Garðabær
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 7
|
|
|
|**1. 2110128 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 8.Arnarnesháls/Arnarland**
|Lagt fram erindi Skipulagsstofnunar dags. 10. maí sl. þar sem fram kemur að stofnunin geri ekki athugasemd við að tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nái til Arnarlands (Arnarnesháls) verði auglýst þegar brugðist hafi verið við ákveðnum atriðum sem fram koma í erindinu.
|
Skipulagsstjóri gerði grein fyrir fundi hans og skipulagsráðgjafa með Skipulagsstofnun, þar sem lagðar voru fram hugmyndir að því með hvaða hætti mætti bregðast við þeim ábendingum sem stofnunin gerði.
Lögð fram tillaga að breytingum á ákvæðum tillögunnar sem koma til móts við ábendingar stofnunarinnar og eru í samræmi við þá deiliskipulagstillögu sem lögð er fyrir fundinn.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa breytingartillögunni með þeim breytingum sem lagðar eru til auglýsingar í samræmi við 31.gr.skipulagslaga 123/2010. Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi Arnarlands.
|
|
|
|
|
|
|
|**2. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag**
|Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Arnarlands sem nær til 8,9 ha svæðis sem í Aðalskipulagi nefnist Arnarnesháls. Tillagan er unnin á vegum landeiganda í samvinnu við Garðabæ.
|
Umsjón með gerð deiliskipulags er í höndum Nordic Arkitektastofu, ásamt Landslagi og VSB verkfræðistofu. Umhverfisskýrsla og önnur ráðgjöf er unnin af EFLU verkfræðistofu, umferðagreiningar voru unnar af Mannvit nú Cowi og sér sami aðili um Breeam vottun tillögunnar. Jóhanna Helgadóttir arkitekt og skipulagsfræðingur hjá Nordic gerði grein fyrir tillögunni.
Samkvæmt tillögunni verður byggðin blanda af 3-6 hæða fjölbýlishúsum ásamt atvinnu-, verslunar og/eða þjónustuhúsnæði næst Hafnarfjarðarvegi. Tvær aðkomuleiðir eru að byggðinni, frá Fífuhvammsvegi og um fyrirhuguð undirgöng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Umferðarreikningar sýna að stærsti hluti umferðar að og frá hverfinu verður um Fífuhvammsveg. Fjölbýlishúsabyggð næst Arnarnesvegi og Fífuhvammsvegi er uppbrotin og lagar sig að landhalla og myndar umgjörð um sameiginlega inngarða. Sérstök kennileitisbygging/atvinnuhúsnæði getur orðið allt að 8 hæðir. Til móts við atvinnuhúsnæði fyrir miðju svæðisins er gert ráð fyrir verslunar- og/eða þjónusturými á jarðhæðum í tengslum við miðlægt torg þar sem m.a. er gert ráð fyrir stoppistöð Borgarlínu. Á svæðinu er gert ráð fyrir u.þ.b. 500 íbúðum og u.þ.b. 40.000 m2 af verslunar, skrifstofu og þjónusturými.
Meginmarkmið skipulagsins er að leggja grunn að öflugu borgarumhverfi sem styrkir nærumhverfið og bætir lífsgæði bæði þeirra sem sækja svæðið, starfa og búa á svæðinu og í nálægð við það. Helstu áherslur eru á starfsemi og uppbyggingu sem styður við virkan lífsstíl og blandaða byggð.
Helstu markmið skipulagsins eru sett fram í fjórum flokkum, þau eru:
Byggðarmynstur
- að í Arnarlandi rísi borgarumhverfi með lifandi starfsemi og góðum íbúðum á samgöngu- og þróunarás miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu.
Vistvænar samgöngur
- að í Arnarlandi verði greitt aðgengi að fjölbreyttum og vistvænum ferðamátum
Náttúran í borgarumhverfinu
- að í Arnarlandi verði gott aðgengi að fjölbreyttum útivistar- og grænum svæðum bæði innan hverfisins og í nærumhverfinu.
