Hveragerðisbær
Bæjarstjórn
= Bæjarstjórn =
Dagskrá
=== 1.Fundargerð bæjarráðs frá 18. apríl 2024 ===
2404009F
Liður 3 "Drög að ársreikningi Hveragerðisbæjar 2023" er sér liður á dagskrá bæjarstjórnarfundar.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Fundargerðin er staðfest.
=== 2.Fundargerð bæjarráðs frá 2. maí 2024 ===
2404012F
Liðir 6 og 7 afgreiddir sérstaklega.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Friðrik Sigurbjörnsson og Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.
Liður 6 "Viðauki við samstarfssamning milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss vegna skólamála" afgreiddur sérstaklega.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans undrast það samskiptaleysi við Sveitarfélagið Ölfus sem virðist hafa einkennt þetta mál. Í samningi sveitarfélaganna kveður skýrt á um að ekki megi hefja stofnframkvæmdir nema að samþykki beggja sveitarstjórna liggi fyrir.
Ljóst er af bókun frá fundi bæjarráðs í Ölfusi þann 21. mars 2024, þar sem farið er yfir málið, að lítil sem engin samskipti áttu sér stað milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss í aðdraganda þessa máls. Ennfremur er ljóst að bæjarfulltrúum D-listans í Hveragerði hafi jafnframt verið haldið fyrir utan málið, en í bókun bæjarráðs Ölfuss kemur fram að lögfræðingur sveitarfélagsins hafi sent bréf til Hveragerðisbæjar þann 13. mars með ósk um svar eigi síðar en 18. mars, því bréfi hafi ekki verið svarað. Hvorki þetta bréf frá lögmanni Sveitarfélagsins Ölfuss né umrædd bréf samkvæmt bókun bæjarráðs Ölfuss frá Elliða Vignissyni, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Ölfus, voru kynnt fulltrúum D-listans né lögð fyrir til afgreiðslu í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar.
Ljóst er að þessi viðauki sem nú er lagður fyrir er staðfesting á samskipta og sinnuleysi meirihlutans í bæjarstjórn Hveragerðis, þrátt fyrir orð meirihlutans í fjölmiðlum um að Sveitarfélagið Ölfus hafi verið upplýst um þennan samning og viðbyggingu við Óskaland.
Bæjarfulltrúar D-listans eru mjög vel meðvitaðir um þá þörf sem er á fjölgun leikskólaplássa í Hveragerði, en eru eftir sem áður alfarið á móti þessum samningi sem gerður var vegna viðbyggingarinnar við Leikskólann Óskaland, enda er samningurinn sem meirihlutinn hefur skrifað undir við Fasteignafélagið Eik einstaklega óhagkvæmur fyrir sveitarfélagið í alla staði. Hefði meirihlutinn haldið áfram með þau áform sem D-listinn hafði sett af stað í lok síðasta kjörtímabils og ekki slegið út af borðinu leikskóla í Kambalandi er líklegt að sá leikskóli væri nú risinn að hluta eða öllu leyti, starfsemi hafin og þannig hefði vandi vegna biðlista eftir leikskólaplássum verið leystur.
Bæjarfulltrúar D-listans hvetja enn og aftur meirihlutann til að birta samninginn við Fasteignafélagið Eik og fylgigögn hans opinberlega, þannig að Hvergerðingar fái séð hversu mikil afglöp þessi samningur er fyrir sveitarfélagið.
Friðrik Sigurbjörnsson
Eyþór H. Ólafsson
Klukkan 17:06 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:13 hélt fundur áfram.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun.
Framkvæmdir vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland standa nú yfir, viðbygging sem á að fjölga leikskólaplássum, stytta biðtíma barnafjölskyldna og bæta um leið starfsmannaaðstöðu. Hvoru tveggja afar mikilvægt fyrir leiðandi sveitarfélag í miklum vexti og vill um leið hlúa að velferð og vellíðan barna og starfsfólks.
Með þessum viðauka er klárað nauðsynleg samkomulag milli Hveragerðisbæjar og Ölfus.
