Hörgársveit
Sveitastjórn fundur nr. 166
= Sveitastjórn fundur nr. 166 =
Miðvikudaginn 8. maí 2024 kl. 08:30 kom sveitarstjórn Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins í Þelamerkurskóla.
Fundarmenn: Axel Grettisson oddviti, Jón Þór Benediktsson, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Jónas Þór Jónasson
Fundarritari: Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri
Þetta gerðist:
**1. Ársreikningur Hörgársveitar 2023, síðari umræða**
Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2023 til síðari umræðu en fyrri umræða um ársreikninginn fór fram 19.apríl 2024. Fyrir fundinum lá einnig endurskoðunarskýrsla frá PWC og staðfestingarbréf sem var yfirfarið á fundinum og er oddvita og sveitarstjóra falið að undirrita bréfið. Rúnar Bjarnason og Aðalheiður Eiríksdóttir frá PriceWaterhouseCoopers komu á fundinn og fóru yfir ársreikninginn og svöruðu fyrirspurnum um hann.
Samkvæmt ársreikningnum urðu rekstrartekjur A hluta alls 1.153,4 millj. kr. og rekstrargjöld 1.073,8 millj. kr. á árinu 2023. Fjármagnsliðir A hluta voru neikvæðir um 47,8 millj. kr. Heildarrekstrarniðurstaða A hluta á árinu varð því jákvæð upp á 31,8 millj. kr. Hlutdeild í samstarfsverkefnum með ótakmarkaðri ábyrgð var jákvæð um 24,6 millj. kr.
Eigið fé A hluta í árslok er 1.048,2 millj. kr. og jókst um 99,5 millj. frá árinu áður. Veltufé frá rekstri A hluta á árinu var 106,6 millj. kr. eða 9,2% af heildartekjum. Handbært fé í árslok var 21,5 millj. kr.
Nettó fjárfesting A hluta í varanlegum rekstrarfjármunum var 409,1 millj. kr. á árinu og skuldir og skuldbindingar voru á árslok kr. 793,8 millj. kr. og hækkuðu á árinu vegna lántöku til fjárfestinga og hækkunar verðbóta vegna aukinnar verðbólgu. Skuldahlutfall Hörgársveitar í árslok 2023 er 68,8% og skuldaviðmið 58,3%.
*Sveitarstjórn samþykkti ársreikning Hörgársveitar fyrir árið 2023 og staðfesti hann með undirritun sinni.* **2. Dysnes - líforkuver**Kristín Helga Schiöth frá Líforkuveri ehf kom til fundar við sveitarstjórn og kynnti stöðu verkefnisins um undirbúning að líforkuveri að Dysnesi. **3. Fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar frá 7.5.2024**Fundargerðin er í 13 liðum og þarfnast liðir afgreiðslu sveitarstjórnar. **a) Í líð 1, Glæsibær, Hagabyggð – deiliskipulag áfangi III (2301004)**
Fyrir fundinum liggja uppfærðar aðal- og deiliskipulagstillögur fyrir 3. áfanga íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar, Hagabyggð en aðalskipulagsgögnin eru unnin af Landmótun dags. 23.04.2024 og eru deiliskipulagsgögnin unnin af Kollgátu ehf. dags. 17.04.2024. Skipulagstillögurnar hafa verið uppfærðar samanber athugasemdir á fundi 26. mars síðastliðinn.
*Sveitarstjórn samþykkti að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.* **b) Í lið 3, hringtorg við Lónsveg og Norðurlandsveg – deiliskipulagsbreyting (2403020)**Auglýsingatímabili deiliskipulagsbreytingar Lónsbakkahverfis vegna hringtorgs á gatnamótum Norðurlandsvegar og Lónsvegar lauk 7. maí síðastliðinn og bárust 4 umsagnir á auglýsingatimabilinu. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um innkomin erindi.
- og 2. erindi, sendandi Míla og Rarik.
