Hörgársveit
Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 102
= Skipulags- og umhverfisnefnd fundur nr. 102 =
Þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 08:45 kom skipulags- og umhverfisnefnd Hörgársveitar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins.
Fundarmenn: Jón Þór Benediktsson formaður, Agnar Þór Magnússon, Ásrún Árnadóttir, Sunna María Jónasdóttir og Bjarki Brynjólfsson í skipulags- og umhverfisnefnd, Vigfús Björnsson og Arnar Ólafsson frá SBE og Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri.
**1. Glæsibær, Hagabyggð – deiliskipulag áfangi III (2301004)**
Fyrir fundinum liggja uppfærðar aðal- og deiliskipulagstillögur fyrir 3. áfanga íbúðarbyggðar í landi Glæsibæjar, Hagabyggð en aðalskipulagsgögnin eru unnin af Landmótun dags. 23.04.2024 og eru deiliskipulagsgögnin unnin af Kollgátu ehf. dags. 17.04.2024. Skipulagstillögurnar hafa verið uppfærðar samanber athugasemdir á fundi 26. mars síðastliðinn.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að aðal- og deiliskipulagstillögu verði vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 31. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.* **2. Undraland – byggingarleyfisumsókn (2403018)**
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sinum 21. mars sl. að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn einbýlishúss á lóðinni Undralandi. Grenndarkynningunni er nú lokið og barst erindi vegna málsins á grenndarkynnigartímabilinu.
Erindið er frá Hugrúnu Pálu Birnisdóttur og Bjarka Frey Brynjólfssyni íbúum í Hvergilandi og er þar sett fram athugasemd við áhrif framkvæmdarinnar á útsýni til norðurs frá Hvergilandi.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við húsbyggjanda að hliðra staðsetningu hússins og eftir atvikum lóðarmörkum til austurs svo sjónlína milli íbúðarhúss í Hvergilandi og Kaldbaks haldist óteppt. Afgreiðslu frestað.* *Bjarki Brynjólfsson vék af fundi undir þessum lið.* **3. Hringtorg við Lónsveg og Norðurlandsveg – deiliskipulagsbreyting (2403020)**
Auglýsingatímabili deiliskipulagsbreytingar Lónsbakkahverfis vegna hringtorgs á gatnamótum Norðurlandsvegar og Lónsvegar lauk 7. maí síðastliðinn og bárust 4 umsagnir á auglýsingatimabilinu. Skipulags- og umhverfisnefnd fjallar um innkomin erindi.
1. og 2. erindi, sendandi Míla og Rarik.
Sendandi bendir á að lagnir í sinni eigu séu á skipulagssvæðinu og fer fram á að sveitarfélagið hafi samráð áður en til framkvæmda kemur.
Afgreiðsla skipulags- og umhverfisnefndar: Skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki að athugasemdin gefi tilefni til breytingar á auglýstri skipulagastillögu en leggur til við sveitarstjórn að ofangreindir sendendur fái framkvæmdaleyfisumsókn vegna hringtorgs til umsagnar áður en hún er afgreidd í nefndinni.
Ekki eru gerðar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindi Minjastofnunar Íslands eða Umhverfisstofnunar.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að auglýst deiliskipulagstillaga verði samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku hennar.* **4. Skriða – umsókn um breytingu á aðalskipulagi vegna efnistöku (2403023)**
Landeigandi Skriðu, Skriðuhestar ehf., óska eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitará þann hátt að skilgreint verði efnistökusvæði i landi Skriðu á landi sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði í núgildandi aðalskipulagi, samanber meðfylgjandi afstöðumynd og framkvæmdalýsingu, dags. 22.03.2024
Afgreiðslu frestað.
**5. Hagabyggð – umsókn um framkvæmdaleyfi vegna kaldavatnslagnar (2404004)**
Norðurorka hf. sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar kaldavatns-lagnar með það að markmiði að auka flutningsgetu á köldu vatni frá stofnlögn við dælustöð í Skjaldarvík til Hagabyggðar. Meðfylgjandi er framkvæmdaleyfisumsókn ásamt afstöðumynd lagnaleiðar en samningar við landeigendur liggja fyrir.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt, enda liggi leyfi Vegagerðarinnar til vegþverunar fyrir áður en leyfisbréf er gefið út.* **6. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar vegna Blöndulínu 3 – umsagnarbeiðni (2404003)**
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 20. febrúar sl. að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna Blöndulínu 3 og að hún yrði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er til komin vegna áforma Landsnets um framkvæmd við Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð að Rangárvöllum á Akureyri. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsinguna og var umsagnarfrestur til 25. apríl sl.
*Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 er kveðið á um að nýjar rafmagnslínur í sveitarfélaginu skuli lagðar í jörð og að ákvæði í skipulagslýsingu um að Blöndulína 3 verði annað hvort loftlína eða jarðstrengur samræmist því ekki fyllilega aðalskipulagi aðlægs sveitarfélags. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að koma umsögn í samræmi við ofangreint á framfæri.* **7. Breyting á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar - Austursíða AT17 – umsagnarbeiðni (2404005)**
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum 5. mars sl. skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem nær til lóðanna við Austursíðu 2, 4 og 6 í Síðuhverfi. Á svæðinu er verslunarkjarninn Norðurtorg auk tveggja óbyggðra lóða sem liggja að Síðubraut. Breytingin felst í því að svæðið verður skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði með heimild fyrir íbúðum í stað þess að vera skilgreint sem athafnasvæði. Akureyrarbær hefur óskað umsagnar Hörgársveitar um skipulagslýsinguna og var umsagnarfrestur til 1. maí sl.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd vegna málsins.* **8. Líforkuver á Dysnesi – tilkynning um ákvörðun til matsskyldu – umsagnarbeiðni (2404009)**
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Hörgársveitar um matsskyldufyrirspurn vegna áforma Líforkuvers ehf. um uppbyggingu líforkuvers a Dysnesi. Matsskyldufyrirspurnin er unnin af VSÓ raðgjöf í apríl 2024 og er umsagnarfrestur til 14. maí n.k.
*Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin samræmist gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins og deiliskipulagi svæðisins. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að mögulega hafi framkvæmdin umtalsverð umhverfisáhrif og því sé æskilegt að hún undirgangist umhverfismat. * **9. Aðveituæð hitaveitu frá Syðri-Haga til Hjalteyrar – aðalskipulagsbreyting (2311009)**
Norðurorka hf. óskar eftir breytingu á Aðalskipulagi Hörgarsveitar vegna lagningar aðveituæðar hitaveitu fra Hjalteyri að sveitarfélagsmörkum Dalvíkurbyggðar með það að markmiði að auka flutningsgetu á heitu vatni og auka rekstraröryggi. Fyrir liggja samningar við landeigendur á lagnaleiðinni. Erindinu fylgir breytingarblað aðalskipulagsbreytingar unnið af Landmótun dags. 24.04.2024
*Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin hafi hverfandi umhverfisáhrif og hafi ekki í för með sér breytingu á núverandi landnotkun svæðisins sem í hlut á (landbúnaðarsvæði / túnrækt). Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt sem óveruleg breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa verði falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.* **10. Ársskýrsla Skógræktarfélags Eyfirðinga 2023 – umsagnarbeiðni (2404011)**
Skógræktarfélag Eyfirðinga óskar umsagnar nefndarinnar um ársskýrslu félagsins fyrir árið 2023
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki sé gerð athugasemd við skýrsluna.* **11. Beiðni um breytingu á Aðalskipulagi Hörgársveitar vegna Blöndulínu 3 (2308005)**
Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing unnin af Landmótun í apríl 2024 vegna undirbúnings Landsnets við lagningu Blöndulínu 3.
*Skipulags- og umhverfisnefnd fjallaði um lýsinguna og frestaði afgreiðslu málsins.* **12. Breyting á aðalskipulag Akureyrarbæjar – Naust – umsagnarbeiðni (2401006)**
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti þann 12. mars sl. að kynna drög að tillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytinga á svæði við Naust. Óskað er umsagnar Hörgársveitar um tillöguna og var umsagnarfrestur til 25. apríl sl.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við erindið.* **** **13. Blómsturvellir – beiðni um viðbótar efnislosun (2402005)**
Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 7. mars sl. að grenndarkynna umsókn Akureyrarbæjar um viðbótar-efnislosun 10.000 m³ af efni í landi Blómsturvalla. Grenndarkynningunni lauk 12. apríl sl. og bárust tvær umsagnir. Nefndin fjallar um innkomnar athugasemdir:
1. erindi, sendandi Kristján Stefánsson.
Athugasemd: Sendandi mótmælir áframhaldandi efnislosun á svæðinu vegna neikvæðra áhrifa á nærumhverfið.
2. erindi, sendandi Vegagerðin.
Athugasemd: Verði skemmdir á vegi eða vegbúnaði vegna framkvæmdanna þarf leyfishafi að lagfæra það í samráði við Vegagerðina. Verði skemmdir á vegi eða vegbúnaði þannig að hætta skapist af eða viðgerð sé ekki fullnægjandi getur Vegagerðin gert lagfæringar á kostnað leyfishafa. Sama á við um óhreinindi á vegi vegna framkvæmdanna.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að fram komnar athugasemdir verði kynntar fyrir málshefjanda og honum gefið færi á að leggja til viðbrögð eða úrræði til úrbóta. Nefndin frestar afgreiðslu málsins.* **14. Háls – stofnun íbúðarhúsalóðar (2404008)**
Eigendur jarðarinnar Háls (L152438) óska eftir heimild sveitarstjórnar til að stofna 9934 m² lóð undir byggingarnar á jörðinni. Lóðin myndi fá staðfangið Háls II. Erindinu fylgir umsókn um stofnun nýrrar landeignar ásamt merkjalýsingu, unnin af Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 02.05.2024.
*Skipulags- og umhverfisnefnd kallar eftir merkjalýsingu vegna lóðarinnar skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 sem gildi tók 7. febrúar sl. Nefndin frestar afgreiðslu erindisins.* **15. Efnisnáma í Spónsgerði**
Umræður um frágang efnisnámu í Spónsgerði.
*Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti að framkvæmdaaðila og landeiganda verði gert að ganga frá efnisnámunni nú þegar enda hafa ítrekaðar áskoranir þar um verið virktar að vettugi.*
Fleira gerðist ekki, fundi slitið kl. 11:20