Vopnafjarðarhreppur
Fjölskylduráð - 21
== Fundur nr. 21 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð
BS
Berglind SteindórsdóttirNefndarmaður
HA
Heiðbjört AntonsdóttirNefndarmaður
JHH
Jenný Heiða HallgrímsdóttirNefndarmaður
HD
Hjörtur DavíðssonNefndarmaður
DJB
Dorota Joanna BurbaNefndarmaður
ÞH
Þráinn HjálmarssonNefndarmaður
ÞS
Þórhildur SigurðardóttirStarfsmaður
SEK
Sigríður Elva KonráðsdóttirÁheyrnarfulltrúi skóla, skólastjóri
BÓWB
Berglind Ósk Wiium BárðardóttirÁheyrnarfulltrúi fyrir foreldra
SK
Sandra KonráðsdóttirÁheyrnarfulltrúi, leikskólastjóri
MÓÓ
Matthildur Ósk Óskarsdóttiráheyrnafulltrúi fyrir foreldra
KRS
Katla Rán SvavarsdóttirÁheyrnarfulltrúi leikskóla
Fundur var haldinn í fjölskylduráði, þriðjudaginn 7. maí í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00.
Samþykkt samhljóða.
Skólastjóri kynnir viðmið vegna skólasóknar en leiðbeiningarnar eru þær sömu og eru notaðar í skólum í Múlaþingi og Fjarðarbyggð. Næsta vetur verður þetta notað til viðmiðunar. Síðustu ár hafa fjarvistir nemanda aukist mikið. Samþykkt samhljóða.
Dorota kemur inn á fund.
Starfsdagur sem er settur 2. maí gæti færst í vikuna á eftir. Besta nýtingin á betri vinnutíma er í júní þar sem auðvelt er að ráða starfsmenn til afleysinga þá. Skrá þarf börn í leikskólann milli jóla og nýárs. Dagur sem átti að vera lokað á milli jóla- og nýárs tekinn út.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Dorota og Hjörtur sitja hjá.
Samantektin verður send til sveitarstjórnar og vill fjölskylduráð hvetja sveitarstjórn til að huga að því að byggja fleiri íbúðir fyrir eldri borgara. Samþykkt samhljóða.
Fjölskylduráð tekur vel í hugmyndina og Þórhildi er falið að vinna hana áfram í samvinnu við Bjarneyju. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:11.