Garðabær
Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar - 28
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)
|
|
|
|**Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar**
|
|**28. fundur**
|
|
|08.05.2024 kl. 08:00 kom Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar saman til fundar í Búrfelli í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður, Harpa Þorsteinsdóttir aðalmaður, Arnar Hólm Einarsson aðalmaður, Lilja Lind Pálsdóttir varamaður, Stefanía Magnúsdóttir varamaður, Kári Jónsson íþrótta-,tómstunda- og forvarnarfulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Kári Jónsson íþrótta-, tómstunda- og forvarnarfulltrúi.
|
|
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2402380 - Sumarnámskeið 2024**
|Íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi kynnti sumarnámskeið í Garðabæ árið 2024. Auglýsing um sumarnámskeið barna er nú á vef Garðabæjar.
|
https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/sumarnamskeid/
Garðabær er í samstarfi við Ungmennafélagið Stjörnuna og skátafélögin Vífil og Svani um að bjóða heilsdags námskeið með gæslu í hádeginu. 20 aðilar, félög og söfn munu halda sumarnámskeið fyrir börn og ungmenni í bænum sumarið 2024.
Á yfirliti sem birt hefur verið á vef Garðabæjar er hægt að sjá hvað er í boði hjá mismunandi aðilum yfir þær vikur sem skólar eru ekki starfandi.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2405084 - Vinnuskólinn 2024**
|Kynning á stöðu skráninga í Vinnuskóla Garðabæjar sumarið 2024.
|
Staðan í byrjun maí er:
8. bekkur, árg. 2010 = 190 umsóknir
9. bekkur, árg. 2009 = 197 umsóknir
10. bekkur, árg. 2008 = 132 umsóknir.
Forstöðumaður Vinnuskólans reiknar með að um 650-700 skráningar verði þegar upp er staðið en reynslan er sú að það fjölgi um 15-20% á síðustu vikunum fyrir skólalok. Reiknað er með 100 skráningum í viðbót fram að sumri.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2008582 - Ungmennahús undirbúningsvinna**
|Áframhaldandi umræður um ungmennahús, hugmyndavinnu og þarfagreiningu í tengslum við það. Fyrir fundinum lá þarfagreining á húsnæði við Garðatorg 1 sem unnin var árið 2021 í samstarfi menningarfulltrúa, íþrótta- tómstunda- og forvarnafulltrúa, forstöðumanni Hönnunarsafns Íslands, fyrrum forvarnafulltrúa, aðila úr ungmennaráði og forstöðumönnum félagsmiðstöðva. Í þarfagreiningunni er fjallað m.a. um starfsemi ungmennahúss og möguleika þess í húsnæðinu.
|
Formaður ÍTG upplýsti ráðið um fund hans með formanni ungmennaráðs þar sem samstarf ráðanna að málinu og næstu skref voru rædd. Ungmennaráð fundaði um málið á fundi sínum 7. maí þar sem unnið var að hugmyndavinnu um starfsemi og staðsetningu ungmennahúss. ÍTG fór yfir hugmyndir ungmennaráðs og gagnlegar umræður fóru fram. Formanni ÍTG og íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúa var falið að halda áfram að vinna að framgangi verkefnisins í samstarfi við ungmennaráð.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2404116 - Íþróttaþing Garðabæjar**
|Áframhaldandi umræður um fyrirkomulag íþrótta- og tómstundaþings Garðabæjar haustið 2024. Hugmyndum um rýnihópa mismunandi aldurshópa var stillt upp í þeim tilgangi að hafa niðurstöður þeirra sem umræðugrundvöll á þinginu. Ákveðið var að leita tilboða hjá utanaðkomandi aðilum til að halda utan um umræðurnar og taka saman niðurstöðum.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2404480 - Umsókn um styrk vegna keppnisferðar á Special Olympics Idrottfestival.**
|ÍTG samþykkir að veita Íþróttafélaginu Ösp styrk að upphæð 240.000,- vegna þátttöku fjögurra einstaklinga úr Garðabæ vegna keppnisferðar á Special Olympics Idrottfestival, áður Nordic games í Frederikshavn í Danmörku dagana 23.-27.maí 2024.
|
Þeir keppendur sem búa í Garðabæ og hljóta styrk eru:
Embla Dögg Hannesdóttir - fótbolti
Ásmundur Þór Ásmundsson - frjálsar
Skúli Steinar Pétursson - frjálsar
Aníta Ósk Hrafnsdóttir - frjálsar
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2404361 - Forsetabikarinn 2024**
|Íþrótta-, tómstunda- og forvarnafulltrúi og formaður ÍTG kynntu dagskrá Forsetabikarsins á vegum UMFÁ sem haldin er á Álftanesi á uppstigningardag, 9. maí nk. Á meðal dagskrárþátta eru fótboltaleikir, tónleikar, hoppukastalar, leiktæki, hestateymingar, bílasýningar, dýragarður, matarvagnar og forsetahlaupið, en farið var yfir hlaupaleiðina á fundinum.
|
ÍTG fagnar metnaðarfullri og skemmtilegri dagskrá Forsetabikarsins árið 2024.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2404442 - Fjallahjólamót í nágrenni höfuðborgarsvæðisins**
|Lögð var fram til kynningar umsókn Hjólreiðafélags Reykjavíkur til að halda fjallahjólamót þann 8. júní, í staðin fyrir árlegu Bláalónsþraut, sem ekki er hægt að setja á dagskrá út af jarðrhræringum við Grindavík.
|
Leiðin fer í gegnum nokkur sveitarfélög, start er í Heiðmörk og hjólað á veginum í áttina að Kaldárseli, kringum Búrfell og aftur til baka.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2404237 - Kolbrún Eva Hólmarsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk til Kolbrúnar Evu Hólmarsdóttur kr. 20.000,- vegna EM unglinga í fimleikum 28. apríl til 4. maí 2024 á Rimini á Ítalíu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2404238 - Kolbrún Eva Hólmarsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk til Kolbrúnar Evu Hólmarsdóttur kr 20.000,- vegna NM unglinga í fimleikum 4.-8. apríl 2024 í Ósló í Noregi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2404280 - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk til Sigurrósar Ástu Þórisdóttur kr. 20.000,- vegna EM unglinga í fimleikum 28. apríl til 4. maí 2024 á Rimini á Ítalíu.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2404282 - Sigurrós Ásta Þórisdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk til Sigurrósar Ástu Þórisdóttur kr. 20.000,- vegna NM unglinga í fimleikum 4.-8. apríl 2024 í Ósló í Noregi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2404363 - Margrét Lea Kristinsdóttir - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk til Margrétar Leu Kristinsdóttur kr. 20.000,- vegna NM unglinga í fimleikum 4.-8. apríl 2024 í Ósló í Noregi.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2405014 - Rannveig Edda Aspelund - Umsókn um ferðastyrk íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar**
|ÍTG samþykkir ferðastyrk til Rannveigar Eddu Aspelund kr. 20.000,- vegna þátttöku í Dance World Cup (í dansi, ballet, show dance) í Prag 30. júlí 2024.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00.
|
|
|
|
||
|[Til baka](javascript:history.back()) |
|[Prenta](#)