Vopnafjarðarhreppur
Umhverfis- og framkvæmdaráð - 17
== Fundur nr. 17 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 10:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
BS
Borghildur SverrisdóttirNefndarmaður
IDJ
Ingólfur Daði JónssonNefndarmaður
BHS
Björn Heiðar SigurbjörnssonNefndarmaður
KÓP
Kristrún Ósk PálsdóttirNefndarmaður
SGS
Sigurður Grétar SigurðssonNefndarmaður
AKÁ
Agnar Karl ÁrnasonNefndarmaður
SJ
Sigurður JónssonByggingarfulltrúi
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirRitari
Fundur haldinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Vopnafjarðarhrepps 08. maí 2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 10:00.
Umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun vegna tilkynningar til ákvörðunar á matsskyldu framkvæmdarinnar. Mál nr. 502/2024.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að senda fyrirliggjandi drög að umsögn og samþykkir að vísa þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Umhverfis- og framkvæmdaráð frestar erindinu þangað til niðurstaða Skipulagsstofnunnar um matsskyldu framkvæmdar liggur fyrir.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir vélageymslu frá landeiganda Bustarfells.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila útgáfu byggingarleyfis með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því að ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif. Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að falla frá grenndarkynningu og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar Krossavíkur 3 ásamt merkjalýsingu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
** Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar og vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Tillaga frá hafnarverði varðandi skráningu á vigtarhúsinu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði lóð fyrir vigtarhús í samræmi við það sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá Rögnvaldi Þorgrímssyni um aðstöðu og staðsetningu fyrir sjálfsafgreiðslu fiskisölu í miðbænum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum:
**Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar erindinu en leggur til að fundin verði önnur staðsetning á miðbæjarsvæðinu í samvinnu við umsóknaraðila.**
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:57.