Garðabær
Bæjarstjórn Garðabæjar - 7. (940)
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Bæjarstjórn Garðabæjar**
|
|**7. (940). fundur**
|
|
|02.05.2024 kl. 17:00 kom bæjarstjórn Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi. Björg Fenger bæjarfulltrúi. Margrét Bjarnadóttir bæjarfulltrúi. Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi. Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi. Harpa Rós Gísladóttir varabæjarfulltrúi. Bjarni Theódór Bjarnason varabæjarfulltrúi. Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi. Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi. Guðlaugur Kristmundsson varabæjarfulltrúi. Hlynur Elías Bæringsson varabæjarfulltrúi.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2404026F - Fundargerð bæjarráðs frá 23/4 ´24.**
|Fundargerðin sem er 8. tl. er samþykkt samhljóða.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2404035F - Fundargerð bæjarráðs frá 30/4 ´24.**
|Fundargerðin sem er 14. tl. er samþykkt samhljóða.
|
Afgreiðsla mála.
|
|
|2312130 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir, samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 24. apríl 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norðurs sem gerir ráð fyrir uppfærslu deiliskipulagsskilmála ásamt fjölgun íbúða í fjölbýlishúsum norðan Vorbrautar um 13.
|
Tillagan var auglýst 25. janúar 2024 og var frestur til að gera athugasemdir við tillöguna til 8. mars 2024. Athugasemdir við tillöguna voru lagðar fram á fundi skipulagsnefndar 14. mars 2024 og var þeim vísað til úrvinnslu umhverfissviðs og deiliskipulagshöfundar. Svör við athugasemdum liggja fyrir.
Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á tillögunni, þar sem brugðist er við umsögnum og athugasemdum.
-bílastæðum á lóð að Vorbraut 19 verði fjölgað úr 6 í 8.
-að leiðrétt verði villa um breidd byggingarreits á mæliblaði lóðarinnar Vorbraut 7.
-að legu aðkomuramps fyrir bílageymslu á lóðinni Vorbraut 3 verði breytt.
-að fjölgað verði íbúðareiningum á lóðinni Vorbraut 5 um 2, Vorbraut 11 um 1, Vorbraut 15 um 2 og Vorbraut 17 um 1.
-að hámarksbyggingarmagn einbýlishúsa við Skerpluholt verði aukið um 15 fermetra, úr 225 í 240.
-að breytingar verði gerðar á kafla 1.3. í skipulagsgreinargerð sem gerir ráð fyrir því að raðhúsalengjur við Vorbraut í austasta hluta deiliskipulagsvæðis Hnoðraholts norður verði talið til Hnoðraholts suðurs í viðmiðunartöflum rammahluta aðalskipulags fyrir Vífilsstaðaland enda eru þau innan landnotkunarreits Hnoðraholts suður á aðalskipulagsuppdrætti.
-að breidd raðhúslóðanna við Útholt 5-9 verði minnkaðar lítillega.
Samþykkt tillaga skal send Skipulagsstofnun samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og þá skal niðurstaða bæjarstjórnar auglýst, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga." (Mál nr. 2312130)
|
|
|
|
|2402558 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður vegna lóðarinnar við Stekkholt 22.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 24. apríl 2024, sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður, í tilefni af umsókn um breytingu sem nær til einbýlishúsalóðarinnar Stekkholts 22, sem gerir ráð fyrir að byggingarreitur færist til austurs og að byggingarmagn aukist.
|
Grenndarkynna skal eigendum Stekkholts 20, 51 og 53 sem og Vorbrautar 17 og 19. Ennfremur eigendum Þrymsala 18 og 19 og Þrúðsala 16, 17 og 18 í Kópavogi." (Mál nr. 2402558)
|
|
|
|
|2311113 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu að deiliskipulagi fyrir Hæðarhverfi.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 24. apríl 2024, að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga deiliskipulag Hæðahverfis.
|
Tillagan var kynnt á íbúafundi sem haldinn var 11. mars 2024.
Gerð hefur verið sú breyting frá forkynntri tillögu að raðhúsalóðin Blómahæð 7 stækkar að göngustíg.
