Reykjavíkurborg
Stafrænt ráð - Fundur nr. 39
==
==
[Stafrænt ráð - Fundur nr. 39
](/fundargerdir/stafraent-rad-fundur-nr-39)
**Stafrænt ráð**
Ár 2024, miðvikudaginn 15. maí, var haldinn 39. fundur stafræns ráðs. Fundurinn var haldinn á Lækjartorgi og hófst kl. 12:00. Eftirtalin voru komin til fundar í gróðurhúsinu: Alexandra Briem, Aðalsteinn Haukur Sverrisson, Andrea Jóhanna Helgadóttir, Björn Gíslason, Friðjón R. Friðjónsson, Kristinn Jón Ólafsson og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Óskar J. Sandholt, ásamt gestum.
Fundarritari var Eva Pandora Baldursdóttir.
**Þetta gerðist:**
Alexandra Briem, formaður stafræns ráðs, fjallar um hvernig Reykjavíkurborg getur stutt við nýsköpunarumhverfið og eflt innri nýsköpun í borginni. Einnig fjallar hún um þann ávinning sem náðst hefur með stafrænni umbreytingu borgarinnar og þau tækifæri sem framundan eru. ÞON23090021.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa ánægju með þátttöku Reykjavíkurborgar í nýsköpunarviku. Öflugt og skapandi atvinnulíf er hornsteinn velferðar og þjónustu Reykjavíkurborgar. Öflugasti stuðningur borgarinnar væri samt sá að leita enn frekar til fyrirtækjanna í borginni en að reyna að leysa málin innanhúss og með ráðningum. Þar gildir einu hvort það sé gert undir merkjum nýsköpunar eða almennrar þjónustu.
Fram fara umræður við gesti. ÞON2309002.
- kl. 12:57 víkur Aðalsteinn Haukur Sverrisson af fundinum.
**Fundi slitið kl. 13:00**
Alexandra Briem Andrea Helgadóttir
Björn Gíslason Friðjón R. Friðjónsson
Kristinn Jón Ólafsson Skúli Helgason
**PDF útgáfa fundargerðar Stafrænt ráð fundargerð nr. 39**