Sendandi bendir á að lagnir í sinni eigu séu á skipulagssvæðinu og fer fram á að sveitarfélagið hafi samráð áður en til framkvæmda kemur. Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytingar á auglýstri skipulagastillögu en leggur til við sveitarstjórn að ofangreindir sendendur fái framkvæmdaleyfisumsókn vegna hringtorgs til umsagnar áður en hún er afgreidd í nefndinni. Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindi Minjastofnunar Íslands eða Umhverfisstofnunar.
Eftir fund skipulags- og umhverfisnefndar bárust erindi frá Vegagerðinni og frá Norðurorku vegna auglýsingar deiliskipulagstillögunnar. Í erindi Vegagerðarinnar er farið fram á að veghelgunarsvæði verði merkt inn á deiliskipulagsuppdrátt og í erindi Norðurorku er farið fram á að ný lega veitulagna sem færast vegna framkvæmdarinnar verði merkt inn á uppdrátt.
*Sveitarstjórn samþykkti að deiliskipulagstillagan verði uppfærð samkvæmt athugasemdum Vegagerðarinnar og Norðurorku og að svo breytt deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.* * og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku hennar.* **c) Í lið 5, Hagabyggð – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna kaldavatnslagnar (2404004)**
Norðurorka hf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar kaldavatnslagnar með það að markmiði að auka flutningsgetu á köldu vatni frá stofnlögn við dælustöð í Skjaldarvík til Hagabyggðar. Meðfylgjandi er framkvæmdaleyfisumsókn ásamt afstöðumynd lagnaleiðar en samningar við landeigendur liggja fyrir.
*Sveitarstjórn samþykkti erindið, enda liggi leyfi Vegagerðarinnar til vegþverunar fyrir áður en leyfisbréf er gefið út.* **d) Í lið 6, breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna Blöndulínu 3 – umsagnarbeiðni (2404003)**
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar sl. að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 og að hún yrði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er til komin vegna áforma Landsnets um framkvæmd við Blöndulínu 3, 220 kv háspennulínu frá Blöndustöð að Rangárvöllum á Akureyri. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsinguna og var umsagnarfrestur til 25. apríl sl.
*Sveitarstjórn bendir á að í Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 er kveðið á um að nýjar rafmagnslínur í sveitarfélaginu skuli lagðar í jörð og að ákvæði í skipulagslýsingu um að Blöndulína 3 verði annað hvort loftlína eða jarðstrengur samræmist því ekki fyllilega aðalskipulagi aðlægs sveitarfélags. Sveitarstjórn samþykkti að fela skipulagsfulltrúa að koma umsögn í samræmi við ofangreint á framfæri.* **e) Í lið 7, breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar - Austursíða AT17 – umsagnarbeiðni (2404005)**
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 5. mars sl. skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóðanna við Austursíðu 2, 4 og 6 í Síðuhverfi. Á svæðinu er verslunarkjarninn Norðurtorg auk tveggja óbyggðra lóða sem liggja að Síðubraut. Breytingin felst í því að svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum í stað þess að vera skilgreint sem athafnasvæði. Akureyrarbær hefur óskað umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsinguna og var umsagnarfrestur til 1. maí sl.
*Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd vegna málsins.* **f) Í lið 8, líforkuver á Dysnesi – tilkynning um ákvörðun til matsskyldu – umsagnarbeiðni (2404009)**
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Hörgársveitar um matsskyldufyrirspurn vegna áforma Líforkuvers ehf. um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Matsskyldufyrirspurnin er unnin af VSÓ raðgjöf í apríl 2024 og er umsagnarfrestur til 14. maí n.k.
