Dalabyggð
Sveitarstjórn Dalabyggðar - 246
**1. 2208004 - Vegamál**
|Til máls tóku: Eyjólfur, Garðar, Eyjólfur (annað sinn).|
Eyjólfur leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar tekur heilshugar undir það er fram kemur í samantekt SSV og undirstrikar að ástand þjóðvegar 60 í gegnum Dali er þannig að hættuástand varir á veginum meðan ástand hans er eins og raun ber vitni. Rétt er að nefna í þessu efni að vegurinn um Dalina, þjóðvegur 60, er inngangur að heilum landshluta (Vestfjörðum) svo staðan er ekki einkamálefni Vesturlands eða Dalabyggðar. Við skorum á alþingismenn, umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, innviðaráðherra sem og Vegagerðina að beita sér af alefli á næstu dögum og vikum með öllum tiltækum ráðum til að fjármagni verði veitt í nauðsynlegar aðgerðir.
Nú duga orðin ein og sér ekki lengur. Aðgerða er þörf á árinu 2024, ábyrgð okkar allra er mikil til að tryggja ásættanlegt öryggi á þjóðvegi 60 í gegnum Dalina áleiðis á Vestfirði og Strandir.
Samþykkt samhljóða.
**2. 2405001 - Tengivegaáætlun 2024-2028**
|Til máls tóku: Garðar, Björn Bjarki.|
Garðar leggur fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Dalabyggðar gagnrýnir fyrirliggjandi tengivegaáætlun Vegagerðarinnar á svokölluðu Vestursvæði harðlega.
Í fyrsta lagi þarf að hraða þeim framkvæmdum sem nú eru á áætluninni, þ.e. Laxárdalsvegi og Klofningsvegi og ná þarf fleiri kílómetrum inn á þá vegi á komandi árum. Aðeins eru 9 kílómetrar sem tengjast framkvæmdum sem nú eru hafnar á Klofningsvegi, ná þarf enn fleiri kílómetrum hvað þann veg varðar inn á áætlunina m.t.t. atvinnulífs og skólasóknar þeirra sem þar búa. Enn er inn á tengivegaáætluninni úthlutun fjármuna í Steinadalsveg, framkvæmd sem við styðjum, en höfum vakið athygli á að óeðlilegt sé að fjármunir í þá framkvæmd sé útdeilt úr þeim „potti“ sem um ræðir því einn af þeim lykilþáttum sem horft er til varðandi útdeilingu fjármuna úr tengivegapotti er að viðkomandi vegur hafi hlutverk samanber skólaakstur og vinnusókn. Við undirstrikum að við styðjum heilshugar alla uppbyggingu vega í Dalabyggð, hvar sem þeir liggja, en finna þarf aðra leið til að veita fjármagni í þá framkvæmd sem um ræðir og fá þar með þær rúmu 520 milljónir sem í tengivegaáætluninni eru, í aðra tengivegi í Dölunum, ekki veitir af.
Um alla Dalabyggð er skólabörnum ekið um malarvegi sem eru í algjörlega óviðunandi ástandi. Almennt er viðhaldi tengivega innan Dalabyggðar með öllu óviðunandi og rétt er að vekja athygli á því að hlutur Vesturlands innan Vestursvæðis í samgönguáætlun er mjög lítill í samanburði við að Vesturland er um 2/3 af skilgreindu Vestursvæði Vegagerðarinnar sem dekkar Vesturland og Vestfirði.
Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á þingmenn, samgöngunefnd Alþingis, innviðaráðherra sem og Vegagerðina að beita sér af öllu afli með okkur í Dalabyggð til að rétta hlut okkar og koma vegakerfinu í Dölunum í ásættanlega stöðu sem allra fyrst.
Samþykkt samhljóða.
[tengivegaaetlun_2024-2028.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=1gfAEJmgN0KkZV7jDOvPg&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**3. 2404016 - Fjárhagsáætlun 2024-Viðauki II**
|Til máls tók: Björn Bjarki|
Samþykkt samhljóða.
[Viðauki_2..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=tIvjBfXiT0ajXVIvqx_3lw1&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
[Viðauki II, sundurliðun, 29.04.2024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=1JSGXa9w2E2P2mKR_jyOEQ&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**4. 2402003 - Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
Samþykkt samhljóða.
