Fjarðabyggð
Bæjarráð - 849
**1. 2405019 - Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar**
|Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um skólaakstur í Fjarðabyggð. |
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
**2. 2405129 - Hoppsabomm - Stefnumót um framtíð skíðasvæðanna á Austurlandi**
|Framlögð til kynningar samantekt frá fundi um stefnumótun skíðasvæða á Austurlandi sem haldinn var á Egilsstöðum 29. apríl 2024.|
Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til að taka þátt í þróunarhóp um skíðasvæðin.
**3. 2405117 - Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur**
|Framlögð til kynningar drög af ársreikningi Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga vegna ársins 2023.|
**4. 2405088 - Ársfundur Austurbrúar 2024**
|Framlagt boð ársfundar Austurbrúar 2024 sem haldinn er 23. maí í Breiðdal.|
[Skipulagsskrá Austurbrúar ses.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=n7xxc2PozEG7BFLJ48BEDA&meetingid=kBniqxsaEGrHzPakFPOBw1
&filename=Skipulagsskrá Austurbrúar ses.pdf)
[Nefndartillögur.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=Vem1lPH3qU23JmqGJKB2lQ&meetingid=kBniqxsaEGrHzPakFPOBw1
&filename=Nefndartillögur.pdf)
[Dagskrá Aðalfundur Austurbrúar 2024.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=JZnC6x8yT0ymRN5y9b6uA&meetingid=kBniqxsaEGrHzPakFPOBw1
&filename=Dagskrá Aðalfundur Austurbrúar 2024.pdf)
**5. 2403087 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024**
|Framlögð til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar samtaka orkusveitarfélaga.|
**6. 2405071 - Fundargerðir stjórnar Náttúrustofu Austurlands árið 2024**
|Framlögð til kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Náttúrustofu Austurlands|
**7. 2405131 - Til umsagnar 1114 mál - frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga**
|Framlagt erindi frá Nefndasviði Alþingis vegna 1114. máls, frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða sem er til umsagnar.|
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að veita umsögn um frumvarpið.
**8. 2405083 - Viðbótargreiðsla til B deildar Brúar líf. vLíf. Neskaupstaðar 2024**
|Framlögð tilkynning frá Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga vegna Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar vegna greiðslu til að uppfylla skilyrði 36.4 gr. samþykkta sjóðsins á árinu 2024. Nemur fjárhæðin um 141 m.kr.|
Bæjarstjóra falið að ræða við framkvæmdastjóra sjóðsins um þetta ákvæði samþykktanna.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**9. 2405101 - Viðauki við samning um leigu á gámum samkv. útboði 2021**
|Lögð fram drög að viðauka við samning um leigu á gámum á gámastöð, flutning á úrgangi og gjald fyrir endurvinnslu málma við GS lausnir frá 2021.|
Bæjarráð samþykkir viðauka við samning og felur bæjarstjóra undirritun hans.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**10. 2405082 - Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2023**
|Framlagður ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2023 til áritunar. |
Ársreikningur félagsins undirritaður og aðalfundur félagsins fer fram kl.11:00 þann 21. maí 2024.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**11. 2405081 - Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2023**
|Framlagður ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2023 til áritunar.|
Ársreikningur félagsins undirritaður.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**12. 2405132 - Strandgata 39, Eskifirði - Sala eigna**
|Umræða um sölu á Strandgötu 39 á Eskfirði.|
Bæjarráð samþykkir að fasteignin að Strandgötu 39 verði auglýst til sölu og fjármálastjóra falið að setja eignina í sölumeðferð hjá fasteignasala.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**13. 2301057 - Eignarsjóður 735 Grunnskólinn Eskifirði**
|Farið yfir framkvæmdir við Eskifjarðarskóla.|
Bæjarráð vísar til sviðsstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju endanlega tillögu um lokafrágang á endurbótum við skólahúsnæðið.
| |
__Gestir__
|Fjármálastjóri - 00:00|
**14. 2309181 - Breytingar í fræðslumálum**
|Framlögð tillaga bæjarstjóra og starfsmanna stjórnsýslu um verklag, samráð og tímasetningar við innleiðingu á samþykkt bæjarstjórnar á breytingum í fræðslumálum Fjarðabyggðar. |
Þann 13. maí sl. fundaði bæjarráð með skólastjórum grunn-, leik- og tónlistarskóla í Fjarðabyggð.
