Garðabær
Bæjarráð Garðabæjar - 18. (2119)
|14.05.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
|
|
||
|**Fundinn sátu: **Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
|
||
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
|
||Gengið var til dagskrár og fyrir tekið:
|
|
||
|
|
|
|
|**1. 2310231 - Hestamýri 2 - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingafulltrúa að veita Hestamýri ehf., kt. 680122-1480, leyfi til að byggja 32 íbúða fjölbýlishús með bílakjallara á lóðinni Hestamýri 2.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2401557 - Útholt 14- Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingafulltrúa að veita Ágústi Erni Arnarsyni, kt. 150891-2219, leyfi fyrir byggingu staðsteypts einbýlishúss á lóðinni Útholti 14.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2311540 - Þórukot - Umsókn um byggingarleyfi.**
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingafulltrúa að veita Garðabæ, kt. 570169-6109, leyfi fyrir innanhússbreytingum vegna snyrtingu í aðalhúsi, þar sem bætt er við snyrtingu fyrir fatlaða í fasteigninni Þórukoti.
|
Húsnæðið er skv. samkomulagi við Garðabæ, nýtt tímabundið sem golfskáli.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2404386 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Eskiás 7 og 10.**
|Bæjarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja tillögu skipulagsnefndar, frá fundi 8. maí um breytingu deiliskipulags Ása og Grunda, sem nær til fjölbýlishúsa við Eskiás 6, 7, 8 og 10.
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða við Eskiás eykst um 22 íbúðir, eða úr 276 í 298.
Einnig að byggingarreitum á lóðunum nr. 7 og 10 verði breytt, þannig að þær íbúðagerðir sem þróaðar hafa verið á svæðinu gangi vel upp á lóðunum. Auk þess gerir tillagan ráð fyrir að hámarskhæðafjöldi hækki úr tveimur í þrjár hæðir á lóðinni nr. 10 og á nyrðri byggingarreit meðfram Eskiási á lóðinni nr. 7.
Samþykkt tillaga skal auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2307075 - Afgreiðsla skipulagsnefndar vegna fyrirspurnar til tækni og umhverfissviðs varðandi lóð fyrir smádreifistöð Veitna við Olís í Garðabæ. **
|Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar varðandi erindi Veitna ohf. dags. 26. mars 2024. Í erindinu kemur fram að Veitur geti ekki fallist á að lóð fyrir smádreifistöð til þess að geta afhent rafmagn fyrir hraðhleðslustöðvar Ísorku/Olís a horni Hafnarfjarðarvegar og Vífilstaðavegar, hafi ekki stoð í deiliskipulagi.
|
Staðsetning dreifistöðvarlóðarinnar er utan deiliskipulagssvæðis Hafnarfjarðarvegar og á svæði sem skilgreint er í deiliskipulagi Ása og Grunda, sem svæði þar sem deiliskipulagi er frestað.
Bensínstöðvarlóðin á sér þannig ekki stoð í deiliskipulagi og því er óhjákvæmilegt að lóð smádreifistöðvar sem tengist umræddri bensínstöðvarlóð hafi sömu stöðu gagnvart skipulagi.
Í afgreiðslu skipulagsnefndar kemur fram að nefndin sýni því skilning að Veitur vinni eftir verklagsreglum en til þess að dreifistöðvarlóðin geti eignast stoð í skipulagi þyrfti bensínstöðin að hafa þá sömu stoð og skipulagsnefnd mælir þannig ekki með því að áætlunum verði breytt hvað það varðar.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2405091 - Afgreiðsla skipulagsnefndar varðandi tillögu á breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður varðandi raðhúsaeiningar við Vorbraut. **
|Afgreiðslu málsins er frestað.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2405134 - Bréf umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytis varðandi umsóknir sveitarfélaga um styrki til fráveituframkvæmda og auglýsing SSH eftir umsóknum, dags. 8. maí 2024.**
|Lögð fram auglýsing Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytisins eftir umsóknum um styrki til fráveituframkvæmda, dags. 8. maí 2024.
|
Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fráveituframkvæmdin sé áfangi í heildarlausn á fráveitumálum sveitarfélags í samræmi við áætlun sem hefur hlotið samþykki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.
Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til 1. júlí 2024.
Málinu er vísað til umhverfissviðs.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2405159 - Umsókn Eriks Yngva Brannan um sumarlaun 2024 vegna þátttöku í Ólympíuleikum í efnafræði.**
|Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Erik Yngva Brannan, kt. 110106-2380, um greiðslu sumarlauna 2024 vegna undirbúnings og þátttöku á Ólympíuleikunum í efnafræði.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2403132 - Bæjarlistamaður Garðabæjar 2024 og heiðursviðurkenning.**
|Bæjarráð samþykkir tillögu menningar- og safnanefndar um tilnefningu á bæjarlistamanni Garðabæjar árið 2024. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu menningar- og safnanefndar um veitingu heiðursviðurkenningar.
|
Tilnefningarnar verða tilkynntar á menningaruppskeruhátíð föstudaginn 7. júní 2024, kl. 16:00 í Sveinatungu.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2308538 - Yfirlit yfir kaup á vörum og þjónustu frá stærstu birgjum árið 2023.**
|Bæjarstjóri gerði grein fyrir vöru- og þjónustukaupum af stærstu birgja á árinu 2023.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2405152 - Verkefnaáætlun Velferðarsviðs Garðabæjar.**
|Sviðsstjóri Velferðarsviðs fór yfir verkáætlun og starfsemi sviðsins.
|
|
|
|
|
|
||Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.
|