Lagt er til að í grein 3.1. í greinargerð verði bætt við eftirfarandi setningu:
"Á lóðinni er gert ráð fyrir leikskóla. Fjöldi barna eða deilda takmarkast við það byggingarmagn og fjölda bílastæða sem heimiluð eru á lóðinni." í grein 3.1. í greinargerð verði bætt við eftirfarandi setningu: „Á lóðinni er gert ráð fyrir leikskóla. Fjöldi barna eða deilda takmarkast við það byggingarmagn og fjölda bílastæða sem heimiluð eru á lóðinni." (Mál nr. 2311113)
|
|
|
|
|2403405 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna deiliskipulags Deildar og Landakots á Álftanesi varðandi dælustöð fráveitu.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 24. apríl 2024, að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að deiliskipulagi Deildar og Landakots á Álftanesi sem gerir ráð fyrir lóð og byggingarreit vegna fráveitumannvirkja í samræmi við ákvæði aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030.
|
Í tillögunni er gert ráð fyrir 785 m2 lóð. Innan byggingarreits er heimilt að reisa dælistöð fyrir skólp með þeim tækjabúnaði sem stöðin krefst í samræmi við reglugerð um fráveitu og skólp nr. 789/1999. Til bráðarbirgða verði heimilt að reisa mannvirki, s.s. gám fyrir grófhreinsun á skólpi sem í dag rennur óhreinsað út í sjó við Hrakhólma.
Heildarbyggingarmagn lóðar er allt að 100 m2 að grunnfleti og hámarkshæð fyrir bráðabirgðar mannvirki er allt að 3 metrar (22 feta gámur).
Til frambúðar er gert ráð fyrir niðurgrafinni dælustöð, allt að einn meter að hæð þaðan sem skólpi verður dælt til varanlegrar hreinsistöðvar sem verður á öðrum stað.
Við framkvæmdir skal þess gætt að jarðrask verði sem allra minnst og frágangur á yfirboði falli sem best að landslagi.
Kynna skal tillöguna sérstaklega fyrir eigendum aðliggjandi húsa við Hólmatún." (Mál nr. 2403405)
|
|
|
|
|2208311 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag athafnahverfis í Búðum.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 24. apríl 2024, að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga deiliskipulag athafnahverfis í búðum.
|
Tillagan var kynnt á íbúafundi sem haldinn var 11. mars 2024.
Ákvæði er varðar skilti hefur verið breytt lítillega vegna umsagnar Heilbrigðiseftirlits." (Mál nr. 2208311)
|
|
|
|
|2208310 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi deiliskipulag íbúðahverfis í Bæjargili.
|
|
|
|"Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar frá fundi 24. apríl 2024, að auglýsa samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga deiliskipulag Bæjargils.
|
Tillagan var kynnt á íbúafundi sem haldinn var 11. mars 2024." (Mál nr. 2208310)
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2402028F - Fundargerð stjórnar Hönnunarsafns Íslands frá 15/3 ´24**
|Almar Guðmundsson ræddi 2.tl. - leka skólps í varðveislurými 13. febrúar 2024.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 2.tl. - leka skólps í varðveislurými 13. febrúar 2024.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2404034F - Fundargerð leikskólanefndar frá 29/4 ´24.**
|Margrét Bjarnadóttir ræddi 11.tl. - lykiltölur í leikskólastarfi, stöðu innritunar apríl 2024 og 1.-10.tl., þróunarsjóð leikskóla - umsóknir.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 11.tl. - lykiltölur í leikskólastarfi, stöðu innritunar apríl 2024 og 1.-10.tl., þróunarsjóð leikskóla - umsóknir.
Almar Guðmundsson ræddi 11.tl. - lykiltölur í leikskólastarfi, stöðu innritunar apríl 2024 og 1.-10.tl., þróunarsjóð leikskóla, umsóknir.
Guðlaugur Kristmundsson ræddi 11.tl. stöðu innritunar í leikskóla og 1.-10.tl., þróunarsjóð leikskóla, umsóknir.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2404029F - Fundargerð menningar- og safnanefndar frá 22/4 ´24. **
|Björg Fenger ræddi 1.tl., hvatningarsjóð ungra listamanna og hönnuða 2024, 3.tl. Jazzþorpið í Garðabæ, 4.tl. Barnamenningarhátíð í Garðabæ 2024 OG 5.tl. samstarfssamning við Grósku.
|
Harpa Rós Gísladóttir ræddi vorsýningu Jónshúss.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2404027F - Fundargerð skipulagsnefndar frá 24/4 ´24.**
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2404021F - Fundargerð velferðarráðs frá 17/4 ´24. **
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2024-2026 og 2.tl. tillögur að auknum náms- og starfstækifærum fyrir fatlað fólk.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir ræddi 1.tl., jafnréttisáætlun Garðabæjar 2024-2026.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2401141 - Fundargerð heilbrigðisnefndar frá 29/4 ´24. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2401136 - Fundargerðir stjórnar SSH frá 8/4 og 22/4 ´24. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2401139 - Fundargerð eigendafundar Sorpu bs. frá 8/4 ´24. **
|Gunnar Valur Gíslason ræddi 1.tl., heildarlausn í úrgangsmálum - brennslu.
|
Hlynur Bæringsson ræddi 1.tl., heildarlausn í úrgangsmálum - brennslu.