Samfélag og lýðheilsa
- að í Arnarlandi rísi blönduð byggð sem styður við samfélagsheild og bætta lýðheilsu íbúa og gesta.
Tillagan er sett fram á einum deiliskipulagsuppdrætti í mkv. 1:1500, skýringaruppdrætti í mkv. 1:1500 og greinargerð í A4 stærð með skilmálum og skýringarmyndum.
Samhliða deiliskipulagi er lögð fram sameiginleg umhverfismatsskýrsla fyrir breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, Umhverfismatsskýrsla, breyting á aðalskipulagi og gerð nýs deiliskipulags fyrir Arnarland í Garðabæ, unnin af EFLU verkfræðistofu, dagsett 21.05.2024.
Skipulagsnefnd leggur áherslu á að tillaga að deiliskipulagi Arnarnesvegar verði lögð fram eins fljótt og auðið er í samvinnu við Vegagerðina sem nær til aðgerða til þess að greiða fyrir umferð akandi, gangandi og hjólandi vegfarenda á svæðinu í kringum Arnarland.
Forhönnun aðgerða til að bæta umferðarflæði og öryggi við hringtorg á mótum Arnarnesvegar, Bæjarbrautar og Fífuhvammsvegar liggja fyrir. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að ráðist verði í þær framkvæmdir sem fyrst.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni ásamt umhverfismatsskýrslu til auglýsingar í samræmi við 1.mgr. 41.greinar og 31.gr. skipulagslaga nr.123/2010. Tillagan skal auglýst samhliða tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar sem nær til sama svæðis.
Stefnt er að almennum kynningarfundi þriðjudaginn 11.júní nk.
|
|
|
|
|
|
|
|**3. 2403271 - Aðalskipulag Gbr 2016-2030, breyting á rammahluta Vífilsstaðalands. Tilfærslur á íbúðafjölda.**
|Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til rammahluta Vífilsstaðalands.
|
Tillagan gerir ráð fyrir því að fjöldi íbúða í Hnoðraholti norður hækki úr 470-520 í 500-600 en fjöldi íbúða í Hnoðraholti suður lækki úr 700-750 í 600-700. Á miðsvæði í Vetrarmýri fjölgi úr 600-800 íbúðum í 700-900 íbúðir. Á Vífilstöðum vestur verði gert ráð fyrir 100-200 íbúðum í stað 100.
Breytingar koma fram í greinargerð Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, rammahluta Vífilsstaðalands.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til forkynningar í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**4. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi**
|Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf og Hrönn Hafliðadóttir verkefnisstjóri hjá Umhverfissviði kynntu drög að tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis í þéttbýli og þjónustukerfis.
|
Vísað til frekari úrvinnslu hjá skipulagsráðgjafa og umhverfissviði.
|
|
|
|
|
|
|
|**5. 2405218 - Sviðholtsvör 1 skjólveggir - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Sviðholtsvör 1 um hæð girðingar á lóðarmörkum.
|
Með vísan í samþykkt Garðabæjar um veggi og girðingar samþykkir skipulagnefnd að hæð girðingar meðfram Bjarnastaðavör sé ekki hærri en 150 cm, að Sviðholtsvör og að aðkomugötu að Sviðholtsvör 5 ekki hærri en 120 cm. Gæta skal að sjónlengdum á hornum og skal 120 cm há girðing ná fyrir hornið að Bjarnastaðavör.
|
|
|
|
|
|
|
|**6. 2302193 - Ásahverfi, farsímasamband.**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hraunsholts vestra (Ásahverfis) sem gerir ráð fyrir að staur fyrir farsímastenda við Ásabraut, á opnu svæði við gatnamót Ásabrautar við Stórás.