Samkomulagið er ekki síst hvatning um að halda samtali og samstarfi þessara tveggja sveitarfélaga góðu og samstarfsfúsu, slíkt eflir þjónustu við íbúa sveitarfélaganna og viðheldur þeirri jákvæðu byggðaþróun sem hefur verið einkennandi fyrir svæðið undanfarin ár.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir viðaukann. Minnihlutinn sat hjá.
Liður 7 "Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - garðsláttur fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hækka niðurgreiðslu garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu í samræmi við tillögu í minnisblaði forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra þannig að niðurgreiðsla verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 8000 kr. fyrir hvert skipti.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans undrast það samskiptaleysi við Sveitarfélagið Ölfus sem virðist hafa einkennt þetta mál. Í samningi sveitarfélaganna kveður skýrt á um að ekki megi hefja stofnframkvæmdir nema að samþykki beggja sveitarstjórna liggi fyrir.
Ljóst er af bókun frá fundi bæjarráðs í Ölfusi þann 21. mars 2024, þar sem farið er yfir málið, að lítil sem engin samskipti áttu sér stað milli Hveragerðisbæjar og Sveitarfélagsins Ölfuss í aðdraganda þessa máls. Ennfremur er ljóst að bæjarfulltrúum D-listans í Hveragerði hafi jafnframt verið haldið fyrir utan málið, en í bókun bæjarráðs Ölfuss kemur fram að lögfræðingur sveitarfélagsins hafi sent bréf til Hveragerðisbæjar þann 13. mars með ósk um svar eigi síðar en 18. mars, því bréfi hafi ekki verið svarað. Hvorki þetta bréf frá lögmanni Sveitarfélagsins Ölfuss né umrædd bréf samkvæmt bókun bæjarráðs Ölfuss frá Elliða Vignissyni, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Ölfus, voru kynnt fulltrúum D-listans né lögð fyrir til afgreiðslu í stjórnsýslu Hveragerðisbæjar.
Ljóst er að þessi viðauki sem nú er lagður fyrir er staðfesting á samskipta og sinnuleysi meirihlutans í bæjarstjórn Hveragerðis, þrátt fyrir orð meirihlutans í fjölmiðlum um að Sveitarfélagið Ölfus hafi verið upplýst um þennan samning og viðbyggingu við Óskaland.
Bæjarfulltrúar D-listans eru mjög vel meðvitaðir um þá þörf sem er á fjölgun leikskólaplássa í Hveragerði, en eru eftir sem áður alfarið á móti þessum samningi sem gerður var vegna viðbyggingarinnar við Leikskólann Óskaland, enda er samningurinn sem meirihlutinn hefur skrifað undir við Fasteignafélagið Eik einstaklega óhagkvæmur fyrir sveitarfélagið í alla staði. Hefði meirihlutinn haldið áfram með þau áform sem D-listinn hafði sett af stað í lok síðasta kjörtímabils og ekki slegið út af borðinu leikskóla í Kambalandi er líklegt að sá leikskóli væri nú risinn að hluta eða öllu leyti, starfsemi hafin og þannig hefði vandi vegna biðlista eftir leikskólaplássum verið leystur.
Bæjarfulltrúar D-listans hvetja enn og aftur meirihlutann til að birta samninginn við Fasteignafélagið Eik og fylgigögn hans opinberlega, þannig að Hvergerðingar fái séð hversu mikil afglöp þessi samningur er fyrir sveitarfélagið.
Friðrik Sigurbjörnsson
Eyþór H. Ólafsson
Klukkan 17:06 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:13 hélt fundur áfram.
Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun.
Framkvæmdir vegna viðbyggingar við leikskólann Óskaland standa nú yfir, viðbygging sem á að fjölga leikskólaplássum, stytta biðtíma barnafjölskyldna og bæta um leið starfsmannaaðstöðu. Hvoru tveggja afar mikilvægt fyrir leiðandi sveitarfélag í miklum vexti og vill um leið hlúa að velferð og vellíðan barna og starfsfólks.
Með þessum viðauka er klárað nauðsynleg samkomulag milli Hveragerðisbæjar og Ölfus.
