Fjarðabyggð
Fjölskyldunefnd - 6.
**1. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025**
|Farið yfir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025. Verið er að vinna að drögum að starfsáætlun fræðslumála. |
| |
__Gestir__
|Guðlaug Árnadóttir - 00:00|
|Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00|
|Guðlaug Björgvinsdóttir - 00:00|
**2. 2405033 - Ársfjórðungsyfirlit fræðslumála**
|Farið yfir ársfjórðungs rekstrarniðurstöðu fræðslumála. Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu fór yfir rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins. Áfram er þörf á að gæta aðhalds innan málaflokksins. |
**3. 2405025 - Kynning á starfamessu til ungmennaráðs**
|Kynnt starfamessa Austurlands sem er kynning á fjölbreyttum störfum á Austurlandi. Starfamessan er unnin í samstarfi við Austurbrú og sveitarfélög á Austurlandi. Starfamessan verður haldin í haust. |
**4. 2405019 - Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar**
|Fjölskyldunefnd felur stjórnanda skólaþjónustu og fræðslumála að uppfæra 7. gr. í samræmi við umræður á fundinum. Fjölskyldunefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar áfram til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu. |