[Þjónustustefna Dalabyggðar - DRÖG að loknu samráði.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=oBtko8TXN0CnzvpjLRRIA&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**5. 2310010 - Samstarfssamningur við Skátafélagið Stíganda 2024-2026**
|Samþykkt samhljóða.|
[skatafelagid_stigandi_undirritadur_18042024..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=7v2ugVAxkGFGptg9d7IQQ&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**6. 2403003F - Byggðarráð Dalabyggðar - 321**
**7. 2403006F - Atvinnumálanefnd Dalabyggðar - 46**
**7.1. 2301016 - Tjaldsvæðið í Búðardal 2023**
Carolin og Skjöldur fara yfir rekstur síðasta ár og áætlanir 2024.
Sorpflokkun gesta ekki sú besta þó merkt ílát séu til staðar, fólk virðist gleyma sér þegar það er í fríi. Skilar sér í kostnaði og vinnu.
Stefnt að því að endurnýja tenglahús á tjaldsvæðinu fyrir sumarið og unnið að áætlun fyrir drenun.
Rekstraraðilar vinna að betra skipulagi á tjaldsvæðinu með tilliti til gróðurs, vegar, gönguleiða á svæðinu, brunavarna o.s.frv.
Ábending til sveitarfélagsins varðandi fjölda aðila sem gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum og öðrum ferðabílum utan tjaldsvæða í Dalabyggð, m.a. á almennum bílastæðum, við veiðistaði meðfram ám o.s.frv.
Í lögreglusamþykkt fyrir Dalabyggð segir: "Eigi má gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum eða tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða."
Nefndin þakkar Carolin og Skildi fyrir komuna.
**7.2. 2402009 - Þróunarverkefni í Dalabyggð 2024**
Nefndin skoði umræðuefni og kynningar fyrir komandi kaffispjall í Nýsköpunarsetrinu með tilliti til þróunarverkefna í sveitarfélaginu.
Rætt um hugmyndir fyrir afþreyingarmöguleika, framleiðslu matvæla í héraðinu, möguleika ferðaþjónustunnar og fleira. Tækifærin til staðar og fjöldi hugmynda. Ýmsir möguleikar hafa opnast til uppbyggingar á þessu sviði m.a. með DalaAuði, eflingu nýsköpunar á öllum skólastigum og styrkingu ímyndar Dalanna.
**7.3. 2404009 - Forgangsröðun fjarskiptamála í Dalabyggð**
Farið yfir það sem komið er inn í skýrsluna og nefndin vinnur áfram að forgangsröðun fjarskiptamála.
**7.4. 2404014 - Forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð**
Í forgangsröðun vegaframkvæmda í Dalabyggð kemur fram: "Forgangsröðun þessi verði uppfærð árlega þar sem hún er borin undir íbúa á opnum fundi, ásamt því að fá umfjöllun atvinnumálanefndar. Að uppfærslu lokinni verði hún tekin fyrir hjá sveitarstjórn Dalabyggðar og send fyrrnefndum aðilum að nýju."
Lagt til að opinn fundur verði haldinn þriðjudaginn 4. júní 2024, öll velkomin.
**7.5. 2401029 - Upplýsingar um atvinnuleysi 2024**
Lagt fram til kynningar.
**8. 2404004F - Fræðslunefnd Dalabyggðar - 130**
**8.1. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í Auðarskóla.
Farið yfir málefni skólans hvað varðar starfsmannamál og innra skipulag.
Verið er að undirbúa starfið næsta skólaár hvað varðar skipulag og unnið er að ráðningum starfsmanna.
Nemendur verða 70 næsta skólaár í grunnskólanum.
Unnið er að undirbúningi þess að koma á farsældarteymi, forvarnarteymi og unnið að gerð umbótaáætlunar fyrir næsta skólaár.
Verið er að undirbúa vorferðalög og ýmislegt annað tengt þessum síðustu vikum skólaársins sem nú eru í gangi.
**8.2. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
Skólastjóri fór yfir stöðu mála í leikskóla.
Farið yfir málefni skólans hvað varðar starfsmannamál og innra skipulag.
Sveitaheimsókn verður í næstu viku og vorferðalag í júní. Í bígerð er undirbúningur sumarhátíðar í leikskólanum, í góðu samstarfi við foreldrafélagið og einnig er frekara samstarf og samvinna í burðarliðnum.