Samkomulagið er ekki síst hvatning um að halda samtali og samstarfi þessara tveggja sveitarfélaga góðu og samstarfsfúsu, slíkt eflir þjónustu við íbúa sveitarfélaganna og viðheldur þeirri jákvæðu byggðaþróun sem hefur verið einkennandi fyrir svæðið undanfarin ár.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir viðaukann. Minnihlutinn sat hjá.
Liður 7 "Minnisblað frá forstöðumanni stuðningsþjónustu og málefna aldraðra - garðsláttur fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hækka niðurgreiðslu garðsláttar fyrir þjónustuþega stuðningsþjónustu í samræmi við tillögu í minnisblaði forstöðumanns stuðningsþjónustu og málefna aldraðra þannig að niðurgreiðsla verði 50% af heildarreikningi en þó að hámarki 8000 kr. fyrir hvert skipti.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
=== 3.Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 30. apríl 2024 ===
2404013F
Liður 2 afgreiddur sérstaklega.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Liður 2 "Heiðmörk 6a - umsókn um bílastæði á lóð" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna erindinu og er umsækjanda bent á að tilkynna leigjendum að ekki er heimilt að leggja ökutækjum á lóð.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir að hafna erindinu og er umsækjanda bent á að tilkynna leigjendum að ekki er heimilt að leggja ökutækjum á lóð.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
=== 4.Fundargerð velferðar- og fræðslunefndar frá 9. apríl 2024 ===
2403006F
Liður 1 afgreiddur sérstaklega.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Eyþór H. Ólafsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Friðrik Sigurbjörnsson.
Liður 1 "Aksturreglur 2024" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Hveragerði.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Hveragerði.
Fundargerðin staðfest að öðru leyti.
=== 5.Fundargerð skólanefndar frá 9. apríl 2024 ===
2403007F
Liður 9 afgreiddur sérstaklega.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir.
Liður 9 "Endurskoðun leikskólareglur" afgreiddur sérstaklega.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
Bæjarstjórn samþykkir reglur um innritun og gjöld í leikskólum Hveragerðisbæjar.
Fundargerðin að öðru leyti staðfest.
=== 6.Fundargerð Fasteignafélags Hveragerðis ehf. frá 10. apríl 2024 ===
2404001F
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er staðfest.
=== 7.Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2023, fyrri umræða ===
2405009
Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Hveragerðisbæjar fyrir árið 2023.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir og Sandra Sigurðardóttir.
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir formaður bæjarráðs kynnti ársreikning 2023.
Afkoma Hveragerðisbæjar styrkist - mun betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er jákvæð um 25 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 111 m.kr.
Rekstrarniðurstaða í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er neikvæð um 28 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu að fjárhæð 113 m.kr.
Heildartekjur A og B hluta eru 5.067 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta 4.448 m.kr.
Afskriftir eru 147 m.kr. og er því rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði hjá A og B hluta 471 m.kr en áætlun var 307 m.kr.
Fjármagnsliðir eru 499 m.kr en áætlun gerði ráð fyrir 420 m.kr í fjármagnsliði.
Helstu frávik frá fjárhagsáætlun er innlausn tekna vegna gatnagerðar upp á 116 m.kr., Gjaldfært var uppgjör vegna lífeyrissjóðsskuldbindingu Brúar, A-deild upp á kr. 48 m.kr. og gerð var niðurfærsla á óinnheimtar tekjur upp á 66 m.kr.
Önnur atriði sem gera frávik frá fjárhagsáætlun eru að tekjur eru 458 m.kr. umfram fjárhagsáætlun, og annar rekstrarkostnaður er 314 m.kr yfir. Launakostnaður er undir fjárhagsáætlun um 83 m.kr.
Hækkun vísitölu var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hækkun vísitölu á árinu 2023 var 7,9% en gert var ráð fyrir 5,6% hækkun. Slíkar hækkanir á vísitölu hafa mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu allra sem skulda.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 650 m.kr. eða 12,8% af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 727 m.kr. en í áætlun var gert ráð fyrir 377 m.kr og árið 2022 var það 118 m.kr. Handbært fé frá rekstri er því að aukast um kr. 609 m.kr á milli ára.
