Reykjavíkurborg
Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 48
==
==
[Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 48
](/fundargerdir/ibuarad-kjalarness-fundur-nr-48)
**Íbúaráð Kjalarness**
Ár 2024, miðvikudaginn, 8. maí, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Ellen J. Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sat einnig Ragnar Harðarson.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir ritaði fundargerð.
**Þetta gerðist:**
Lögð fram tilkynning umhverfis- og skipulagsviðs ódags. um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettastíg í Esju. USK23110296.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram eftirfarandi bókun:
Íbúaráðið fagnar bættu aðgengi fyrir göngufólk.
Fylgigögn
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldáætlun 2024 – 2028. MSS24040187.
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðs Kjalarness að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk.
Fylgigögn
Fram fer umræða um svifferju upp Esjuhlíðar. MSS24050009.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram eftirfarandi bókun:
Íbúaráð Kjarness vill koma á framfæri við Framkvæmdasýsluna ríkiseignir vilja íbúa til þess að koma að samtali um Esjuferju á sem flestum stigum málsins.
Fylgigögn
Lagðar fram umsóknir styrkja úr Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095.
Samþykkt að veita verkefninu Kaffihlaðborð í félagsheimilinu Fólkvangi, styrk að upphæð kr. 100.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Leikhópurinn Lotta á Vorhátíð leikskólans Bergs, styrk að upphæð kr. 100.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Sumarblóm við Klébergslaug, styrk að upphæð kr.25.000,-
Samþykkt að veita verkefninu BMX Brós sýning í Klébergsskóla, styrk að upphæð kr. 100.000,-
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
**Fundi slitið kl. 17.36**
Ellen Jacqueline Calmon Guðfinna Ármannsdóttir
Sigrún Jóhannsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson
**PDF útgáfa fundargerðar Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 8. maí 2024**