Vopnafjarðarhreppur
Menningar- og atvinnumálanefnd - 20
== Fundur nr. 20 ==
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
FBF
Fanney Björk FriðriksdóttirNefndarmaður
RLG
Ragna Lind GuðmundsdóttirNefndarmaður
HG
Hreiðar GeirssonNefndarmaður
BM
Bobana MicanovicNefndarmaður
HBÓ
Hafdís Bára ÓskarsdóttirNefndarmaður
ÍEJ
Íris Edda JónsdóttirRitari
Fundur nr. 20 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 15. maí klukkan 8:30.
Þrjár umsóknir bárust til menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps.
Þórhildur Sigurðardóttir sækir um styrk fyrir fjölmenningarhátíð á Vopnafirði. Sótt er um 186.000 kr. Styrkurinn nemur 70% af heildarupphæð.
Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.
Dagný Steindórsdóttir sækir um styrk fyrir ljósmyndasýningu. Sótt er um 56.000 kr. Styrkurinn nemur 70% af heildarupphæð.
Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.
Hofskirkja sækir um styrk fyrir móttöku á ferðafólki í sumar í Safnaðarstofunni á Hofi. Sótt er um 150.000 kr. Styrkurinn nemur 70% af heildarupphæð.
Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.
Menningar- og atvinnumálanefnd bendir á mikilvægi safnsins fyrir sveitarfélagið og leggur áherslu á að fundin verði farsæl leið til að halda áfram rekstri Bustarfells.
Lagt fram til kynningar.
Upp kom uppástunga um dagsetningar sem ákveðið var að skoða hvort það gengur upp.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:58.