Næsta árs afborganir langtíma lána og leiguskulda er 394 m.kr og dugar því handbært fé frá rekstri vel til að greiða það niður.
Fjárfestingar á árinu 2023 námu 846 m.kr. Afborganir langtímalána og afborganir leiguskuldar vegna Sunnumarkar/Breiðumerkur nema 391 m. kr. Lántaka langtíma lána hljóðaði upp á 600 m.kr.
Skuldaviðmið nam 100% í árslok 2023 en það er skuldahlutfall að teknu tilliti til útreikninga samkvæmt 14. gr. reglugerðar 502/2012. Við útreikning á skuldaviðmiði er búið að lækka stofn skulda um greiðslur lífeyrisskuldbindinga eftir 15 ár og síðar, hreins veltufjár og langtímahluta fyrirframgreiðslu til BRÚ fyrir útreikning.
Þrátt fyrir að endurskoðun sé að mestu lokið geta komið upp skekkjur sem kunna að krefjast leiðréttingar á ársreikningnum. Frekari umfjöllun um ársreikninginn mun fara fram við síðari umræðu sem fram fer á bæjarstjórnarfundi þann 15. maí. Þá munu endurskoðendur einnig skila skoðunarbréfi sínu og ítarlegar verður fjallað um einstaka liði ársreikningsins.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Afkoma Hveragerðisbæjar styrkist - mun betri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er jákvæð um 25 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 111 m.kr.
Rekstrarniðurstaða í samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta er neikvæð um 28 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu að fjárhæð 113 m.kr.
Heildartekjur A og B hluta eru 5.067 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta 4.448 m.kr.
Afskriftir eru 147 m.kr. og er því rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði hjá A og B hluta 471 m.kr en áætlun var 307 m.kr.
Fjármagnsliðir eru 499 m.kr en áætlun gerði ráð fyrir 420 m.kr í fjármagnsliði.
Helstu frávik frá fjárhagsáætlun er innlausn tekna vegna gatnagerðar upp á 116 m.kr., Gjaldfært var uppgjör vegna lífeyrissjóðsskuldbindingu Brúar, A-deild upp á kr. 48 m.kr. og gerð var niðurfærsla á óinnheimtar tekjur upp á 66 m.kr.
Önnur atriði sem gera frávik frá fjárhagsáætlun eru að tekjur eru 458 m.kr. umfram fjárhagsáætlun, og annar rekstrarkostnaður er 314 m.kr yfir. Launakostnaður er undir fjárhagsáætlun um 83 m.kr.
Hækkun vísitölu var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Hækkun vísitölu á árinu 2023 var 7,9% en gert var ráð fyrir 5,6% hækkun. Slíkar hækkanir á vísitölu hafa mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu allra sem skulda.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam um 650 m.kr. eða 12,8% af heildartekjum. Handbært fé frá rekstri var 727 m.kr. en í áætlun var gert ráð fyrir 377 m.kr og árið 2022 var það 118 m.kr. Handbært fé frá rekstri er því að aukast um kr. 609 m.kr á milli ára.
Næsta árs afborganir langtíma lána og leiguskulda er 394 m.kr og dugar því handbært fé frá rekstri vel til að greiða það niður.
Fjárfestingar á árinu 2023 námu 846 m.kr. Afborganir langtímalána og afborganir leiguskuldar vegna Sunnumarkar/Breiðumerkur nema 391 m. kr. Lántaka langtíma lána hljóðaði upp á 600 m.kr.
Skuldaviðmið nam 100% í árslok 2023 en það er skuldahlutfall að teknu tilliti til útreikninga samkvæmt 14. gr. reglugerðar 502/2012. Við útreikning á skuldaviðmiði er búið að lækka stofn skulda um greiðslur lífeyrisskuldbindinga eftir 15 ár og síðar, hreins veltufjár og langtímahluta fyrirframgreiðslu til BRÚ fyrir útreikning.
