbænum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Hreppsráð vísar erindinu til umsagnar og afgreiðslu í umhverfis- og framkvæmdaráði. **
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Framlengdur umsóknarfrestur um stöðu yfirmanns eignasjóðs og þjónustumiðstöðvar er liðinn og bárust fjórar umsóknir.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Hreppsráð samþykkir að fela verkefnastjóra úrvinnslu umsókna og leita leiðsagnar Attentus mannauður og ráðgjöf ef þörf er á og vísar ráðningu til sveitarstjórnar.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Minnisblað vegna stöðu framkvæmda og fjárfestinga hjá Vopnafjarðarhreppi lagt fram til kynningar. Sara Kolodziejczyk frá Eflu kom inn á fund og fór yfir stöðu gatnagerðar.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 03:31.