Frá hausti er reiknað með 24 börnum í leikskólanum.
**8.3. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024 - 2029**
Samþykkt að vinna málið áfram.
**8.4. 2404022 - Tónlistarskóli 2024**
Rætt um málefni tónlistarskólans og starfsmannamál.
Einnig var rætt um hvort eða hvernig hægt væri að opna á nám fyrir eldri nemendur en þá sem eru í grunnskóla og eins hvort hægt væri og heimilt að nýta aðstöðuna sem um er að ræða fyrir aðra en nemendur skólans.
Fræðslunefnd felur starfsmönnum nefndarinnar að kanna hvort fordæmi séu til fyrir slíku verkefni í öðrum sveitarfélögum.
**8.5. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
**8.6. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð **
Fræðslunefnd fagnar því hvar verkefnið er statt og þakkar Íþróttafélaginu Undra fyrir frumkvæðið. Boðið verður upp á tómstundaakstur og mun verða boðið upp á þeir sem verða í vinnuskólanum geti nýtt aksturinn meðan tómstundastarfið er.
**8.7. 2404019 - Eldhugarnir**
Fræðslunefnd þakkar Þorgrími erindið, farið yfir margar af þeim góðu ábendingum sem fram koma í erindi Þorgríms og ánægjulegt að sjá að verið sé að gera ýmislegt af þeim þáttum sem fram koma í skólastofnunum Dalabyggðar og í samfélaginu.
Samþykkt að bjóða Þorgrími í heimsókn í Dalina á haustmánuðum, á fund með fræðslunefnd og einnig í heimsókn í skólana okkar í tengslum við verkefnið.
**9. 2404005F - Umhverfis- og skipulagsnefnd Dalabyggðar - 146**
**9.1. 2301065 - Ljárskógarbyggð**
Nefndin fór yfir uppfærð gögn og gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti. Skipulagsfulltrúa falið að senda gögnin til Skipulagsstofnunar til yfirferðar og óska leyfis til að auglýsa tillöguna.
**9.2. 2404024 - Umsókn um byggingarleyfi - Viðbygging að Haukabrekku**
Nefndin gerir ekki athugasemdir. Samþykkt samhljóða.
**9.3. 2404020 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2024**
Samþykkt
**10. 2404001F - Menningarmálanefnd Dalabyggðar - 38**
**10.1. 2310001 - Bæjarhátíð 2024**
Unnið áfram að dagskránni.
Ítrekað verður við rekstraraðila varðandi þátttöku í dagskránni.
Verið að staðfesta tímasetningar á viðburðum.
**10.2. 2403013 - 17. júní 2024**
Unnið áfram að dagskrá í samstarfi við félög í héraði.
**10.3. 2402008 - Járngerðarsýning - Úr mýri í málm**
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til að hún verði tekin heim. Unnið verður að því að finna henni stað í héraði.
**10.4. 2404020 - Mál frá Alþingi til umsagnar 2024**
Verkefnastjóra falið að ganga frá umsögninni og skila henni inn.
**11. 2404007F - Dalaveitur ehf - 48**
**11.1. 2305019 - Dalaveitur/ljósleiðarahluti**
**11.2. 2306015 - Hitaveita Laugum (Dalav.) - heimt. íbúðarhúsa - DALAV23**
Samþykkt að setja upp mæla í allar húseignir að Laugum og í sumarhúsahverfi. Einnig samþykkt að hefja undirbúning að lagningu á nýjum stofni og að kostnaðargreining á því verkefni eigi sér stað sem allra fyrst þannig að á næstu vikum verði hægt að fara í aðgerðir.
**13. 2404021 - Ársskýrsla NýVest ses. 2023**
[Ársskýrsla Nývest ses 2023..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ZLhZScDCM0OBrrb2nsJMlA&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**14. 2401003 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2024**
[stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 947..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=TA6zzkoViUqIl04JAy7_ag&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**15. 2401010 - Fundir Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2024**
[189 2024_0506_Samþykkt fundargerð..pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=pz3c2IseWE2zN21aAyieig&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)
**16. 2401014 - Skýrsla sveitarstjóra**
|Til máls tók: Björn Bjarki.|
[Skýrsla sveitarstjóra á fundi 246.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=kLtq7vEIzkGmZbiMVMQGYQ1&meetingid=An4tB2B_M0uTcA_ckcp5PQ1)