Þrátt fyrir að endurskoðun sé að mestu lokið geta komið upp skekkjur sem kunna að krefjast leiðréttingar á ársreikningnum. Frekari umfjöllun um ársreikninginn mun fara fram við síðari umræðu sem fram fer á bæjarstjórnarfundi þann 15. maí. Þá munu endurskoðendur einnig skila skoðunarbréfi sínu og ítarlegar verður fjallað um einstaka liði ársreikningsins.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
=== 8.Gervigrasvöllur - afstöðumynd ===
2405010
Lögð fram tillaga að afstöðumyndum er varðar nýjan gervigrasvöll ásamt upplýsingum um veitukerfi.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Pétur G. Markan.
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson, Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir og Pétur G. Markan.
Klukkan 17:45 var gert fundarhlé.
Klukkan 17:54 hélt fundur áfram.
Klukkan 18:04 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:27 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í uppbyggingu á fyrsta áfanga gervigrasvallar við Hamarshöll á grundvelli tillögu Alark arkitekta og felur bæjarstjóra að setja af stað útboð eða verðkönnun og sjá um samningagerð.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans undrast það að meirihlutinn kjósi að fara í uppbyggingu gervigrasvallar á meðan inniaðstaða fyrir íþróttaæfingar er ekki eins og best verður á kosið í sveitarfélaginu. Fulltrúar D-listans vilja hinsvegar ekki standa gegn uppbyggingu íþróttamannvirkja þótt við séum ekki sammála þeirri forgangsröðun sem hér er valin. Ljóst er að hugmyndir að uppbyggingu gervigrasvallar upp í Dal, fer einnig þvert gegn vilja Íþróttafélagsins Hamars og Knattspyrnudeildar Hamars um forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði.
Nýlega var stofnaður starfshópur um íþróttaaðstöðumál í Hveragerði þar sem fulltrúar Hamars eiga sæti ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn og starfsmönnum Hveragerðisbæjar. Á fyrsta fundi þessa starfshóps fékk hópurinn kynningu á gervigrasvellinum og viðbyggingu við núverandi íþróttahús við Skólamörk. Kom skýrt fram á þeim fundi að Íþróttafélagið Hamar og knattspyrnudeild Hamars setur í forgang að reist verði innanhússaðstaða til íþróttaiðkunar. Þessi afstaða Hamars kom einnig skýrt fram á borgarafundi um íþróttaaðstöðumál sem fram fór í desember þar sem forsvarsmenn íþróttafélagsins töluðu meðal annars um að vilja reisa aftur loftborið íþróttahús. Þá hafa forsvarsmenn Knattspyrnudeildar Hamars nýlega óskað eftir íbúakosningu þar sem spurningin er hvort bæjarbúar vilji reisa aftur loftborið íþróttahús eða ekki.
Mjög mikilvægt er að þrátt fyrir uppbyggingu gervigrasvallar verði samhliða unnið fljótt og vel að uppbyggingu inniaðstöðu fyrir sem flestar íþróttagreinar Hamars. Setja verður þó spurningamerki við hvort bæjarfélagið ræður fjárhagslega við að byggja bæði gervigrasvöll og viðbyggingu við núverandi íþróttahús á sama tíma og byggja þarf upp aðra mikilvæga innviði sveitarfélagsins.
Í ljósi framangreinds, samþykkja bæjarfulltrúar D-listans þá tillögu sem hér liggur fyrir að uppbyggingu gervigrasvallar.
Friðrik Sigurbjörnsson
Eyþór H. Ólafsson
Klukkan 17:54 hélt fundur áfram.
Klukkan 18:04 var gert fundarhlé.
Klukkan 18:27 hélt fundur áfram.
Bæjarstjórn samþykkir að fara í uppbyggingu á fyrsta áfanga gervigrasvallar við Hamarshöll á grundvelli tillögu Alark arkitekta og felur bæjarstjóra að setja af stað útboð eða verðkönnun og sjá um samningagerð.
Fulltrúar D-lista lögðu fram eftirfarandi bókun.
