Fjarðabyggð
Hafnarstjórn - 313
**1. 2404220 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025**
|Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025|
**2. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun**
|Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Frystihússbryggjuna á Eskifirði|
**3. 2404206 - Bakvaktafyrirkomulag Fjarðabyggðarhafna**
|Farið yfir fyrirhugaða breytingu bakvaktafyrirkomulags á Fjarðabyggðarhöfnum|
**4. 2405143 - Hraun - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi**
|Lögð fram umsókn Eimskips um byggingaráform og byggingarleyfi á Mjóeyrarhöfn. Hafnarstjórn fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu fyrirtækisins á svæðinu. Málinu er vísað til skipulags- og framkvæmdanefndar. Verkefnastjóra hafna er falið að eiga samtal við byggingafulltrúa sem og fyrirtækið og leggja fyrir að nýju.|
**5. 2405136 - Beiðni um styrk vegna sjómannadagsins á Eskifirði 2024**
|Beiðni um styrk frá Sjómannadagsráði Eskifjarðar til að standa straum af dagskrá Sjómannadagsins á Eskifirði 2024. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.|
**6. 2405170 - Styrkur vegna umsjónar með dagskrá sjómanndagsins í Neskaupstað**
|Ósk Sjómannadagsráðs Neskaupstaðar um styrk vegna hátíðahalda á sjómannadeginum 2024. Hafnarstjórn samþykkir að veita hefðbundinn styrk.|
**7. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024**
|Lagðar fram til kynningar fundargerðir 462. og 463. fundar Hafnasambands Íslands|