Suðurnesjabær
Bæjarráð
= Bæjarráð =
Dagskrá
=== 1.HB64 - Grænn vistiðngarður ===
2402073
Bergný Jóna Sævarsdóttir og Elín Guðnadóttir hjá Kadeco sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og fóru yfir vinnu og stöðu mála vegna þróunaráætlunar græns vistiðngarðs á svæðinu Helguvík/Bergvík.
=== 2.Garðbraut 94 - Íþróttamiðstöðin í Garði - Tjón á gólfi í íþróttasal ===
2402071
Jón Ben Einarsson sviðsstjóri skipulags-og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir minnisblaði og kostnaðaráætlun um endurnýjun á gólfi í íþróttasal íþróttamiðstöðvarinnar í Garði. Tjón á gólfinu kom til af völdum heitavatnsleysis vegna náttúruhamfara í febrúar 2024.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur í minnisblaði um endurnýjun á gólfi. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir og kynna breytingu á fjárfestingaáætlun.
Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögur í minnisblaði um endurnýjun á gólfi. Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir og kynna breytingu á fjárfestingaáætlun.
=== 3.Fjárhagsáætlun 2025-2028 ===
2405023
Minnisblað frá bæjarstjóra með tillögum um vinnslu og markmið vegna fjárhagsáætlunar 2025-2028.
Afgreiðsla:
Eftirfarandi markmið fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar samþykkt samhljóða:
Megin markmið verði að standast fjárhagsleg viðmið um jafnvægisreglu og skuldareglu sbr 64. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Framlegð frá rekstri A og B hluta verði ekki undir 11%.
Veltufé frá rekstri verði ekki undir 600 mkr. á ári á næstu árum, til að standa undir afborgunum lána og sem mestu af fjárfestingum næstu ára.
Fjárfestingar verði sem mest fjármagnaðar með skatttekjum og söluhagnaði eigna á næstu árum, þannig að lántökum verði haldið í lágmarki.
Áhersla á ábyrgð og aðhald í fjármálum, bæði varðandi rekstur og fjárfestingar, en á sama tíma og út frá framangreindum markmiðum verði ekki dregið úr þjónustu við íbúa, heldur verði langtímamarkmið að bjóða íbúum upp á sem mesta og besta þjónustu á öllum þeim sviðum sem sveitarfélaginu ber að gera.
Gjaldskrá þjónustugjalda haldist í takti við þróun verðlags.
=== 4.Mennta- og frístundastefna Suðurnesjabæjar ===
2104028
Minnisblað frá bæjarstjóra með tillögu um skipan starfshóps sem vinni að innleiðingu, aðgerðaáætlun og eftirfylgni mennta-og frístundastefnu.
Afgreiðsla:
Tillaga um skipan starfshóps samþykkt samhljóða.
Tillaga um skipan starfshóps samþykkt samhljóða.
=== 5.Samstarfssamningur við Hollvini Unu í Sjólyst ===
2006061
Drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Hollvini Unu í Sjólyst varðandi húsið Sjólyst.
Afgreiðsla:
Samstarfssamningur við Hollvini Unu í Sjólyst samþykktur samhljóða.
=== 6.Erindi frá fjáreigendum í syðra beitarhólfi ===
2203044
Framhald á umfjöllun um erindi dags. 04.03.2024 eftir umsögn framkvæmda-og skipulagsráðs frá 53.fundi dags. 17.04.2024, þar sem framkvæmda-og skipulagsráð hafnar erindinu.
Afgreiðsla:
Samkvæmt framlögðum gögnum í framkvæmda-og skipulagsráði er ljóst að beitarréttur fjáreigenda er ekki til staðar á því landi sem er eign sveitarfélagsins.
Samkvæmt framlögðum gögnum í framkvæmda-og skipulagsráði er ljóst að beitarréttur fjáreigenda er ekki til staðar á því landi sem er eign sveitarfélagsins.
=== 7.Sveitarfélagið Vogar - sameiningarmál ===
2309116
Fundargerðir 4. og 5. funda verkefnishóps um könnunarviðræður um sameiningu sveitarfélaga.
Afgreiðsla:
Lagt fram.
=== 8.Forkaupsréttur fiskiskipa ===
1903011
Samkvæmt lögum nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða á Suðurnesjabær forkaupsrétt að skipinu Beta GK36, skipaskrárnúmer 2764, sem er í söluferli. Skipið verður selt án aflahlutdeilda og án aflamarks.
Afgreiðsla:
Samþykkt samhljóða að Suðurnesjabær falli frá forkaupsrétti að skipinu Beta GK36.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Lagt fram.