Bæjarfulltrúar D-listans undrast það að meirihlutinn kjósi að fara í uppbyggingu gervigrasvallar á meðan inniaðstaða fyrir íþróttaæfingar er ekki eins og best verður á kosið í sveitarfélaginu. Fulltrúar D-listans vilja hinsvegar ekki standa gegn uppbyggingu íþróttamannvirkja þótt við séum ekki sammála þeirri forgangsröðun sem hér er valin. Ljóst er að hugmyndir að uppbyggingu gervigrasvallar upp í Dal, fer einnig þvert gegn vilja Íþróttafélagsins Hamars og Knattspyrnudeildar Hamars um forgangsröðun við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði.
Nýlega var stofnaður starfshópur um íþróttaaðstöðumál í Hveragerði þar sem fulltrúar Hamars eiga sæti ásamt fulltrúum úr bæjarstjórn og starfsmönnum Hveragerðisbæjar. Á fyrsta fundi þessa starfshóps fékk hópurinn kynningu á gervigrasvellinum og viðbyggingu við núverandi íþróttahús við Skólamörk. Kom skýrt fram á þeim fundi að Íþróttafélagið Hamar og knattspyrnudeild Hamars setur í forgang að reist verði innanhússaðstaða til íþróttaiðkunar. Þessi afstaða Hamars kom einnig skýrt fram á borgarafundi um íþróttaaðstöðumál sem fram fór í desember þar sem forsvarsmenn íþróttafélagsins töluðu meðal annars um að vilja reisa aftur loftborið íþróttahús. Þá hafa forsvarsmenn Knattspyrnudeildar Hamars nýlega óskað eftir íbúakosningu þar sem spurningin er hvort bæjarbúar vilji reisa aftur loftborið íþróttahús eða ekki.
Mjög mikilvægt er að þrátt fyrir uppbyggingu gervigrasvallar verði samhliða unnið fljótt og vel að uppbyggingu inniaðstöðu fyrir sem flestar íþróttagreinar Hamars. Setja verður þó spurningamerki við hvort bæjarfélagið ræður fjárhagslega við að byggja bæði gervigrasvöll og viðbyggingu við núverandi íþróttahús á sama tíma og byggja þarf upp aðra mikilvæga innviði sveitarfélagsins.
Í ljósi framangreinds, samþykkja bæjarfulltrúar D-listans þá tillögu sem hér liggur fyrir að uppbyggingu gervigrasvallar.
Friðrik Sigurbjörnsson
Eyþór H. Ólafsson
=== 9.Minnisblað frá bæjarritara vegna birtingar í Stjórnartíðindum ===
2404109
Lagt fram minnisblað frá bæjarritara er varðar samþykki á breytingu fráveitugjalds og birtingu þess í B-deild Stjórnartíðinda.
Enginn tók til máls.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir að árlegt fráveitugjald verði 0,145% af fasteignamati fasteigna og felur bæjarritara að senda breytingu á fráveitugjaldinu til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda.
=== 10.Minnisblað bæjarritara um kosningu í undirkjörstjórn ===
2405008
Lagt fram minnisblað bæjarritara er varðar kosningu í undirkjörstjórnir.
Á fundi bæjarstjórnar 7. júní 2022 var kosið í yfirkjörstjórn Hveragerðisbæjar í samræmi við 17. gr. kosningalaga nr. 112/2021 og ákvæði 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Samkvæmt framangreindum ákvæðum ber einnig að kjósa jafnmargar undirkjörstjórnir og fjöldi kjördeilda er hjá sveitarfélaginu. Í Hveragerði eru tvær kjördeildir, kjördeild 1 og kjördeild 2, og því ber að kjósa í tvær undirkjörstjórnir.
Lagt er til að þeir sem skipi undirkjörstjórn í kjördeild 1 séu þeir sömu og skipa yfirkjörstjórn en þeir eru eftirfarandi:
Undirkjörstjórn 1
Aðalmenn:
Reynir Þór Garðarsson, formaður
Margrét Haraldardóttir
Gísli Páll Pálsson
Varamenn:
Fríða Margrét Þorsteinsdóttir
Bjarni Guðmundur Bjarnason
Inga Lóa Hannesdóttir
Lagt er til að þeir sem skipi undirkjörstjórn í kjördeild 2 séu eftirfarandi:
Undirkjörstjórn 2
Aðalmenn:
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Hanna María Ásgrímsdóttir
Drífa Þrastardóttir
Varamenn:
Anna Elísabet Ólafsdóttir
Oddur Benediktsson
Elísabet Hermundardóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson
Á fundi bæjarstjórnar 7. júní 2022 var kosið í yfirkjörstjórn Hveragerðisbæjar í samræmi við 17. gr. kosningalaga nr. 112/2021 og ákvæði 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hveragerðisbæjar.