*Sveitarstjórn telur að framkvæmdin samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi svæðisins. Sveitarstjórn telur að framkvæmdin, sem eingöngu felur í sér uppbyggingu á vinnslu dýraleifa í áhættuflokki 1 og 2 í lokuðu kerfi, þurfi ekki að undirgangast umhverfismat. * **** **g) Í lið 9, aðveituæð hitaveitu frá Syðri-Haga til Hjalteyrar – aðalskipulagsbreyting (2311009)**
Norðurorka hf. óskar eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgarsveitar vegna lagningar aðveituæðar hitaveitu fra Hjalteyri að sveitarfélagsmörkum Dalvíkurbyggðar með það að markmiði að auka flutningsgetu á heitu vatni og auka rekstraröryggi. Fyrir liggja samningar við landeigendur á lagnaleiðinni. Erindinu fylgir breytingarblað aðalskipulagsbreytingar unnið af Landmótun dags. 24.04.2024
*Sveitarstjónr telur að framkvæmdin hafi hverfandi umhverfisáhrif og hafi ekki í för með sér breytingu á núverandi landnotkun svæðisins sem í hlut á (landbúnaðarsvæði / túnrækt). Sveitarstjórn samþykkti erindið sem óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.* **h) Í lið 10, ársskýrsla Skógræktarfélags Eyfirðinga 2023 – umsagnarbeiðni (2404011)**
Skógræktarfélag Eyfirðinga óskar umsagnar nefndarinnar um ársskýrslu félagsins fyrir árið 2023.
*Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við skýrsluna.* **i) Í lið 12, breyting á aðalskipulag Akureyrarbæjar – Naust – umsagnarbeiðni (2401006)**
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 12. mars sl. að kynna drög að tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um tillöguna og var umsagnarfrestur til 25. apríl sl.
*Sveitarstjórn samþykkti að gera ekki athugasemd við erindið.* **4. Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 235. fundi**
Fundargerðin lögð fram.
**5. Fundargerð stjórnar Norðurorku frá 298. fundi**
Fundargerðin lögð fram.
**6. Fundargerð stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 947. fundi**
Fundargerðin lögð fram.
**7. Samningur um sameiginlegt þjónustusvæði um málefni fatlaðra, fyrri umræða.**
Lögð fram að drög að samningi.
*Sveitarstjórn samþykkti að vísa samningnum til síðari umræðu og er sveitarstjóra falið að yfirfara samninginn frekar milli umræðna og vinna að breytingum á honum eftir atvikum, í takt við umræðu á fundinum.* **8. Skólaakstur**
Lögð fram drög að samningum þar sem Bárulundur ehf. yfirtekur verksamning um skólaakstur á leið 1, og leiðum 4 A og B. Fráfarandi verktaki er Akureyri Excursion ehf. Skilmálar eru hinir sömu.
*Sveitarstjórn samþykkti fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samninga og felur sveitarstjóra að undirrita þá f.h. sveitarstjórnar. * *Jón Þór Benediktsson og Ásrún Árnadóttir véku af fundi undir þessum lið.* **9. Lækjarvellir, úthlutun lóða**
Framhald umræðna frá síðasta fundi.
*Sveitarstjórn samþykkti að ganga til samninga við lóðarhafa á lóð nr. 22 um að færa sig á lóð nr. 19 en lóðarhafi þar hefur óskað eftir að skila þeirri lóð. * *Sveitarstjóra falið að auglýsa lóðir nr. 20, 21 og 22 lausar til umsóknar sem verði afhentar til bygginga í síðasta lagi vorið 2025.* **10. Norðurorka, beiðni um ábyrgð vegna lántöku**
Lagt fram erindi frá Norðurorku þar sem óskað er eftir að veitt verði ábyrgð vegna lántöku til framkvæmda.
*Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 800.000.000, í samræmi við lánsumsókn í vinnslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Þá hefur sveitarstjórnin kynnt sér gildandi græna umgjörð Lánasjóðs sveitarfélaga og samþykkir að ráðstöfun lánsins falli að henni.* *Er lánið tekið til fjármögnunar á hitaveituframkvæmdum og framkvæmdum við fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.* *Sveitarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurorku hf. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurorku hf. sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.* *Fari svo að Hörgársveit selji eignarhlut í Norðurorku hf. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Hörgársveit sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.* *Jafnframt er Snorra Finnlaugssyni sveitarstjóra kt. 210260-3829 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hörgársveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.* ****
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:45