Akraneskaupstaður

Skipulags- og umhverfisráð 296. fundur

06.05.2024 - Slóð - Skjáskot

    [s. 433 1000](tel:4331000) [Vefir Akraneskaupstaðar](#)

= Skipulags- og umhverfisráð = Dagskrá === 1.Ægisbraut 1-7 - skipulag lóðar === 2405016 Erindi frá lóðarhafa X10 ehf. um breytingar á lóð Ægisbraut 1-7. Eigendur ásamt ASK Arkitektum fara yfir hugmyndir að íbúðauppbyggingu á lóðinni. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Bæjarfulltrúarnir: Valgarður Lyngdal Jónsson, Einar Brandsson, Kristinn Hallur Sveinsson, Jónína M. Sigmundsdóttir. Fulltrúar lóðarhafa: Kristmundur Einarsson og Hrafn Einarsson og frá Ask arkitektum Guðrún Ragna Yngvadóttir og Ásta Berit Malmquist. Auk þess sat Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fundinn. Eftirtaldir gestir sátu fundinn: Bæjarfulltrúarnir: Valgarður Lyngdal Jónsson, Einar Brandsson, Kristinn Hallur Sveinsson, Jónína M. Sigmundsdóttir. Fulltrúar lóðarhafa: Kristmundur Einarsson og Hrafn Einarsson og frá Ask arkitektum Guðrún Ragna Yngvadóttir og Ásta Berit Malmquist. Auk þess sat Haraldur Benediktsson bæjarstjóri fundinn. === 2.Deiliskipulag Jaðarsbakkar og frumhönnun === 2304154 Farið yfir ályktun og afstöðu stjórnar KFÍA varðandi skipulag á Jaðarsbökkum dagsett 2. maí. Undir þessu dagskrá sátu Guðmunda Ólafsdóttir, Heiðar Mar Björnsson, Eggert Hjelm Herbertsson. Einnig sátu fundinn í gegnum fjarfund Hrólfur Karl Cela og Perla Dís Kristinsdóttir. Skipulags- og umhverfisráð þakkar fulltrúum KFÍA og ÍA fyrir komuna á fundinn. Gestir víkja af fundi. Gestir víkja af fundi. === 3.Jaðarsbakkar - lóðahönnun === 2309261 Tilboð í útboðsverkið lóðarfrágang í kringum íþróttahúsið á Jaðarsbökkum og tengingar yfir Innnesveg, opnuð 30. apríl 2024. Opnunarskýrsla tilboða lögð fram. Eftir yfirferð tilboða og leiðréttingar eru gild tilboð eftirfarandi: Fagurverk ehf: 240.754.200 kr. Stéttafélagið ehf: 321.146.900 kr. E. Sigurðsson ehf: 417.687.340 kr. Kostnaðaráætlun verksins er 269.574.600 kr. Eftir yfirferð tilboða og leiðréttingar eru gild tilboð eftirfarandi: Fagurverk ehf: 240.754.200 kr. Stéttafélagið ehf: 321.146.900 kr. E. Sigurðsson ehf: 417.687.340 kr. Kostnaðaráætlun verksins er 269.574.600 kr. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Fagurverk ehf., með fyrirvara um hæfi bjóðanda. === 4.Úrgangsþjónusta - Útboð 2024-2030 === 2401389 Lögð fram umsögn um tilboð í verkið, þar sem lagt er til að semja við Terru ehf. Skipulags- og umhverfisráð felur sviðstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Terru umhverfisþjónustu ehf., um úrgangsþjónustu til næstu 6 ára. === 5.Íþróttahúsið Vesturgötu - loftgæði === 2309022 Málið var tekið fyrir 24. apríl sl. í skóla- og frístundaráði, sem vísaði málinu áfram til skipulags- og umhverfisráðs. Bókun skóla- og frístundaráðs er eftirfarandi: Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsunarstarfi í keilusalnum ljúki sem allra fyrst. Sviðsstjóra, forstöðumanni íþróttamannvirkja og rekstarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn Keilufélags Akraness. Jafnframt vísar skóla- og frístundaráð málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð til nánari útfærslu á verk- og tímaáætlun á fyrirhuguðum endurbótum á rými keilusalarins. Bókun skóla- og frístundaráðs er eftirfarandi: Skóla- og frístundaráð leggur áherslu á mikilvægi þess að hreinsunarstarfi í keilusalnum ljúki sem allra fyrst. Sviðsstjóra, forstöðumanni íþróttamannvirkja og rekstarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við stjórn Keilufélags Akraness. Jafnframt vísar skóla- og frístundaráð málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráð til nánari útfærslu á verk- og tímaáætlun á fyrirhuguðum endurbótum á rými keilusalarins. Skipulag- og umhverfisráð felur rekstarstjóra og formanni skipulags- og umhverfisráðs að funda með formanni keilufélagsins um framgang málins. === 6.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Laugabraut 20 === 2403126 Kynningarfundur vegna breytinga á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Laugarbrautar 20, Teigasels, fór fram 2. maí á Dalbraut 4. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið verði auglýst skv. 1.mgr. 43.gr. og 41. gr. skipulagslaga nr.123/2010. === 7.Deiliskipulagsrammi Smiðjuvellir === 2301147 Deiliskipulagsrammi vegna breytinga á deiliskipulagi Smiðjuvalla, deiliskipulagsrammi inniheldur stefnumörkun Akraneskaupstaðar um þróun svæðisins til langs tíma. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi deiliskipulagsramma fyrir Smiðjuvelli um stefnumörkun um svæðið. === 8.Aðalskipulag breyting - Þróunarsvæði Smiðjuvellir === 2301057 Breyting vegna þróunarsvæðis C samkvæmt Aðalskipulagi Akraness 2021-2033. Skipulagssvæðið Þróunarsvæði C er skilgreint Smiðjuvallasvæðið norðan Esjubrautar og vestan Þjóðbrautar. Markmið skipulagslýsingar verður að skoða möguleika á þéttri, blandaðri byggð íbúða og atvinnustarfsemi. Málið hefur hlotið málsmeðferð skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagsbreyting verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. === 9.Garðavöllur - stækkun á landssvæði === 24042348 Á fundi bæjarráðs þann 26. apríl 2024 vísaði ráðið erindi Golfklúbbsins Leynis til stjórnsýslulegrar meðferðar hjá skipulags- og umhverfisráði. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa og sviðstjóra taka saman tölulegar upplýsingar og frekari úrvinnslu málsins. === 10.Skógarlundur 4 - umsókn til skipulagsfulltrúa === 2405023 Umsókn um breytingu á deiliskipulagi Skógarhverfi 3A unnin af Nordic fyrir lóðarhafa Skógarlundi 4. breytingin felst í hækka nýtingarhlutfall á lóð úr 0.39 í 0.48. Breytingin kemur til vegna stækkun kjallara um 68 fm. Mál lagt fram og afgreiðslu frestað. Fundi slitið - kl. 22:00. Gestir víkja af fundi.

Framleitt af pallih fyrir gogn.in