Almar Guðmundsson ræddi 3.tl., frumniðurstöður ESA um undanþágur á greiðslu tekjuskatts byggðasamlaga.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2401137 - Fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 12/4 ´24.**
|Björg Fenger ræddi 2.tl., Græna stíginn.
|
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2401135 - Fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15/3 ´24. **
|Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2401134 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 5/4 ´24. **
|Hrannar Bragi Eyjólfsson ræddi 1.tl., ársreikning Strætó og endurskoðunarskýrslu árið 2023, 2.tl. staðgreiðslu fargjalda, 3.tl. lífeyrissjóðsmálin, 4.tl., fargjaldatekjur og 5.tl., útgjöld á akstri.
|
Guðlaugur Kristmundsson ræddi málefni Strætó.
Fundargerðin er lögð fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**14. 2308538 - Ársreikningur Garðabæjar 2023 - seinni umræða**
|Almar Guðmundsson fjallaði um helstu niðurstöður reikningsins og gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á ársreikningi frá fyrri umræðu í bæjarstjórn og vísaði til minnisblaðs Enor frá 30. apríl 2024.
|
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls og ræddi ársreikning Garðabæjar 2023.
Gulaugur Kristmundsson ræddi ársreikning Garðabæjar 2023 og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bókun Viðreisnar við ársreikning Garðabæjar 2023
Sjálfbær og ábyrgur rekstur er undirstaða þess að Garðabær skipi sér áfram til framtíðar með góða þjónustu fyrir nærsamfélagið. Samstæðureikningur Garðabæjar fyrir árið 2023 sýnir jákvæða niðurstöðu, en á sama tíma er aðalsjóður Garðabæjarins rekinn með óásættanlegum halla. Það er ekki sjálfbær staða til framtíðar og verkefni sem við verðum í fjárhagsáætlanagerð haustsins að finna lausnir á. Viðreisn er tilbúin til þeirrar vinnu.
Garðabær er í vexti og er eitt þeirra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem er í mestum kostum til þess að vaxa mikið. Hallarekstur aðalsjóðs bæjarins og hátt vaxtastig krónunnar eru dragbítar á vexti okkar og munu hafa áhrif á fjárhagsstöðu okkar til framtíðar. Bæjarstjórn Garðabæjar verður að vera tilbúin til þess að taka ákvarðanir til þess að tryggja hallalausan rekstur aðalssjóðs sem er grundvallarforsenda fyrir sterkri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins í því vaxtarskeiði sem heldur áfram á næstu misserum og árum. Viðreisn er tilbúin til þess að taka slíkar ákvarðanir."
Björg Fenger tók til máls og ræddi ársreikning Garðabæjar, þakkaði starfsólki Garðabæjar fyrir vinnu við ársreikninginn og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2023 staðfestir enn sem fyrr sterka fjárhagsstöðu bæjarsjóðs. Rekstraráætlun ársins stóðst með ágætum og frávik í stærstu útgjaldaliðum voru lág. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 1.642 milljónir króna sem verður að teljast gott miðað við óvenju óhagstæðar ytri aðstæður, viðvarandi verðbólgu og háa vexti sem þyngdi rekstur og jók fjármagnsgjöld sveitarfélaganna verulega á síðastliðnu ári.
Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum A-hluta á árinu 2023 nam 7.547 milljónum króna, þar af vó uppbygging skóla og íþróttamannvirkja í bænum langþyngst, um 6.070 milljónum króna eða 80% af öllum fjárfestingum A-hluta bæjarsjóðs. Þrátt fyrir gríðarmiklar fjárfestingar ársins helst skuldaviðmið samstæðu bæjarsjóðs áfram hóflegt eða 96% en hámarksheimild sveitarfélaga er 150% samkvæmt reglum um fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga. Það er afar mikilvægt að miklar tekjur bæjarins af sölu byggingarréttar séu áfram nýttar til framkvæmda og uppbyggingar innviða sem stuðla að markvissri menntun barnanna okkar og farsæld þeirra í öllu skóla- og tómstundastarfi. Um þá mikilvægu hagsmuni Garðabæjar þurfum við bæjarfulltrúar ávallt að standa vörð.
Myndarleg uppbygging samgönguinnviða í nýjum hverfum setur svip sinn á ársreikninginn. Annað árið í röð var framkvæmdarkostnaður vegna nýrra gatna, gangstétta, stíga og götulýsingar mun meiri en nam tekjum af gatnagerðargjöldum. Þegar gatnagerðargjöld verða innheimt á þessum nýju uppbyggingarsvæðum mun það hafa jákvæð áhrif á skammtímaskuldir og skuldastöðu bæjarsjóðs.
Ábyrgur rekstur bæjarsjóðs með vellíðan og lífsgæði bæjarbúa að leiðarljósi endurspeglar áherslur bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Við teljum mikilvægt að tryggja öryggi, festu og skilvirkni í rekstri bæjarins, álögum í Garðabæ sé haldið sem lægstum meðal stærstu sveitarfélaga landsins og þjónustukannanir staðfesti áfram mikla ánægju íbúa með þjónustu bæjarins."
Hlynur Bæringsson tók til máls og ræddi ársreikning Garðabæjar 2023.
Gunnar Valur Gíslason tók til máls og ræddi ársreikning Garðabæjar 2023.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls að nýju og lagði fram eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans þakka starfsfólki Garðabæjar fyrir vinnu við ársreikning og fyrir gott samtal og útskýringar í kjölfar fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Rekstrarniðurstaða 2023 er jákvæð, sala á byggingarrétti umtalsverð og ánægjulegt er að sjá bæði áframhaldandi fjölgun íbúa í Garðabæ og hærri tekjur á hvern íbúa en gert var ráð fyrir.
Af ársreikningi er þó ljóst að A-hluti bæjarsjóðs var á árinu 2023 rekinn með ósjálfbærum hætti, þar sem 4,5 milljarða tekjur af byggingarrétti dugðu aðeins til að skila rekstrarafgangi upp á 1,1 milljarð í A-hluta og veltufé frá rekstri var þrátt fyrir þessar miklu tekjur neikvætt um 189 milljónir. Samhliða hækka skuldir og skuldbindingar bæjarins mikið á milli ára. Heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta hækka úr 27,5 milljörðum í 36,6 milljarða milli ára og heildarskuldir sem hlutfall af tekjum eru komnar í 126%. Garðabær skuldar nú tæpar tvær milljónir á hvern íbúa og skuldaviðmið A og B hluta skv. reglugerð er komið upp í 96%, en í upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir því að það yrði 89%. Mikilvægt er þó að hafa í huga að Garðabær hefur staðið í miklum framkvæmdum og hafa eignir bæjarins þ.a.l. aukist töluvert.
Garðabær er í miklum vaxtarfasa í erfiðu efnahagsumhverfi og við í Garðabæjarlistanum höfum áhyggjur af stöðunni, þar sem skuldasöfnun er bæði mjög mikil og umfram áætlanir. Lóðir eru takmörkuð auðlind og ekki hægt að gera ráð fyrir að tekjur af slíkri sölu verði stöðugar til framtíðar. Framundan er áframhaldandi þörf á fjárfestingu í nauðsynlegum innviðum. Til að standa undir þeirri fjárfestingu er mikilvægt að fara varlega í næstu skref. Að okkar mati er ekki skynsamlegt að auka áfram hratt við skuldir á næstu árum og því afar nauðsynlegt að verja sölutekjum byggingarréttar að sem mestu leyti í innviðauppbyggingu. Til þess þarf að styrkja rekstur A-hluta áfram, gera ráð fyrir áframhaldandi erfiðu rekstrarumhverfi sveitarfélaga í langtímaáætlunum og halda skuldum þannig að bærinn ráði við þær til lengri tíma samhliða uppbyggingu nýrra hverfa.“
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju.
Guðlaugur Kristmundsson tók til máls að nýju.
Almar Guðmundsson tók til máls að nýju.
Bæjarstjórn samþykkir við síðari umræðu ársreikning Garðabæjar fyrir 2023 samkvæmt 61.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 2.tl. 1.mgr. 18.gr. laganna. Samþykktinni til staðfestingar er ársreikningurinn undirritaður af bæjarfulltrúum.
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)