Vesturbyggð
Bæjarstjórn - 395
= Bæjarstjórn #395 =
Fundur haldinn í Brellum, fundarsal í ráðhúsi Vesturbyggðar, 15. maí 2024 og hófst hann kl. 17:00
====== Nefndarmenn ======
- Anna Vilborg Rúnarsdóttir (AVR) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Friðbjörn Steinar Ottósson (FSO) aðalmaður
- Maggý Hjördís Keransdóttir (MHK) varamaður
- Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
- Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir (SSS) aðalmaður
- Tryggvi Baldur Bjarnason (TBB) varamaður
====== Starfsmenn ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir (GBS) sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
- Þórdís Sif Sigurðardóttir (ÞSS) bæjarstjóri
====== Fundargerð ritaði ======
- Gerður Björk Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
== Almenn erindi ==
=== 1. Skýrsla bæjarstjóra ===
Bæjarstjóri Vesturbyggðar fór yfir helstu verkefni síðustu vikna.
Til máls tóku:Forseti, bæjarstjóri og ÁS
=== 2. Ársreikningur 2023 ===
Lagður fram til seinni umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnanna hans fyrir árið 2023.
Til máls tók: Forseti
Rekstrartekjur A og B hluta bæjarsjóðs voru 2.403 millj. kr., þar af voru 1.939 millj. kr. vegna A hluta og jukust tekjur A hluta um 17,8% á milli ára.
Veltufé frá rekstri í A hluta jókst um 55,5% á milli ára og var 141,8 milljónir á árinu 2023. Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi A og B hluta var 289,5 millj. kr. Nam handbært fé í árslok 84 millj. kr.
Fjárfest var á árinu fyrir 417 millj. kr. í fastafjármunum og hafa fjárfestingar hjá sveitarfélaginu aldrei verið hærri. Tekin voru ný lán á árinu 2023 uppá 259 millj. kr. Afborganir langtímalána námu 170,5 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 88,5 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 19 millj. kr. Munar þar mest um lífeyrisskuldbindingu sem nam 71,5 millj. kr en gert hafði verið ráð fyrir 20 milljónum. Hluti þeirrar færslu er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindingar Brúar, A deild en þar er um að ræða einskipts færslu. Fjármagnstekjur og gjöld námu 170 millj. kr. en gert hafi verið ráð fyrir 124 millj.kr.
Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 11 millj. kr. en í fjárhagsáætlun hafði verið gert ráð fyrir jákvæðri afkomu upp á 83 millj. kr. Munar þar mest um lífeyrisskuldbindingu sem nam 71,5 millj. kr en gert hafði verið ráð fyrir 20 milljónum. Hluti þeirrar færslu er uppgjör vegna lífeyrisskuldbindingar Brúar, A deild en þar er um að ræða einskipts færslu. Fjármagnstekjur og gjöld námu 208 millj. kr. en gert hafi verið ráð fyrir 170 millj.kr. Varúðarniðurfærsla viðskiptakrafna í hafnarsjóði nam 55 milljónum.
Heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta námu 3.496 millj. kr. í árslok 2023. Skuldir A hluta námu í árslok 2023 2.560 millj. kr., heildarskuldbindingar (A og B hluta) námu um 2.856 millj. kr.
Skuldaviðmið var 87% í árslok 2023 og hafði hækkað um 5% frá árinu 2022.
Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 640 millj. kr. í árslok 2023 og var eiginfjárhlutfall 18,3%.
Ársreikningur Vesturbyggðar fyrir árið 2023 samþykktur samhljóða.
=== 3. Tálknafjarðarhreppur - Viðaukar við fjárhagsáætlun ===
Erindi frá Tálknafjarðarhrepp dags. 3.5.2024 þar sem viðauki nr. 1 og 2 við fjárhagsáætlun Tálknfjarðarhrepps 2024 er sendur til bæjarstjórnar Vesturbyggðar til umsagnar.
Til máls tók:Forseti
Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir ekki athugasemdir við viðaukana og eru þeir samþykktir samhljóða.
=== 4. Deiliskipulag Skóla-, Íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal. ===
Tekið fyrir eftir auglýsingu deiliskipulag, skóla, íþrótta- og þjónustusvæðis á Bíldudal. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma en umsagnir bárust frá Orkubúi Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða sem gerðu engar athugasemdir við tillöguna.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og TBB.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða og felur skipulagsfulltrúa að afgreiða hana skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
== Fundargerðir til kynningar ==
=== 5. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 7 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 7. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 23. apríl 2024. Fundargerð er í 3 liðum.
Til máls tók: Forseti.
=== 6. Undirbúningsstjórn vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 8 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 8. fundar undirbúningsstjórnar vegna sameiningar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 13. apríl 2024. Fundargerð er í 1 lið.
Til máls tók: Forseti.
=== 7. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 70 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 70. fundar samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps, fundurinn var haldinn 22. apríl 2024. Fundargerð er í 2 liðum.
Til máls tók: Forseti.
=== 8. Skipulags og umhverfisráð - 118 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 118. fundar skipulags og umhverfisráðs, fundurinn var haldinn 10. maí 2024. Fundargerðin er í 1 lið.
Til máls tók: Forseti.
=== 9. Menningar- og ferðamálaráð - 33 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar menningar- og ferðamálaráðs, fundurinn var haldinn 10. maí 2024. Fundargerðin er í 3 liðum.
til máls tók: Forseti og ÁS.
=== 10. Fræðslu- og æskulýðsráð - 93 ===
Lögð fram til kynningar fundargerð 93. fundar fræðslu- og æskulýðsráðs, fundurinn var haldinn 22. apríl 2024. Fundargerð er í 4 liðum.
Til máls tók: Forseti.
**Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:41**
Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 395. fundar
miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði. Fundurinn er jafnframt síðasti bæjarstjórnarfundur Vesturbyggðar í núverandi mynd. Þann 19. maí nk. tekur sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar gildi.
Jón Árnason forseti setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðun. Svo var ekki.