Í kjölfar þeirra funda sem og innsendinga á umsögnum skóla- og foreldraráða var mótuð tillaga um verklag, samráð og tímasetningar á innleiðingu á samþykkt bæjarstjórnar á breytingum í fræðslumálum Fjarðabyggðar.
Með framlagðri tillögu er komið til móts við þau sjónarmið sem fram komu á fundum skólastjórnenda með bæjarráði þann 13. maí sl. til verkefnanna og tímalínunnar framundan.
Tónlistarskólar
- Innleiddar verði við upphaf skólaárs 2024/2025 þær breytingar sem samþykktar voru í bæjarstjórn 27. febrúar sl.
- Skipt verður 75% stöðu aðstoðarskólastjóra í tvennt þannig að tveir einstaklingar komi að því starfi samhliða kennslu.
- Unnið verður með núverandi stjórnendum að mönnun í stjórnunarstöður Tónlistarskóla Fjarðabyggðar.
Leikskólar
- Haldið verður óbreyttu starfi leikskóla fram að áramótum. Á þeim tíma verður unnið að innleiðingu á breytingunum ásamt því sem samhliða verður unnið að endurskoðun leikskólakerfisins m.t.t. vistunartíma, skráningardaga, gjaldskrár, rýni á rekstri mötuneyta o.fl.
- Stefnt er að auglýsingu á leikskólafulltrúa (í stað starfsheitisins fagstjóra leikskóla) sem hluta af innleiðingarferlinu á haustmánuðum.
- Myndaður verður starfshópur sem vinna mun að innleiðingunni og endurskoðuninni. Starfshópinn skipa leikskólastjórar í Fjarðabyggð, fulltrúar fjölskyldusviðs og bæjarráðs.
- Í samráði við leikskólastjóra og foreldraráð verður innleiðingunni lokið og breytingum komið á áramótin 2024-2025.
Grunnskólar
- Myndaður verði rýnihópur, með skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð, fulltrúum Fjölskyldusviðs og bæjarráðs, sem skilar af sér drögum að tillögum í nóvember 2024 með lokaskilum, eftir kynningar á þeim, í febrúar 2025.
- Rýnihópurinn mun vinna að innleiðingu breytinga sem samþykktar voru í tillögu í bæjarstjórn og horfir m.a. til útfærslu á stjórnunarhlutfalli, hagræðinga í rekstri og aukinni samvinnu og samlegð milli grunnskólanna í Fjarðabyggð með eflingu þeirra í huga. Þá mun rýnihópurinn vinna með ætlaðan seinni áfanga vinnuhóps um fræðslumál í Fjarðabyggð sem snýr að innra umhverfi skólanna s.s. kennslu og öðrum innri þáttum.
- Meðan á vinnu þessari stendur verður starfsemi grunnskólanna óbreytt næsta skólaár m.t.t. þeirra breytinga sem ákvarðaðar voru í bæjarstjórn 27. febrúar sl.
- Stefnt er að auglýsingu á grunnskólafulltrúa (í stað starfsheitisins fagstjóra grunnskóla) eftir áramótin.
- Unnið verður að útfærslum á hlutverki tengiliða fyrir komandi skólaár í samráði við skólastjóra.
- Boðið verður upp á aukna þjálfun á fjárhags- og áætlanakerfi þannig að skólastjórar geti unnið drög að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Skólaþjónustan
Haldið verður áfram að byggja upp skólaþjónustuna í takt við fjárhagsheimildir og aukna þjónustuþörf í samstarfi við grunn- og leikskóla þannig að hún nýtist skólunum í Fjarðabyggð sem best.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu og skipað verður í rýni- og starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.
[Tillaga vegna fræðslumála Fjarðabyggðar.pdf](
displaydocument.aspx?
itemid=ey1QmdMs2kCdSF2NFSbHhQ&meetingid=kBniqxsaEGrHzPakFPOBw1
&filename=Tillaga vegna fræðslumála Fjarðabyggðar.pdf)
**15. 2405007F - Fjölskyldunefnd - 6.**
|Fundargerð fjölskyldunefndar frá 13. maí lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.|
**15.1. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025**
**15.2. 2405033 - Ársfjórðungsyfirlit fræðslumála**
**15.3. 2405025 - Kynning á starfamessu til ungmennaráðs**
**15.4. 2405019 - Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar**