Dalabyggð
Fræðslunefnd Dalabyggðar - 131
**1. 2301030 - Menntastefna Dalabyggðar 2024 - 2029**
|Fræðslunefnd fagnar framkominni tillögu að verklagsreglum fyrir fræðslunefnd og samþykkir að vinna framvegis samkvæmt þeim ramma sem þar er lagður f.o.m. næsta skólaári.|
Rætt var um hvernig staðið verði að innleiðingu Menntastefnu Dalabyggðar á næstu misserum.
**2. 2308003 - Auðarskóli málefni grunnskóla 2023-2024**
|Skólastjóri fór yfir stöðu mála, fjölda nemenda og stöðu í starfsmannamálum sem og drög að starfsáætlun skólans fyrir komandi skólaár. Starfsáætlun verður kynnt frekar á næsta fundi fræðslunefndar. Einnig var farið yfir stöðu á vinnu við gerð handbókar skólaþjónustu og farsældar.|
Skólastjóri kynnti að nú er til umsagnar frumvarp til laga um inngildandi menntun sem er frumvarp til laga núna.
Skólastjóri rakti þær breytingar sem orðið hafa á stoðþjónustu fræðslumála í Dalabyggð á síðustu 12 mánuðum. Skólastjóri og verkefnastjóri fjölskyldumála mættu f.h. Dalabyggðar á Farsældardag Vesturlands sem haldinn var á vegum SSV fyrir stuttu en þar kynntu þær breytingar sem orðið hafa á fyrrgreindum þáttum í þágu farsældar.
Skólastjóri kynnti bókun skólaráðs varðandi hvatningu til nemenda um að æfa lestur yfir sumarið svo eitthvað sé nefnt og vísað til vefsvæða sem eru aðgengileg vegna þessa.
**3. 2308004 - Auðarskóli, málefni leikskóla 2023-2024**
|Skólastjóri fór yfir stöðu mála, fjölda nemenda og stöðu í starfsmannamálum. Margir þættir sem bókað er um undir málefnum grunnskóla eiga einnig við varðandi starfsemi leikskóla.|
**4. 2301027 - Skólaakstur 2024-2027**
**5. 2404022 - Tónlistarskóli 2024**
**6. 2403007 - Starfshópur um skipulag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs í Dalabyggð 2024**
|Skólastjóri og áheyrnarfulltrúi starfsmanna viku af fundi að loknum lið 6 á dagskrá.|
|Jón Egill Jónsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 7.|
**7. 2208010 - Tómstundir í Dalabyggð**
|Farið yfir stöðu skráninga í sumarstarfið sem verður á vegum Íþróttafélagsins Undra, forráðamenn eru hvattir til að skrá sín börn sem fyrst ef áhugi er á þátttöku. |
Verið er að vinna í lagfæringum á ákveðnum þáttum á íþróttavellinum og fór íþrótta- og tómstundafulltrúi yfir stöðuna á því. Rætt um að fá sjálfboðaliða til þess að fara í átaksverkefni á íþróttavallarsvæðinu á allra næstu dögum. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við UDN um samstarf varðandi framkvæmdina.
**8. 2404019 - Eldhugar**
|Útlit er fyrir að Þorgrímur komi í heimsókn til okkar í Dalabyggð á haustmánuðum.|
**9. 2010009 - Akstur framhaldsskólanema úr Búðardal í MB**
|Sveitarstjóri kynnti stöðu mála.|