|
Hæð staursins yrði allt að 18 metrum til þess að þjóna austurhluta Ásahverfis. Með því móti geta þeir aðilar sem reka farsímaþjónustu nýtt sér aðstöðuna.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
|
|
|
|
|
|
|
|**7. 2405091 - Hnoðraholt norður - Vorbraut - Raðhús - Dsk.br.**
|Lögð fram tillaga að breytingu Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að raðhúseiningum við Vorbraut verði fjölgað um 4 þannig að raðhúslengjan Vorbraut 49-55 samanstandi af 6 íbúðareiningum í stað 4. Á síðasta fundi nefndarinnar var tillögu sem gerði ráð fyrir því að í sömu raðhúslengju yrðu 5 íbúðareiningar vísað til auglýsingar.
|
Að athuguðu máli fellst skipulagsnefnd ekki á að íbúðareiningar verði fleiri en 5 í lengjunni 49-55 og er því fyrri tillögu vísað aftur óbreyttri til bæjarstjórnar og lagt til að sú tillaga verði auglýst.
|
|
|
|
|
|
|
|**8. 2405062 - Vorbraut 49 - 55 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs**
|Sjá afgreiðslu á fundarlið 7.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**9. 2405438 - Vorbraut 8-12 - Deiliskipulag**
|Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts Norður sem gerir ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara á lóðunum Vorbraut 8, 10 og 12 með einum aðkomurampi milli húsanna Vorbraut 8 og 10. Lóðirnar yrðu sameinaðar í eina lóð.
|
Einnig gerir tillagan ráð fyrir því að byggingarreitur verði breikkaður úr 14 m í 15.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Hnoðraholts Norður í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vísar til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Vorbrautar nr.7,9,11,13 og 15 og Skerpluholts 1,3,5 og 7.
Áður en grenndarkynning fer fram þurfa að liggja fyrir uppdrættir sem sýna fram á fyrirhugaðan frágang lóðar og lóðarmarka.
|
|
|
|
|
|
|
|**10. 2405177 - Grímsgata 6 - DSK br.**
|Lögð fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir því að hámarks byggingarmagn lóðarinnar Grímsgata 6 aukist um 60 m2.
|
Skipulagsnefnd tekur undir þau atriði sem fram koma í umsögn deiliskipulagshöfundar sem lögð er fram með tillögunni.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Urriðaholts Norðurhluta 4 í samræmi við 2.mgr.43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44.gr.sömu laga.
Grenndarkynna skal eigendum Grímsgötu 2 og 8 og Vörðugötu 2.
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
|
|
|
|
|
|
|
|**11. 2405262 - Kársnes Þróunarsvæði. Rammahluti aðalskipulags. Lýsing skipulagsverkefnis.**
|Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugsemd við verkefnislýsinguna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|**12. 2405302 - Göngu og hjólastígar um kópavogsháls - ósk um umsögn**
|Lögð fram tillaga að deiliskipulagi göngu og hjólastíga um Kópavogsháls sem unnin hefur verið á vegum Kópavogsbæjar og vísað til forkynningar.
|
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna og lýsir yfir ánægju sinni með hana eins og hún er sett fram.
|
|
|
|
|
|
|
|**13. 2405025F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 5**
|
|
|2405208 - Spilda A úr landi Grundar - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2310085 - Lyngholt 19 - Endurskoðun lóðarmarka
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405221 - Álftanes 1 jarðhiti - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405218 - Sviðholtsvör 1 skjólveggir - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2404541 - Hólmatún 15 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405070 - Gullakur 1 - Tilkynningarskyld framkvæmd - Pergola
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405130 - Rjúpnahæð 12 - fyrirspurn til skipulas ósk um deilsiskipulagsbreytingu
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2405245 - Dyngjugata 18 - Steypa bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2404296 - Tinnuvellir 11 - Umsókn um byggingarleyfi
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|2403415 - Útholt 1 og 3 - Breyttir hæðarpunktar
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|