Samkvæmt framangreindum ákvæðum ber einnig að kjósa jafnmargar undirkjörstjórnir og fjöldi kjördeilda er hjá sveitarfélaginu. Í Hveragerði eru tvær kjördeildir, kjördeild 1 og kjördeild 2, og því ber að kjósa í tvær undirkjörstjórnir.
Lagt er til að þeir sem skipi undirkjörstjórn í kjördeild 1 séu þeir sömu og skipa yfirkjörstjórn en þeir eru eftirfarandi:
Undirkjörstjórn 1
Aðalmenn:
Reynir Þór Garðarsson, formaður
Margrét Haraldardóttir
Gísli Páll Pálsson
Varamenn:
Fríða Margrét Þorsteinsdóttir
Bjarni Guðmundur Bjarnason
Inga Lóa Hannesdóttir
Lagt er til að þeir sem skipi undirkjörstjórn í kjördeild 2 séu eftirfarandi:
Undirkjörstjórn 2
Aðalmenn:
Viktoría Sif Kristinsdóttir
Hanna María Ásgrímsdóttir
Drífa Þrastardóttir
Varamenn:
Anna Elísabet Ólafsdóttir
Oddur Benediktsson
Elísabet Hermundardóttir
Eftirtaldir tóku til máls: Njörður Sigurðsson og Friðrik Sigurbjörnsson
Tillögurnar samþykktar samhljóða.
=== 11.Ósk um ótímabundið leyfi frá nefndarsetu ===
2405007
Lagt fram bréf frá Hlyni Kárasyni frá 24. apríl 2024 þar sem hann óskar eftir ótímabundnu leyfi frá störfum af persónulegum ástæðum í nefndum Hveragerðisbæjar og frá setu sem varamaður í bæjarstjórn.
Lagt er til að í stað Hlyns Kárasonar komi eftirtaldir fulltrúar í:
Skipulags- og umhverfisnefnd
Kristján Björnsson, varaformaður
Elías Óskarsson, varamaður
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á Ársfund SASS
Atli Viðar Þorsteinsson, varamaður
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Bergrisans
Atli Viðar Þorsteinsson, varamaður
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund HES
Atli Viðar Þorsteinsson, varamaður
Enginn tók til máls.
Lagt er til að í stað Hlyns Kárasonar komi eftirtaldir fulltrúar í:
Skipulags- og umhverfisnefnd
Kristján Björnsson, varaformaður
Elías Óskarsson, varamaður
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á Ársfund SASS
Atli Viðar Þorsteinsson, varamaður
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund Bergrisans
Atli Viðar Þorsteinsson, varamaður
Fulltrúar Hveragerðisbæjar á aðalfund HES
Atli Viðar Þorsteinsson, varamaður
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir leyfið og þakkar Hlyni fyrir samstarfið.
Tillögurnar eru samþykkar samhljóða.
Tillögurnar eru samþykkar samhljóða.
Fundargerð upp lesin og samþykkt.
Fundi slitið - kl. 18:52.
Getum við bætt efni síðunnar?
Forseti bauð Pétur G. Markan, bæjarstjóra, velkominn á sinn fyrsta fund í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar fagnar frábærum árangri blakliðs meistaraflokks karla hjá Íþróttafélaginu Hamri sem tryggði sér Íslandsmeistaratitil á dögunum og óskar þessum íþróttamönnum hjartanlega til hamingju með árangurinn. Jafnframt sendir bæjarstjórn hamingjuóskir til sameiginlegs meistaraflokksliðs kvenna Hamars/Þórs í körfuknattleik sem tryggði sér sæti í Subway-deildinni næsta vetur.